Feykir


Feykir - 22.06.1983, Blaðsíða 2

Feykir - 22.06.1983, Blaðsíða 2
2 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna Fjórðungsmót norðlenskra hesta- manna verður haldið á Melgerð- ismelum í Eyjafirði dagana 30. júní til 3. júlí í sumar. Það eru hestamannafélög allt frá Hrúta- firði austur um til Þistilfjarðar, sem standa að mótinu. Hesta- menn úr þessum félögum sýna gæðinga sína á kynbóta- og gæðingasýningum mótsins, en öll fótfráustu kappreiðahross lands- ins reyna með sér á hlaupabraut- inni. Undanfarið hafa verið haldin úrtökumót til að velja gæðinga til keppni á fjórðungsmótinu og Þorkell Bjarnason hefur einnig farið um allt Norðurland og valið kynbótahrossin. Feykir hafði samband við Þorkell Bjarnason hrossarækt- arráðunaut og spurði hann um útkomuna úr ferðinni. Hann sagði að færri kynbótahross yrðu á fjórðungsmótinu en venjulega, sérstaklega þó stóð- hestar, sem verða ekki nema sjö. Er það þriðjipartur á við það sem verið hefur á fjórðungs- mótum. Þorkell sagði að skýr- ingin á þessu væri tvíþætt. Annars vegar að landsmót hefði verið haldið hér í fyrra og þá hefði Norðurland verið finkembt af stóðhestum. „Við sýnum ekki sömu hrossin strax árið eftir,” sagði hann. Hin skýringin er erfitt árferði. „Vorið hefur verið óvenjuslæmt og þá gefa bændur sér minni tíma til skemmti- búskapar eins og hestamennsk- an er.” Þorkell sagði ennfremur að sá fjöldi sem kæmist á fjórðungsmót að þessu sinni væri mjög svipað hlutfall af skoðuðum hrossum eins og undanfarin ár. Hryssurnar eru álíka margar og venjulega, eða 50 og 3 með afkvæmum. Sú nýbreytni var viðhöfð að þessu sinni að tveir menn ferðuðust um með Þorkeli og skoðuðu hrossin ásamt honum. Þessir tveir menn munu síðan verða í dómnefndinni á fjórð- ungsmótinu. Áður hafa við- komandi héraðsráðunautar skoð- að hrossin með Þorkeli Bjarna- syni. Þessir tveir eru Einar Höskuldsson á Mosfelli og Jón Trausti Steingrímsson búsettur í Reykjavík, en á í hrossabúinu á Vatnsleysu. Þorkell sagðist nokkuð ánægð ur með ferð sína, sér hefði komið á óvart sá mikli fjöldi af hrossum sem menn komu með til skoðunar á Norðurlandi. Kappreiðahross verða að ná ákveðnum lágmarkstímum til að hafa þátttökurétt á fjórð- ungsmótinu. Þau verða að hafa runnið 150 m skeið á 17 sek. og 250 m skeið á 26 sek. á keppnistímabilinu. Þá þurfahlaupa- hrossin að hafa stokkið 250 m á 21 sek., 350 m á 28 sek. og 800 m á 65 sek. Brokkarar verða að hafa 300 metrana á 39 sek. Á fjórðungsmótinu á Mel- gerðismelum verður lögð áhersla á unglingakeppnina, keppt verður í yngri og eldri flokki og fer keppnin fram á aðalvell- inum. Veður ræður miklu um hvern- ig svona mót tekst, en verði gott veður mótsdagana má búast við um 5 þúsund manns á mótið. Ef vel tekst til rís vísir að hesta- mannaþorpi á Melgerðismelum og verður lögð áhersla á að þorpsbúum geti þar liðið sem best. Mótshaldarar stefna að því að mótsgestir fái alla þá þjón- ustu sem þeir þurfa á að halda innan mótssvæðisins. M.a. verð- ur reist stórt þjónustutjald, þar sem í verður kjörbúð frá KEA, svo eitthvað sé