Feykir - 13.04.1983, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
FEYKIR 11
Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir er
fædd 1949, yngsta dóttir hjónanna
Sigrúnar Júlíusdóttur og Sigurjóns
Jónassonar en þau hófu búskap
1940 á Skörðugili.
Og Ásdís fær orðið...
Ég er uppalin hér á Skörðugili og
gekk í skóla í Varmahlíð. Einn vetur
var skólinn að vísu í Húsey. Þau
börn voru í heimavist sem voru
lengst að. Allan barnaskólann
vorum við hálfan mánuð í skólan-
um og hálfan mánuð heima. Kenn-
ararnir voru tveir, Felix Jósafatsson
og Steinunn Jónasdóttir frá Löngu-
mýri.
Hvað leggur þú fyrir þig þegar
barnaskóia líkur?
Ég fer suður til Reykjavíkur og
lýk gagnfræðaprófi úr Hagaskól-
anum.
Fóru ungiingar yfirleitt í frekara
nám eftir barnaskóla?
Flestir létu sér nægja barna-
skólaprófið. Ég fór heim á sumrin
þessi íjögur ár, sem ég var í
Hagaskólanum utan eitt sumarsem
ég vann í búð á Akureyri og leiddist
óskaplega. Viðskiptavinirnir voru
fáir og veðrið alltaf sérstaklega gott.
Þarna var ég lokuð inni allt
sumarið. Það var mikil breyting frá
því að vera úti öll sumur áður. Um
haustið fer ég svo í Kennaraskól-
ann, tvo vetur í undirbúningsdeild
og tvo vetur í handavinnudeild og
lýk þar prófi 1970.
Ferðu þá í kennslu?
Nei, ég fór að Hesti í Borgarfirði.
Við Einar vorum búin að þekkjast í
tvö ár þegar ég lauk skólanum og ég
fór svo til hans að Hesti og varð þar
staðarhúsmóðir en Einar var búinn
að vera tilraunastjóri þar í nokkur
ár. Ég kynntist honum sumarið
1968 þegar ég réði mig þangað í
vinnu. Við giftum okkur svo með
pompi og pragt 1971.
Það voru mikið viðbrigði að
flytjast að Hesti. Éghafði lítiðunnið
við húshald en tók að mér gesta-
móttökuna á þessum stóra stað þ_ar
sem er stöðugur gestagangur. Ég
var fimm sumur á Hesti en við
fluttum svo norður 1974. Þá er ég
búinn að eiga tvo elstu strákana en
þeir eru nú orðnir fjórir.
Var ekki erfitt að samrýma starfíð
og heimilishaidið með tvö lítii böm?
Jú, ég hef oft hugsað til þess eftir
að ég eltist að þetta var ofboðslegt
stökk að koma beint úr skóla og
fara á þennan stað og vera algjör
byrjandi í húshaldi. Ég hef alltaf
haft gaman af útistörfum og öllu
sem við kemur skepnum, en minni
áhuga á inniverkum.
Þegar við flytjum hingað norður,
búum við fyrst í sambýli við pabba
og mömmu. Við fórum strax að
byggja og byrjuðum á öllum
húsunum í einu: hesthúsi, fjárhúsi,
hlöðu og íbúðarhúsi. Við fengum
borgfirska smiði og vorum með
vinnuflokk svo það var aldrei undir
20 manns í heimili, en okkur tókst
að flytja inn í nýja húsið eftir rúmt
ár.
Hefur nokkurn tíma orðið hlé á
þessu risahúshaldi siðan þú útskrif-
aðist úr Kennaraskólanum?
Ég helda varla.
Þið hafið byggt myndarlegt íbúð-
arhús og greinilega búist við að hafa
margt í heimili og kannski fuilt af
börnum. Hafið þið gert áætlanir um
barnafjöldann?
Nei, þar er nú happa og glappa
aðferðin.
Nú hefur Einar haft í svo mörgu að
snúast útávið. Hefur þú ekki þurft
að vera bxði bóndinn og húsmóðirin
á heimilinu?
Það kemur af sjálfu sér. Við
höfum nú alltaf verið með meira eða
minna mannahald enda með fullt
bú og meira en það, en það er nú
ekki eins og ég standi hér ein þó
Einar sé oft ekki heima, því við
búum í félagsbúskap við mömmu
og pabba. Hjá þeim er í heimili
móðurbróðir minn, Pálmi Júlíusson,
sem öfugt við marga Skagfirðinga er
alltaf heima og tilbúinn að gera það,
sem gera þarf fyrir skepnurnar,
enda er hann hvorki í hestamanna-
félagi eða karlakór.
