Feykir


Feykir - 13.04.1983, Page 5

Feykir - 13.04.1983, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 FEYKIR 5 Ungmennafélagið TINDASTÓLL - Glœsileg bók - Fjölbreytt efni - Margar myndir Kaupið þessa eigulegu bók! Bókina má panta í Bókabúð Brynjars, sími 5950, hjá Páli Ragnars- syni í síma 5560 og í Safnahúsinu sími 5424. Stf' 1 „Heimilisfriður úti vegna gruns um hass í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki,” er fyrirsögn greinar Ólafs í Degi, sem hann óskar birtingar á og er hér með orðið við því. *, Slökkviliðsmenn æfa reykköfun Fyrir skömmu æfðu slökkviliðsmenn af öilu Norð-vestur- landi reykköfun á Sauðárkróki. Fengu slökkviliðsmenn- irnir til afnota skúr rétt við Mjólkursamlag Skagfirðinga. Reyksprengjum var hent inn í skúrinn, en síðan fóru slökkviliðsmennirnir inn og leituðu þar að dúkku, sem falin var í skúrnum. Þátttakendur voru frá Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki, Skagaströnd og Hvammstanga. Bjöm Svemsson: Nokkrar ábendingar frá EldvamareftirKtinu Frá fyrstu tíð hefur eldur verið okkur mönnum nauðsynlegur og þannig mun það áfram verða meðan líf finnst á jörðinni. Óbeislaður eldur getur hins vegar verið hinn miskunnarlausi eyðingarmáttur. Hefur þú einhvern tíma íhug- að hvað gæti komið fyrir á þínu heimili ef eldur yrði laus? Þú gætir t.d. misst ástvin eða týnt eigin lífi vegna þes að þú hafðir ekki kynnt þér fyrirbyggjandi ráðstafanir. Við skulum þess vegna fara í eftirlitsferð um heimilið og sjá hvað við getum fært til betri vegar 1. í forstofu hússins ætti að vera eitt 6 kg ABC duft-hand- slökkvitæki á þar til gerðum snaga á vegg og ætti það ætíð að vera aðgengilegt. 2. Síðan skulum við athuga vartöflu hússins og aðgæta hvort réttir vartappar séu þar. Ómetanlegt er öryggisins vegna að hafa lekastraumsrofa á raf- kerfi hússins. 3. Er við komum inn í eldhús skulum við aðgæta hvort mynd- ast hafi ló á bak við ísskápinn og eldavélina, einnig að sigti í gufu- gleypi sé hreint. Leiðslur á kaffi- vél, brauðrist, hraðsuðukatli og öðrum rafáhöldum á að taka úr sambandi eftir notkun og eiga að vera heilar. Hafa skal eld- varnarteppi 120 x 120 á áber- andi stað í eldhúsinu, þannig að húsmóðirin geti hæglega náð til þess ef eldur kemur upp í feiti- potti eða pönnu. 4. Er þú leggst til hvílu, þá mundu að reykja ekki. 5. Háaloftið er dæmigerður staður til þess að setja í hluti, sem þú ætlar að nota aftur, en gerir sennilega aldrei. Láttu risið þitt ekki verða að eld- gildru, hreinsaðu það. 6. Ef olíukynding er í húsinu ætti að yfirfara hana tvisvar fá ári og sjá svo um, að öll öryggiskerfi hennar séu í full- komnu lagi og að góð um- gengni sé í kyndiklefanum. Þar á raunar ekkert að vera sem ekki tilheyrir kyndingunni sjálfri. 7. Gott er að venja sig á að taka útvörp og sjónvörp úr sambandi þegar maður yfirgef- ur húsið, það er búið að marg sýna sig að þessi tæki gætu kveikt í þó að slökkt sé á þeim á venjulegan hátt. Dæmi eru til þess að elds- voðar hafi orðið þó svo hand- slökkvitæki hafi verið til staðar, en vegna vankunnáttu um notk- un þeirra hafa þau ekki komið að gagni. Kynnið ykkur með- ferð þeirra. Munið að kynna ykkur hvernig boða á út slökkvi- lið. Til viðkomandi slökkvi- stöðvar getið þið leitað varð- andi ráðleggingar um bruna- varnir á heimilinu. Munið að reykskynjarar eru bráðnauð- synlegir á hverju heimili, það eru þeir marg búnir að sanna. Hefur þú nokkurn tíma sest niður með fjölskyldu þinni og rætt