nefnt. Héraðssýning Skagfirðinga á kynbótahrossum 35 hryssur komust í ættbók Dagana 10. og 11. júní s.l. var haldin á Vindheimamelum hér- aðssýning Skagfirðinga á kyn- bótahrossum. Mun færri stóð- hestar voru sýndir á mótinu en á undanförnum árum, alls voru 17 stóðhestar sýndir að þessu sinni en voru t.d. 30 árið 1978. Einar Gíslason á Skörðugili sagði í ávarpi við mótssetningu um þessa fækkun: „Vonandi sýnir þetta ekki að við séum að gefast upp á að temja stóðhesta, en þar megum við síst slaka á í ræktun.” Einn stóðhestur komst í ætt- bók og var hann sýndur í flokki 5 vetra. Það var Cesar Sörlason frá Dæli og fékk hann einkunn- ina 7.76. Eigandi Cesars er Stefanía Guðmundsdóttir. Önnur úrslit urðu , þessi í stóðhestasýningunni: í flokki 4ra vetra varð efstur Hrímfaxi Ringóson frá Hrafnagili með 7.56 í einkunn, en eigandi hans er Sveinn Jóhannsson á Varma- læk. Hrafn Þáttarson frá Ós- landi sigraði í fiokki 3ja vetra stóðhesta og fékk einkunnina 7.88. Jón Guðmundsson er eigandi Hrafns. Alls voru sýndar 25 hryssur í flokki 6 vetra og eldri ogfóru 18 af þeim í ættbók, efst varð Bárabrún frá Sauðárkróki með 8.01, eigandi er Sveinn Guð- mundsson. Þá voru dæmdar 15 hryssur 5 vetra og fóru 11 í ættbók. Efst varð Lögg frá Sauðárkróki með 7.91 stig, eigandi er Guðmundur Sveins- son. Af 4 vetra hryssum fóru 6 í ættbók, en sýndar voru 8. Efst varð Svarta frúin frá Álftagerði með 7.64 stig, eigandi hennar er Pétur Sigfússon. Alls voru sýnd- ar þrjár hryssur með afkvæmum og hlutu tvær þeirra fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Hlut- skörpust varð Nös frá Stokk- hólma með 7.85 stig fyrir afkvæmi, en Leifur Þórarinsson í Keldudal á hana. Árangur hefur farið batnandi með árunum í ræktun hryssa. Því til sönnunar má benda á að árið 1975 komust ekki nema 33% af sýndum hryssum í ættbók, en það hefur síðan farið stighækkandi og að þessu sinni komust tæp 73% þeirra í ætt- bók. Einar Gíslason á Skörðugili taldi að árangurinn á þessari sýningu væri mjög góður hvað hryssurnar varðar. í lokaorðum setningarávarps síns sagði Einar á Skörðugili: „Ef við við framtíðinni stöndum Feykir ÚTGEFANDI: FEYKIR HF. RITSTJÓRI: GUDBRANDUR MAGNÚSSON AOSETUR: AOALGATA 2, SAUOARKROKI. SlMI: 95/5757. STJÓRN FEYKIS HF.: HILMIR JÓHANNESSON, HJALMAR JÓNSSON, jón Asbergsson, JON F. HJARTARSON, sigurour Agústsson. ASKRIFTARVERÐ: 46 KR. A MANUOI. LAUSASOLUVERÐ: 25 KR GRUNNVERO AUGLÝSINGA: 65 KR. HVER DALKSENTIMETRI. ÚTGAFUTIÐNI: ANNAN HVERN MIÐVIKUDAG PRENTUN: DAGSPRENT HF. SETNING OG UMBROT: GUÐBRANDUR MAGNÚSSON. Um þessar mundir eru háværar raddirsem mxla gegn byggðastefnu og sífellt fleiri sunnanraddir taka undir þann söng. Reynt er með Iúmskum áróðri að setja samasem-merki milli byggðastefnu og spillingar. Byggðastefna er í sjálfu sér óskilgreind, nema í henni felst flutningur fjármagns (aftur) út á land í stað þess að nær öll fjárfesting landsmanna sé á suðvesturhorni landsins eins og var fyrir nokkrum árum. En það er með byggðastefnu eins og fleiri stefnur, að í nafni hennar hafa verið gerð afglapaleg