Eruð þið með kúabúskap?
Undanfarin sex ár höfum við
verið með tvær heimiliskýr sem
duga fyrir bæði heimilin. Pabbi og
mamma höfðu alltaf verið með kýr,
en þegar pabbi fær heilablæðingu
1975 var kúnum fargað.
Var þetta alvarlegt með hann
pabba þinn?
Já, það var það. Hann var fluttur
út á Krók, en læknarnir héldu lengi
vel að þetta væri ekki svo slæmt.
Meira að segja var hann dreginn út
að glugga 17. júní, til að horfa á
Einhvern túna hljóta
rólegu árin að koma
Á Skörðugili er allt á fleygiferð. Húsbóndinn á heimilinu, Einar
Gíslason, verður fímmtugur 5. apríl og afmælisfagnaður er í
undirbúningi. Frumburðurinn á bænum kemur inn úr hesthúsunum
rjóður í kinnum og svarar greiðlega og af þolinmæði vafasömum
spurningum aðkomukonu, sem hefur ruðst inn i annríkið, með
myndavél og segulbandstæki. Fjölskyldan er greinilega vön allavega
gestum.
í þeirri trú að húsmóðirin, Ásdís Sigurjónsdóttir, hafí bara gott af
því að setjast niður smá stund, er segulbandið sett í gang.
Ásdís á Skörðugili segir frá
ivwi^ivIDAG
UMSJÓN: HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR
LJOSMYND: OSKAR HJARTARSON
hópreið hestamanna. Þegar honum
batnaði ekkert en fór heldur versn-
andi, var hann sendur til Reykja-
víkur og kom þá í ljós að hann var
með hægfara heilablæðingu. Hann
hresstist þó brátt. Eftir þetta
byrjuðum við með heimiliskýr og
höíum verið með þær síðan.
Vinnur þú úr mjólkinni?
Já, já, ég geri það, bý til skyr og
smjör og þess háttar.
Nú er heilmikill gestagangur í
kring um starf Einars. Er það út í hött
að álykta sem svo að þú hafir nóg
með bömin og heimilishaldið þó þú
bætir ekki á þig svona störfum sem þú
gætir komist hjá. Eða er það kannski
rótgróið viðhorf hér í Skagafírði að
konan geti bætt á sig störfum
endalaust?
Er það ekki gömul hefð að
konurnar vinni verkin og bænd-
urnir geri eitthvað annað útávið?
Segja þeir það ekki í Ferðabók
Eggerts og Bjarna?
Þetta er nú kannski djúpt í árina
tekið, en ég held að það muni ansi
mikið um það á mörgum heimilum
hvað konan leggur af mörkum,
bæði við bústörfin og heimilis-
haldið. Annars hef ég þá trú að ef
búskapur á að ganga þá verði bæði
hjónin að vinna að því að hann
dafni, bæði úti og inni. Það liggur
beinast við að allir hjálpist að . Ég
held líka að ef konur hafa gaman af
skepnum þá hafi þær drjúgt gaman
af því að komast út annað slagið.
Það getur orðið leiðigjarnt að vera
inni allan daginn í sömu verkunum.
Ég veit það með sjálfa mig, mér
finnst miklu skemmtilegra að kom-
ast aðeins út.
Vannst þú ekki eitthvað við
kennslu fyrst eftir að þið fluttuð
norður?
Ég var fyrstu tvo veturna við
kennslu í Varmahlíð, en þegar frá
leið fannst mér það alveg af og frá í
viðbót við það sem ég hafði að gera
heima. Mér fannst það engan
veginn borga sig. Ég var með heila
stöðu og kom oft ekki heim fyrr en
klukkan að verða sex. Þá varð það
þannig að heimilisverkunum var
frestað fram til helganna og þá var
óskaplega mikið að gera. Einar var
að byrja í sínu starfi og mikið upp-
tekinn í því og þetta borgaði sig alls
ekki. Gestagangur var mikill um
helgar þegar ég varð að vinna þau
verk sem hægt var að safna saman
alla vikuna og nýtingin á svo
mörgum hlutum var í lágmarki. Það
var t.d. ekkí tími til að baka brauð
og alls konar hlutir voru keyptir
tilbúnir sem ég hefði annars útbúið
sjálf. Þegar ég ákvað að hætta
kennslunni þá var nú þriðji sonur-
inn á leiðinni, þá fengum við okkur
heimiliskýmar. Bömin krefjast okk-
ar líka. Það var miklu meiri tími til
að sinna þeim, þegar ég hætti að
kenna. Einar þurfti svo oft að vera á
fundum og menn halda fundi helst á
kvöldin svo að undirbúningur minn
við kennsluna var oftast unninn á
næturna .
