Morgunblaðið - 14.07.2015, Page 16

Morgunblaðið - 14.07.2015, Page 16
BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður á síðasta ári og bundu margir vonir við að það gæti gefið ís- lenskum fyrirtækjum aukin tæki- færi. Það lítur hins vegar út fyrir að ekki hafi orðið miklar breytingar í inn- og útflutningi til Kína í kjölfar samningsins á þeim tíma sem liðinn er. Innflutningur var nokkuð minni á árinu 2014 en 2013 og það sem af er ári er innflutningurinn tæpur 21 milljarður króna sem er 45% af inn- flutningi síðasta árs. Útflutningur var minni á árinu 2014 en 2013 og út- flutningur fyrstu fimm mánuðina nemur 3 milljörðum króna. Erna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir að nokkur vonbrigði hafi orðið þegar komið hafi í ljós að fríverslunarsamningurinn sé í raun bara fyrsta skrefið. „Það voru miklar væntingar um að hægt væri að selja til dæmis kjöt sem notað er í matvælavinnslu í Kína en það er ekki hægt því eftirlitsstofnanir sem eru sambærilegar við Matvælastofnun hér á landi eiga eftir að samþykkja eftirlitsaðila. Það er verið að vinna í að ná samningum en fulltrúi Mat- vælastofnunar hefur farið á fund í Kína og kínverskir eftirlitsaðilar voru hér fyrir skömmu.“ Hún segir að lambakjöt sé efst á listanum yfir þær vörur sem áhugi er á að flytja út, en einnig sé mikill áhugi á að flytja út lifandi hross og kjúklinga. Erna segir að gera þurfi ýmsa hliðarsamninga til að viðskiptin geti átt sér stað og að mestu hindranirnar séu á matvælasviðinu og þá sérstak- lega landbúnaðarafurðum. „Við er- um fyrst og fremst að flytja til Kína sjávarafurðir auk véla og búnaðar sem tengist sjávarútvegi. Tollar sem munar mikið um voru felldir niður en kínverski markaðurinn er mjög stór og því þurfa íslensk fyrirtæki að finna minni markaðssillur.“ Hún seg- ir að Kínverjar séu á höttunum eftir ódýrum vörum sem kostar minna að framleiða en hjá þeim sjálfum. „Þetta eru mjög ólíkir markaðir. Sem dæmi þá vilja þeir gjarnan kaupa vatn héðan en vilja borga lítið fyrir það. Það þarf því að vinna meira í því að samræma framboð og eft- irspurn.“ Kemur fyrirtækjum til góða Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að það hafi alltaf legið fyrir að til þess að fyrirtæki gætu nýtt sér fríðindin í samningnum þyrfti að vera beinn innflutningur frá Kína og varan megi ekki vera toll- afgreidd í öðru ríki á leiðinni til Ís- lands. Hann segir ákveðin vonbrigði vera með hversu litlu samningurinn hefur skilað hingað til. „Við erum annars vegar að horfa á stærsta hag- kerfi heims og hins vegar eitt það minnsta. Kínverjar eru þekktir fyrir að vilja ekki afgreiða vöru nema í ákveðið miklu magni og fyrirtæki á Íslandi sem eru mörg hver mjög smá hafa kannski ekki alltaf möguleika á að kaupa inn í því magni sem kín- verskir viðskiptamenn krefjast.“ Andrés bætir við leita þurfi leiða til að greiða fyrir að fyrirtæki, án tillits til stærðar, geti nýtt sér hagræði samningsins. „Við vorum og erum sannfærð um að hann komi íslensk- um fyrirtækjum til góða.“ Samningur við Kína skilað litlu  Áhugi á útflutningi á kjöti, hrossum og kjúklingum  Kínverjar vilja ódýrar vörur  Samræma þarf framboð og eftirspurn  Fara fram á að selja mikið magn Inn- og útflutningur til Kína 1999-2015 Heimild: Hagstofa Íslands. Innflutningur CIF Útflutningur FOB 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 *Janúar-maí. 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015* í milljörðum FOB - verð vöru komin um borð. CIF - FOB verð að viðbættum kostnaði. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á tekjuaukningu fyrir þann hóp að sögn Björns Brynjúlfs. „Auk þess eiga tekjulægri síður möguleika á því að fara til útlanda og versla, t.d. fatnað og skó.