Morgunblaðið - 14.07.2015, Side 22

Morgunblaðið - 14.07.2015, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2015 ✝ Einar Björns-son fæddist á Sauðárkróki 29. desember 1927. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 29. júní 2015. For- eldrar hans voru þau Björn Erlendur Einarsson, f. 17.11. 1900, d. 27.2. 1986, og Oddný Jóns- dóttir, f. 18.5. 1903, d. 6.4. 1984. Systkini Einars voru þau Stef- anía Ruth Björnsdóttir, f. 1924, d. 2008, Jóhannes Björnsson, f. 1925, d. 2002, og Steinunn Helga Björnsdóttir, f. 1930, d. 2000. Oddný Erla Björnsdóttir, f. 1931, er ein eftirlifandi. Hinn 5. nóvember 1948 kvænt- ist Einar Bergþóru Bergsdóttur, f. 4.11. 1928, d. 13.10. 2008. For- eldrar hennar voru Bergur Sig- ursteinn Björnsson, f. 14.11. 1896, d. 27.10. 1975, og Guðrún Andrésdóttir, f. 24.8. 1897, d. 6.10. 1970. Árið 1957 fluttu Ein- ar og Bergþóra á Byggðaveg 149 á Akureyri og bjuggu þar alla tíð síðan. Sonur þeirra er Björn, f. 4.4. 1958, og kona hans er Lovísa Kristjánsdóttir, f. 4.2. 1960. Þau eiga þrjú börn, Margréti Ósk Buhl, f. 1982, Einar Berg, f. 1988, og Kristján Breka, f. 1998. Einar flutti ungur til Akureyrar með fjölskyldu sinni. Frá 7 ára aldri fór hann öll sumur í Villinganes í Skaga- firði og var þar öll skólaárin og tvö ár að lokinni skólagöngu. Eftir það, eða um 16 ára aldur, fór hann á sjó, á Kristjáni frá Ólafsfirði. Hann sigldi á stríðs- árunum til Bretlands með fisk. Eftir það fór hann á vertíðir á Suðurnesin og einnig á Seyð- isfjörð. Á Seyðisfirði starfaði hann í sex ár á síldarplani, við afgreiðslu á olíu og við byggingu Hafsíldar. Frá árinu 1969 vann hann í Efnagerðinni Flóru á Ak- ureyri og síðar í Mjólkursamlagi KEA. Útför Einars fer fram frá Glerárkirkju í dag, 14. júlí 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hver stund er dýrmæt því að tíminn líður. Það eru vissulega orðnir nokkrir áratugir síðan ég kynntist þeim sæmdarhjónum Beggu og Einari, foreldrum hans Björns, litla bróður míns. Á þess- um tíma höfum við fjölskyldan átt margar ánægjustundir með þeim hjónum og þá sérstaklega í Móas- íðunni hjá Birni og fjölskyldu. Það var gott að vera í návist Einars. Hann var einstaklega hógvær og hlýr maður sem hafði auga fyrir því spaugilega í tilver- unni. Í spjalli var það kannski ekki hann sem talaði mest, en það sem hann sagði var vel ígrundað og oftar en ekki sást þá bregða fyrir glettnisglampa í augunum. Leiðir fjölskyldna geta legið saman á ýmsa vegu. Frænka mín og Einar voru samstarfsfélagar um áratugaskeið. Hún hefur svo búið á neðri hæðinni hjá þeim Beggu og Einari um árabil og reyndust þau hjónin henni ákaf- lega vel allan þann tíma. Síðustu árin má segja að frænka mín og Einar hafi litið til hvort með öðru með gagnkvæmri umhyggju. Einar og Begga voru einstak- lega samstíga hjón. Þau voru dugleg að taka þátt í félagslífi og rækta sambönd við vini og ætt- ingja, svo sem eins og í Sund- klúbbnum. Einar hélt upptekn- um hætti í félagslífinu eftir að hann var orðinn einn. Síðustu ár- in vörðu þeir feðgar Einar og Björn miklum tíma saman. Þeir komu sér upp vinnuaðstöðu á Ós- eyrinni og undu þar saman mörg- um stundum við að laga og bæta. Það var oft gaman að hlusta á orðaskiptin milli þeirra þegar þeir voru að bollaleggja saman. Samband þeirra Einars og Beggu var fallegt. Það sást ekki síst síðustu árin þeirra saman. Nú sé ég Einar fyrir mér dans- andi við hana Beggu sína og að- dáunin skín úr augunum eins og forðum daga. Elsku litli bróðir, Lovísa, Margrét, Einar og Krist- ján. Þið eigið mína dýpstu samúð. Hulda. Einar