Þú hefur aldrei fundið inn á það
viðhorf að þú afkastaðir ekki nægi-
legu í heimilisins þágu, þegar þú varst
loksins komin heim á daginn?
Nei, aldrei. Ég þekki ekki neina
togstreitu út af verkefnum. Einar
hafði fullan skilning á því að ég
komst ekki yfir alla hluti og reyndi
eins og hann gat að hjálpa til, hverja
stund sem hann hafði, en hans
stundir voru bara ekki svo margar
að hann væri alltaf aflögufær. Mér
fínnst það undirstaðan og ekki síst í
sveit að hjón hjálpist að. Ef Einar
hefur tíma aflögu, þá hjálpar hann
mér inni við, hvort sem það er að
sinna börnunum eða vaska upp, og
þá á móti, ef eitthvaðsérstaklega er
mikið að gera úti, þá kem ég og
hjálpa til þar.
Nú höfum við konur verið að
berjast fyrir því að verða jafnokar
karlmanna, þ.e.a.s. að vera ekkert
„óæðra kyn”. Telur þú það raunhæfa
baráttu?
Þar sem reynir á vitsmuni ein-
göngu, stöndum við þeim fyllilega
jafnfætis, en frá náttúrunnar hendi
erum við ekki eins sterkbyggðar. En
ég álít að við höfum yfirburði á einu
sviði. Það er það hlutverk okkar að
ganga með börnin okkar og hafa
þau á brjósti. Þeir hafa enga mögu-
leika á að leika þetta eftir, hvað
mikið sem talað er um jafnrétti. Ég
held að í þessu hlutverki konunnar
fylgi viss fullnægja í sjálfu sér. Ef til
vill er það þess vegna sem konan
sækist ekki eftir að komast á
toppinn, hvorki í pólitík eða öðru.
Hún er einmitt sátt við þetta
hlutskipti sitt, og af því hún er sátt
þá þarf hún ekki á þessu framapoti
að halda.
Nú hafa konur yfírleitt mikið að
gera og kannski sérstaklega í dreif-
býlinu. Finns þér störf þeirra metin
að verðleikum?
Ef fólk býr saman í sátt og
samlyndi er með ólíkindum hvað
maður getur afrekað í starfi ef
maður er ánægður og fínnur að það
er metið sem maður er að gera. Það
er svo mikil lyftistöng. Hitt myndi
draga mann algjörlega niður og er
alveg dauðadómur í allri sambúð ef
maður finnur að verk manns eru
ekkert metin. Það er eins og að slíta
sér út í óþökk. Ég veit dæmi þess að
menn hafa notað hvert tækifæri til
að vera að heiman og þykir alveg
sjálfsagt að kopan sjái um búskap-
inn á meðan. Ég hef ekki heyrt um
að það hafi verið metið sérstaklega.
Þú ert í stjórn kvenfélagsins í
Seyluhreppi. Finnst þér gaman að
starf að félagsmálum?
Ég er búinn að vera ár í stjórn
kvenfélagsins. Þetta er þó nokkur
vinna ef á að stunda þetta samvisku-
samlega, og ég er meðmælt kven-
félögum. En þau væru ekki til ef þær
konur væru ekki til sem vildu leggja
á sig vinnu án þess að fá laun fyrir.
Annars er hugsanagangurinn of
mikið að verða sá að það sé ekki
hægt að gefa vinnuna sína. Það
verður að flokka hana niður í dag-
vinnu, eftirvinnu og næturvinnu.
En kvenfélögin hafa látið margt
gott af sér leiða. Það er gaman að
starfa með þeim og þetta er góður
félagsskapur.
Áttu einhver önnur áhugamál en
góðan búrekstur og gott uppeldi á
börnunum?
Það er alveg geysilega margt sem
ég á eftir að gera, þegar ég fæ tíma til
þess því áhugamálin eru mjög
mörg. En ég ætla að bíða eftir því að
strákarnir stækki svolítið meira.
Sem stendur er nóg að gera við
búskapinn, uppeldið og heimilis-
haldið. Einhverntíma hljóta rólegu
árin að koma og þá fer ég að ferðast,
lesa og gera svo margt, margt fleira
sem mig langar til. Ég hef t.d.