“ Gætu gengið lengra Viðskiptaráð bendir á að afnám tolla á matvæli myndi skila með- alheimili um 76 þúsund króna sparnaði á ári til viðbótar. „Afnám tolla á matvæli væri veigameiri að- gerð. Hún myndi skila næstum þre- falt meiri ávinningi en afnám tolla á allar aðrar vörutegundir saman- lagt,“ segir Björn Brynjúlfur. Það er sökum þess að um 38% af mat- arkörfunni á Íslandi eru undir toll- vernd en almenna reglan er sú að tollverndaðar vörutegundir eru dýrari. Tollar á matvæli eru svo háir að innflutningur dregst mikið saman og því skila þeir afar litlum tekjum fyrir ríkissjóð, að sögn Björns Brynjúlfs. „Tollar á matvæli eru fyrst og fremst til að vernda inn- lenda framleiðendur en þeir virðast ekki vera ná því markmiði. Einu bændurnir sem standa undir rekstri sínum án styrkja eru græn- metisbændur sem eru þeir bændur sem njóta ekki tollverndunar.“ sigurdurt@mbl.is Aðgerð ríkisstjórnarinnar er varð- ar afnám allra annarra tolla en á matvæli fyrir árið 2017 mun draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á ári, samkvæmt nýjum útreikningum frá Við- skiptaráði. „Lækkun neysluskatta eða afnám tolla eykur jöfnuð í sam- félaginu,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Við- skiptaráðs. Hann bendir jafnframt á að afnám matvælatolla væri mun veigameiri aðgerð. Þar sem tekjulágir einstaklingar verja hærra hlutfalli ráðstöf- unartekna sinna í neysluvörur mun aðgerðin fela í sér hlutfallslega Afnám tolla eykur jöfnuð í samfélaginu  Útgjöld meðalheimilis lækka um 30 þúsund krónur á ári Morgunblaðið/Eva Björk Tollar Háir tollar eru á matvælum. ● Hagfræðideild Landsbankans hefur nú bæst í hóp þeirra aðila sem gefið hafa út spá sína varðandi verðbólguþró- unina í júlí. Deildin spáir því að 0,1% lækkun muni mælast í mánuðinum og ráða sumarútsölur þar mestu um. Það sem helst mun vega á móti útsölunum í spánni er hækkun flugfargjalda til út- landa en þar er sagt að það hafi komið á óvart að sá liður hafi ekki hækkað um meira en 2,5% í júní og því megi eiga von á því að hækkunin komi fram nú í júlí. Landsbankinn gerir ráð fyrir því að ársverðbólgan muni mælast 2,5% í október og muni því vera í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Spáin er nokkuð samhljóða spá Íslands- banka og Arion banka í þessum efnum en þeir spá annars vegar 2,4% og hins vegar 2,5% ársverðbóglu í október. Spá verðhjöðnun í júlí en hækkun í kjölfarið                                     ! !  " # #!! ! "$$ %  ! !$ ! %!  &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #!  $ !  %%$ #$ " "!% % !  $$ !"#! %$#   $"!  %$! #$! "# "$ % $$  ! % !" %$  % $% ● Akur fjárfest- ingar sem er fag- fjárfestasjóður í rekstri Íslands- sjóða hefur keypt tæpan helming hlutafjár í Iceland Excursions Allra- handa ehf., sem er sérleyfishafi Gray Line á Íslandi. Fyr- irtækið sérhæfir sig í ferðaskipulagn- ingu, er ferðaskrifstofa og hópferðafyr- irtæki og hefur einkum sinnt skipulögðum dagsferðum. Þórir Garðarsson og Sigurdór Sig- urðsson munu áfram eiga rúman helm- ing í félaginu og starfa á vettvangi þess. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál en fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá um ráðgjöf og hafði umsjón með fram- kvæmd viðskiptanna. Íslandssjóðir með tæp- an helming í Gray Line Þórir Garðarsson STUTTAR FRÉTTIR ... ÓSKASTJARNAN Þann 17. júlí hittir einn af áskrifendum Morgunblaðsins á óskastund þegar við drögum út glæsilegan, fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* í áskriftarleik Morgunblaðsins. Víkkaðu hringinn með Morgunblaðinu í sumar. *Innifalinn í verðinu er ríkulegur aukabúnaður: bakkmyndavél, rafstillanleg framsæti með minni, regnskynjari o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.