Feykir - 13.04.1983, Page 6
6 FEYKIR
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
HÓTEL MÆLIFELL
Vísur úr öllum áttum
Á breiðsíðu fyrir u.þ.b. einum
mánuði var allnokkuð um
vísur og einnig gagnrýni
Valnastakks á vísnagerð. Nú
hefur „Gáski” sent okkur
fyrripart og skorar á Valna-
stakk að botna:
Ergi forða fræði spjöll
frí við orða löstinn.
Við báðum um botn á
þennan fyrripart:
Norðlendingar æði oft
illviðrin við glíma.
Þótti mörgum þetta stirður
fyrripartur og má rétt vera.
Sigfús Steindórsson sendi
þennan botn:
Þessu halda lítt á loft
lengi sjaldan híma.
Þá kom „rödd í síma” með
botn:
Meðan syðra mengast loft
og magnast álvers gríma.
Þessi „rödd í síma” kynnti
sig reyndar sem „skófla í tá”
að þessu sinni og fer ég nú
fram á liðsinni lesenda við að
ráða þá gátu hver maðurinn
er. Indíana Sigmundsdóttir
botnar líka:
Þeirra ferska fjallaloft
finnst á hverjum tíma.
Vísur hafa drifið að úr
öllum áttumogermérvandiá
höndum að velja úr þeim og
verð því að „láta hendingu
ráða”. Mjög margar vísur
fjalla um pólitík, enda kosn-
ingar alveg að bresta á. Hjalti
í Víðiholti sendi nokkrarvísur
og þar á meðal þessar:
Tala þeir og tala þeir,
tala þeir um efndir,
alltaf fjölgar meir og meir,
meiri og fleiri nefndir.
Á Alþingi er þras og þjark,
þar er margt að vinna,
enda brestur ekki kjark
öllum málum sinna.
Hjalti yrkir einnig um þá
nýjung sem tæknifrjóvgun er.
Bregðist hjónum ástin ung:
engin börn í vonum,
gott er að hafa góðan pung
geta miðlað konum.
Hofsósingur yrkir um kjör-
dæmisþing framsóknarmanna
sem frægt er orðið að endem-
um. Tekur hann upp mál-stað
Páls á Höllustöðum og yrkir
svo um Ingólf Guðnason:
Ingólfur var ötull að
ota sínum tota
Geistist fram í glæstan sal,
glaður reyndi að pota.
Mörgum vildi skenkja skál
skrúðs með orði vöndu.
Sendum heim hann Péturs Pál
pakk saddan af blöndu.
Atlagan var æði hörð
Ingólfs menn í vanda.
Höllustaða bruna börð
býsna lengi standa.
Fylginn sér og sækjandi
síst þurfti að hóta.
Skriðu af fundi skrækjandi,
skottið milli fóta.
Hólmfríður Jónasdóttir hef-
ur oft ort um pólitík og er enn
að. Hún sendi okkur nokkrar
vísur sem ortar eru undir eld-
húsdagsumræðum á Alþingi.
Giftudrjúgur Gunnar enn
gjarnan fær í slarkið,
hæversklega hirti menn
hitti beint í markið.
Að fást við skollans fjármálin
fórst þér mörgum betur,
reyndu að herða róðurinn
Ragnar, sem þú getur.
Nú er á enda þetta þing
þrungið orðafálmi.
Skít þó ausi allt um kring
upp úr stendur Pálmi.
Lítið haföi að segja sá
sú var bót í máli.
Hækkaði risið hvergi á
Höllustaða-Páli.
Alltaf glottir Ólafur
ennþá knár á velli.
Sómakarlinn sjötugur
sigrar hrum og elli.
Hólmfríður Jónasdóttir sendi
blaðinu vísu eftir Konráð
heitinn á Ytri-Brekkum og er
hún góð tilbreyting frá póli-
tíkinni.
Þegar hann er með austanbyl
yfir móa og grundir
skárra er þá skömminni til
að skíta vestanundir.
Og Haraldi frá Kambi varð
mannlífsbrekkan erfið:
Fyrir eyrum ómar suð
erfið er lífsins brekka
Almáttugur góði guð
gefðu mér nú að drekka.
Þulur í útvarpi lýsti veðri á
Sauðárkróki og varð þá Sigfúsi
Steindórssyni að orði:
Veðurguðinn völdin tók
varla um það spaugum.
Samfellt hríð á Sauðárkrók
sér ei út úr augum.
Og nú biðjum við lesendur að
botna fyrripart eftir Sigfús:
Mjög í fang á meyjunum
manninn langað hefur.
Hver er maðurmn?
Enn leitum við til ykkar, lesendur góðir, með óþekktar myndir úr
Héraðskjalasafni Skagflrðinga. Þessar myndir eiga allar það
sameiginlegt að vera teknar af Jóni J. Dahlmann Ijósmyndara á
Akureyri, að öðru leyti kunnum við á þeim engin deili. Upplýsingar
skulu sem fyrr sendar til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, Safnahús-
inu, 550 Sauðárkróki, eða í síma Safnahússins 95-5424.