óskaplega gaman af því að vefa. Ég
hef líka mikinn áhuga áþvt að halda
til haga gömlum vinnubrögðum,
svo sem tóvinnu og að vinna úr
hrosshári og ýmislegt í þeim dúr
áður en þessi vinnubrögð deyja út.
Áhugann fékk ég í Kennaraskól-
anum, Þar var okkur boðið upp á
námskeið í þessum gömlu vinnu-
brögðum.
Segðu mér eitthvað um refarækt.
Já, refurinn er merkileg skepna.
Hann er svo trygglyndur í eðli sínu
að hann vill helst aðeins eina læðu
og sína fjölskyldu. Hann er ósköp
lítið fjöllyndur. Það er ekki reiknað
með að refur sinni meira en þremur
til íjórum læðum um pörunartím-
ann og það getur orðið tímafrekt að
láta það ganga fyrir sig þótt þær séu
ekki fleiri.
Hvað hafíð þið margar læður?
Þær eru um sjötíu en reftrnir eru
um 30. Trygglyndi refsins sést líka í
því hvað hann venst hirðinum og
verður órólegur ef ókunnugir koma
í húsið. Sérstaklega er það varasamt
þegar læðurnar eru búnar að gjóta,
það getur kostað ungann lífíð. Mér
finnast þessi dýr skemmtileg. Mig
rámar í orðtak sem er einhvern
veginn svona: „Trygglynd sem
tófa...” Fyrir þá sem hafa gaman af
dýrum á annað borð er ekkert
erfiðara að umgangast refi en önnur
dýr.
Hver heldur þú að sé mesti
kosturinn við að ala upp börn í sveit?
Ja, t.d. það að læra að vinna. Ég
held að sá maður verði aldrei ham-
ingjusamur sem lærir aldrei að
vinna. Lífið hlýtur að verða honum
óskapleg byrði. Vinnan er undir-
staðan fyrir hamingjusömu lífi.
Sambandið við náttúruna, dýr og
gróður er líka nauðsynlegur hlutur.
Þú drýgir nú tekjurnar með fleiru
en að vinna úr mjólkinni. Ertu ekki
með umsvifamikla matjurtaræktun?
Jú nokkuð. Við höfum bæði
áhuga á að rækta grænmeti. Einar
kom gróðurhúsinu upp og síðan
hefur það aðallega verið í minni
umsjón. Gróðurhúsið sér okkur
fyrir öllu grænmeti til heimilisins.
Er vinnudagurinn ekki langur með
öll Jiessi umsvif?
Eg fer á fætur ekki seinna en hálf
átta. Bóndinn fer á undan og hitar
vatn í katlinum og leggur á borðið
fyrir morgunverðinn áður en ég fer á
fætur. Hann er mjög sjálfbjarga í
heimilishaldinu. Þegar ég fór suður
til að kynna mér refarækt, en það er
mitt verk að sjá um refabúið, þá
voru hér 6 smiðir í vinnu og 11 til 12
manns í mat og Einar sá alveg um
heimilið þessa viku sem ég var í
burtu. Einn maðursérstaklega.sem
var hér þá, úr Reykjavík, dáðist
óskaplega að Einari. Eg kann mjög
vel að meta hvað hann er hjálplegur
innanhúss.
Ertu hestakona?
Ég get ekki hugsað mér neitt
skemmtilegra en útreiðar, en þær
verða að bíða betri tíma. Það er gott
að hafa eitthvað að hlakka til þegar
frístundirnar verða fleiri.
Ertu bjartsýn að eðlisfari?
Ég er bjartsýn á framtíðina. Það
var mér mikil gleði að flytja aftur á
bernskustöðvarnar og ómæld ánægja
fyrir synina að vera í nábýli við
ömmu og afa og sú ánægja er
gagnkvæm. Það fylgir því sérstakur
blær „að skreppa yfir í ömmubæ.”
Við látum þetta gott heita og
ljúkum úr kaffibollunum. Göngum
síðan í refabúið með broshýru hús-
móðurinni á Skörðugili til að taka
myndir af henni þar, vegna ein-
dreginna tilmæla afmælisbarnsins.
„Þar á að taka af henni myndir,”
segir hann og hlær stórum. í
refabúinu er verið að útbúa búr fyrir
minka, af fullum krafti, sem þau
ætla að bæta við sig.
Þvílík atorka og vinnugleði.
Að myndatöku lokinni rennum
við úr hlaði og á hugann leitar hvort
það sé ekki einmitt í samheldninni
og þessari gagnkvæmu virðingu sem
lífsgleðin sé fólgin, gleðin sem svo
margir leita að, langt yfír skammt.