við hana um hvað gera skuli ef kviknar í hjá ykkur og hvernig þið eigið að bjarga lífi ykkar? Mikill fjöidi húsbruna verður á tímabilinu frá mið- nætti og fram til kl. 6 á morgnana. Venjulegur maður, sem vaknar af værum blundi er oft dálítið vankaður. Ef hann vaknar við eldsvoða getur hann orðið algerlega ruglaður, þótt hann sé annars hinn gætnasti. Ef hann hefur áður verið búinn að hugsa um undankomuleið yrði hann kannski rólegri. Ef mögulegt er ættuð þið að upp- hugsa tvær undankomuleiðir úr hverju herbergi. Gættu þess vell að ailir viti um báðar leiðirnar. Hafðu brunaæfingu heima hjá þér svo allir séu öruggir um undankomuleiðir. Traustar og vel lokaðar dyr tefja eldinn í nokkrar mínútur, sem þú átt að nota til þess að flýja. Opnaðu ekki dyrnar ef hurðin er heit viðkomu eða ef reykur síast inn milli stafs og hurðar. Mundu það, opnaðu þær ekki! Notaðu dyrnar sem öryggislás. Komistu ekki út um dyrnar þá notaðu gluggana. Það er mjögáríðandi að ákveða að allir í fjölskyld- unni skuli hittast á einum ákveðnum stað ef þeir flýja húsið í eldsvoða. Það hefur allt of oft komið fyrir að foreldrar sem finna ekki eitthvert barna sinna og vita ekki að það er sloppið út, halda að það sé iokað inn í húsinu og brjótast inn til þess að bjarga því, en bíða svo sjálf bana að óþörfu. Opinberar skýrslur sína að flestir eldsvoðar eiga upptök sín sem hér segir: 37% byrja í stofu, 22% í eldhúsi, 14% í kjallara, 13% í svefnherbergi og 14% annars staðar. Athugasemd frá Ólafi M. Jóhannssyni Frétt sem ég sendi í blaðið Dag á mótmælt kröftuglega. Þetta Akureyri nú fyrir skömmu, um kannast ég ekki við úr fréttinni, þann atburð er skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki tók stofublómið Heim- ilisfrið og sendi til rannsóknar, vegna gruns hans um að um hassplöntu væri að ræða, hefur orðið tilefni mikilla skrifa og ádeilna í minn garð í Feyki sem kom út 30. mars s.l. Er ég átalinn af skólameist- ara fyrir að láta frá mér fara frétt um þetta mál án þess að hafa samband við hann áður. Rit- stjóri Feykis slær því meira segja upp á forsíðu að orðstír skólans sé í hættu vegna villandi frétta- skrifa minna. Ekki má minna við hafa en tala við forseta nemendafél. skólans og skóla- stjórnarfulltr. nemendafélagsins, sem leggja skólameistara sínum og Feykisritstjóranum lið í ádrepu sinni á mig og starf mitt sem blaðamanns. Hefði mér þótt viðeigandi af ritstjóra Feykis að birta frétt mína í blaðinu svo lesendur hefðu getað lesið hana í stað þess að koma með afbakaðar spurn- ingar og frásagnir úr greininni. Dæmi: Dagur segir að heim- sókn skólameistara haFi verið heldur hitt að nemendur hafi mótmælt kröftuglega er skóla- meistari tók blómið. Ekki er tekið fram í greininni að um mikinn fjölda hafi verið að ræða. Þetta eru þvi rangfærslur sem ekki standast og tilbúningur rit- stjóra Feykis. Einnig mótmæli ég því að fréttin beri með sér að illindi séu á milli nemenda og skólameistara og því síður að dróttað sé að því að hass sé ræktað í Heimavistinni. Skólameistari segir á forsíðu Feykis. Enginn fótur er fyrir því að hass sé ræktað í Heima- vistinni. Skólameistari er hér að reyna að koma því inn hjá lesendum blaðsins, að ég hafi haldið því fram í fréttinni, en því mótmæli ég og læt lesendum eftir að dæma um það. Þar sem ég fæ vonandi birtingu á frétt- inni með grein þessari. Ef frétt- in er borin saman við viðtal við fulltrúa nemenda á baksíðu umrædds blaðs Feykis kemur í ljós að efnislega er