Björnsson ✝ Jón ViðarTryggvason múrari fæddist á Ak- ureyri 18. september 1925. Hann lést í Sunnuhlíð í Kópa- vogi 1. júlí 2015. Foreldrar hans voru Hallgríma Árnadóttir hús- freyja, f. 27. júlí 1898 í Traðarholti, Stokkseyrarhreppi, Árnessýslu, d. 4. desember 1977, og Tryggvi Jónsson, búfræð- ingur og afgreiðslumaður á Ak- ureyri, f. 18. febrúar 1899 á Hrafnagili í Eyjafirði, d. 9. júlí 1965. Systkini Jóns Viðars eru Jóhanna, f. 16. janúar 1929, d. 7. október 1999, Hrafnhildur, f. 30. janúar 1932 og Njörður, f. 28. janúar 1937, d. 18. júní 2010. Jón Viðar kvæntist Guð- mundu Sigríði Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi hinn 26. des- ember 1954. Foreldrar Guð- mundu voru Aðalheiður Dýr- fjörð verkakona, f. 30. mars 1895 á Ísafirði, d. 8. júní 1983, og Sigurður Bjarnason verkamað- ur, f. 26. febrúar 1893 á Björg- um í Vindhælishreppi. d. 13. maí 1971. Jón Viðar og Guðmunda hófu búskap í Reykjavík árið 1954 en fluttust í Kópavog árið 1973 þar sem þau hafa búið síð- an. Jón Viðar og Guðmunda eign- uðust fjóra syni, þeir eru: 1) Tryggvi, f. 11. nóvember 1954, maki Ingveldur Bragadóttir. Dæt- ur þeirra eru Elín Björk, Signý og Hanna Sigríður. 2) Sigurður Helgi, f. 8. desember 1955, maki Liv Kari Tyvand. Synir þeirra eru Gisle Ivar, Jon Vidar og Pål Runar 3) Jón Viðar, f. 20. apríl 1969, maki Þorbjörg Hró- arsdóttir. Dætur þeirra eru Her- borg og Vigdís. 4) Hreinn, f. 11. febrúar 1973, maki Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Dætur þeirra eru Hrefna, Auður og Þórey. Barnabarnabörnin eru fjögur. Jón Viðar ólst upp á Ak- ureyri. Hann sótti Héraðsskól- ann á Laugarvatni tvo vetur og lauk síðan námi í múraraiðn árið 1951 og starfaði við múrverk alla sína starfsævi hjá ýmsum meisturum, lengst af hjá Árna Guðmundssyni. Hann var virkur í félagsstörfum, bæði fyrir Múr- arafélag Reykjavíkur og Al- þýðuflokkinn. Útför Jóns Viðars fór fram frá Fossvogskapellu föstudag- inn 10. júlí 2015, í kyrrþey að hans ósk. Elsku Jón, afi okkar, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir við- burðaríka og afkastamikla ævi. Við eigum margar ómetanlegar minningar um þig og langar okkur systurnar að rifja nokkrar þeirra upp hér. Þegar við vorum litlar þótti okkur alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa í Star- hólmann. Þar var ýmislegt brall- að. Oft sátum við saman inni í stofu og lásum saman, við Andrés Önd og þú aðrar dýpri bókmennt- ir. Þú og amma hugsuðuð ávallt vel hvort um annað og ein af okkar dýrmætustu minningum eru allir göngutúrarnir sem við fórum í með ykkur. Þið hélduð þétt hvort um ann- ars hönd og mátti sjá kærleikann á milli ykkar. Þessi yndislegi kær- leikur fylgdi ykkur ömmu alla tíð. Mörgum ógleymanlegum stundum var eytt í sumarbústaðn- um í Grímsnesinu sem þið og syn- irnir byggðuð frá grunni. Okkur systrunum þótti fátt skemmti- legra en að koma í krúttlega A- bústaðinn þar sem ávallt voru hlýjar móttökur. Sumarbústaða- kakan, tjaldið í kjarrinu og sund- laugin góða munu seint gleymast. Þú varst alltaf duglegur að taka þátt í öllum þeim atburðum er sneru að okkur barnabörnunum og þegar við komum í heimsókn varstu ávallt áhugasamur um hvað var að gerast hjá okkur. Þú mættir í öll afmæli, útskriftir og skírnir. Það er okkur ómetanlegt að þú skyldir alltaf koma. Meira að segja undir lokin þegar farið var að draga af þér mættir þú í út- skriftarveislu Signýjar. Brostir, gafst af þér og gantaðist við barnabörnin. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað þú lifnaðir við þegar Ingibjörg Siv kom til þín. Mikið rosalega var hún heppin að fá að kynnast þessum yndislega langafa. Það lýsir þér og þínum karakt- er vel hversu vel þú barst þig und- ir lokin. Þú varst svo sterkur þeg- ar við komum að kveðja þig og lést lítið bera á þinni eigin vanlíðan. Spjallaðir við okkur um daginn og veginn, brostir til allra og hlóst. Við erum þakklátar fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þér, elsku afi, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elín Björk, Signý og Hanna Sigríður. Jón Viðar Tryggvason Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, lést á Droplaugarstöðum þann 29. júní 2015. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks Droplaugarstaða sem önnuðust hana s.l. átta ár. Fyrir hönd ástvina, . Anna Guðmunds, Haraldur Þorsteinsson, Baldur Andrésson, Rosenda Rut Guerrero. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og tengdamóðir, INGIBJÖRG SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, (Inga Sigga), til heimilis að Móholti 3, Ísafirði, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 6. júlí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóð MND félagsins, sem er 0516-05-410900 kt. 630293-3089. . Guðmundur Salómon Ásgeirsson, Ásgeir Guðmundsson, Margrét Jónsdóttir, Arnar Guðmundson, Kristbjörg Tinna Sigurðard., Aron Guðmundsson, Anna Þuríður Sigurðard., Guðmundur Salómon Ásgeirsson, yngri. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS KRISTJÁN BJÖRNSSON frá Hofi, Bíldudal, lést af slysförum 7. júlí. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 18. júlí kl. 14. . Ása Dóra Finnbogadóttir, Björn Magnús Magnússon, Silja Baldvinsdóttir, Helgi Magnússon, Rut Stefánsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Heiðar Ólafsson, Lína Björk Magnúsdóttir, Ivan Dario Gonzalez, Mardís Ylfa, Magnús Kristján, Helma og Haukur Máni. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI SKÚLASON, bóndi, Syðra-Skógarnesi, lést á heimili sínu 11. júlí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 18. júlí kl. 13. Jarðsett verður frá Miklaholti. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Miklaholtskirkju. . Guðríður Kristjánsdóttir, Kristín S. Traustadóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Hallfríður Traustadóttir, Sigurþór Ólafsson, Elva Traustadóttir, Georg Óskarsson, Sigríður G. Ólafsdóttir, afabörnin og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORSTEINN NIKULÁSSON, lést á heimili sínu 10. júlí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju, föstudaginn 17. júlí kl. 15. . Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir, Steinunn H. Sigurðardóttir, Gunnar Páll Gunnarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Jón Þorgeir Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG ERLINGSDÓTTIR, frá Ásbyrgi, Lundi 1, Kópavogi, sem lést á heimili sínu 6. júlí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 13. . Sigrún Jónasdóttir, Björn E. Johannessen, Helga Jónasdóttir, Tómas Þór Tómasson, Jón Erlingur Jónasson, Védís Jónsdóttir, Úlfhildur Jónasdóttir, Þorsteinn S. Karlsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL TRYGGVASON frá Hrappsstöðum í Víðidal, Næfurási 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, föstudaginn 17. júlí kl. 13. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. . Ragnhildur M. Húnbogadóttir, Einar S. Karlsson, Margrét M. Arnardóttir, Gyða S. Karlsdóttir, Kristján H. Birgisson, Hildur E. Karlsdóttir, Friðrik L. Gestsson og barnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.