fréttin rétt að því undanskildu að kennarar skólans eru nefndir í fréttinni í stað utanaðkomandi manns eins og nemendur segja. Á þessum mistökum biðst ég afsökunar og mun leiðrétta þetta við fyrsta tækifæri í Degi. í hnotskurn er málið það að skólameistari sjálfur hleypur eftir sögusögn- um út í bæ og framkvæmir leitina og sendir blómið í rann- sókn eins og fram kemur í viðtalinu við nemendurna. Þann- ig að það er skólameistari sjálf- ur sem er sem kastar steininum í máli þessu, en ekki ég, þó ég skrifi um atburðin frétt, en það er jú starf mitt við blaðið. Þegar svo skólameistari verður þess áskynja að þessi verknaður hans er orðinn opinber og aðhláturs- efni manna víða um land, hleypur hann til og setur í gang maskínu til að koma því inn hjá almenningi, að ég sé sökudólg- urinn í málinu en hann og skólinn píslarvottar þessa vonda manns. Til liðs við sig kallar hann tvo af forsvarsmönnum nemenda, sem að sjálfsögðu fyrir margra hluta sakir vilja bera blak af skólameistara sínum svo og rit- stjóra Feykis sem geisistfram og gerir mér upp orð og skoðanir sem hvergi eru til nema í hugarfóstri hans sjálfs. Þetta á einnig við um nemendurna sem nota sömu rökfærslu um frétt- ina t.d. að hún beri með sér að hún sé aðeins skrifuð til að sverta skólann og koma óorði á hann. Allt þetta eru ósannindi og aðeins hugarfóstur þeirra sem það láta hafa eftir sér en eiga ekki við um mín skrif né hugsanagang um skólann. Væri vonandi að blessaðir nemend- urnir skilji kennslubækur sínar betur, en þeir virðast skilja frétt mína í Degi. Um það að ég hafi ekki haft samband við málsaðilja áður en fréttin var send vil ég segja. Heimildarmaður minn fyrir fréttinni stendur mjög nálægt máli þessu og hafði aðstæður til að fylgjast með því, jafnvel og isumir þeir aðilar sem þenja brjóst og sperra stél í Feyki nú fyrir stuttu. Það er staðreynd að skóla- meistari tekur þetta tiltekna blóm og treystir ekki nemend- um sem segja að hér sé um stofublóm að ræða sem ætt- ingjar þeirfa hafi gefið þeim. Gaman hefði verið að vita hvað skólameistari hefði gert við hassjurt ef hann hefði fundið hana, þar sem þekking hans á þessari tegund blóma virðist vera takmörkuð. Jóni Hjartar- syni þykir hann sjálfsagt hafinn yfir gagnrýni og almennan fréttaflutning af starfi hans og gerðum nema hann sé ritskoð- aður af honum sjálfum. Minnir þetta óþægilega á skoðanir ýmissa einræðisherra út í heimi, sem við íslendingar höfum hingað til talið okkur bless- unarlega lausa við. Einnig hefur skólameistari komið sér upp lífvarðasveit eins og sést í síðasta Feyki og mætti líkja því við velheppnaða al- mannavarnaæfingu hvað appa- ratið funkerar vel, en vita skal Jón Hjartarson og co. það að meðan ég gegni starfi blaða- manns Dags hér i bæ, mun ég flytja fréttir úr bæjarlífinu og um Fjölbrautaskólann ef þær hafa við rök að styðjast, án þess að bera þær undir Jón Hjartar- son að öðru jöfnu. Hitt er svo annað mál að Jón Hjartarson skólameistari hefur verið að mínu áliti duglegur að vinna að uppbyggingu skólans og á hann þakkir skildar fyrir það. Eins vil ég taka skýrt fram að ég tel Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki fyrirmyndarstofn- un sem við Sauðárkróksbúar megum vera mjög ánægðir með. Að lokum vona ég að deila þessi sem ég tel stafa mesta af mis- skilningi falli niður ogfrá minni hendi tel ég henni lokið. Ólafur H. Jóhannsson blaðamaður Dags á Sauðárkróki.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.