mistök. Nefnd hafa verið dæmi um fáránleg fyrirtæki sem hefur verið komið upp, en hafa gert meiri skaða en gagn á heimaslóðum. Slík dæmi eru reyndar mjög fá og eru flestum kunn, því þau eru nú notuð af andstæðingum byggðastefnu til að koma höggi á hana í heild sinni. Síðasta dæmið um hvernig ráðist er á alla byggðastefnu með einu dæmi um mistök í framkvæmd hennar er að finna á siðum Helgarpóstsins. I leiðara þessa Reykjavíkurblaðs fær landsbyggðarfólk kaldar kveðjur. Látið er í veðri vaka að byggðastefna felist í því að aðstoða við atvinnuuppbyggingu í „afskekkt- um héruðum”, eins og það heitir á reykvísku. Trúlega er allt það sem er handan Ártúnsbrekkunnar „afskekkt héruð” í huga þeirra sem skrifa leiðara Helgarpóstsins. í þessum leiðara var t.d. fullyrt að byggðastefna, eins og hún hefur verið rekinn á Islandi undanfarin ár hafí þveröfug áhrif miðað við það sem ætlunin var að gera. Svona skrif lýsa ótrúlegri fáfræði um hag fólksins í landinu og hvernig atvinnuástand hefur víða gjörbreyst til batnaðar, vegna þess að fjármagn hefur síðustu árin átt greiðari leið út á land en áður. íbúar alls landsins eiga að hafa sama rétt - það heldur því vonandi enginn fram að þjóðinn eigi að skiptast í gæðaflokka eftir búsetu, þannig að allir sem búa á Reykjavíkursvæðinu lendi ístjörnuflokki.en því fjær sem dragi frá Reykjavík falli menn í mati. Byggðastefna felst ekki í Hólmadröngum, heldur fyrirtækjum sem skila arði og veita fólki vinnu, og þannig hefur byggðastefnan birst okkur sem úti á landi búum. íbúar á Norðurlandi vestra vita manna best hve margt hefur breyst fyrir tilstuðlan byggðastefnu. Tekist hefur að mestu að koma í veg fyrir árstíðabundið atvinnuleysi og nú loks höfum við sömu tækifæri til framhaldsnáms og aðrir landsmenn. Umfram allt hefur bjartsýni og framfarahugur náð að festa rætur. Við höfum þurft að berjast gegn þeim öflum sem vilja öll ný fyrirtæki staðsett á Suðurlandi, en unnið sigur. Steinullarverksmiðjan, sem reist verður á Sauðárkróki, á eftir að skila þjóðinni allri arði áður en langt um líður. Af hverju er slíkt fyrirtæki ekki tekið til umfjöllunar í Helgarpósti Artúnsbrekkumanna? Af hverju eru mistökin jiefuð uppi og þau svo notuð í áróðri gegn byggðastefnu? Feykir svarar því: Vcgna þess að tilgangurinn helgar meðalið. Það hafa alltaf verið til menn sem líta á landsbyggðina sem „afskekkt hérað” sem veita má ölmusu þegar þjóðarbúið stendur vcl, en á samdráttartímum megi drabbast. Nú láta þessir menn heyra í sér, vegna þess að þeir halda að nú sé þeirra tími runninn upp. Þeir hafa yflr að ráða öflugum fjölmiðlum, öll dagblöðin eru gefln út í Reykjavík, þar er útvarpið og sjónvarpið. Rikis- fjölmiðlarnir eru þeir sterkustu og geta jafnframt verið þeir hættulegustu vegna þess að þeim er fyrst og fremst stjórnað af duttlungum þeirra sem þar vinna. Sú aðför að byggðastefnunni sem í uppsiglingu er, er tilkomin vegna samdráttar i þjóðfélaginu. Við þurfum öll að minnka við okkur, það er Ijóst, en þeir eru greinilega til sem vilja halda sínu en láta landsbyggðarfólk taka á sig samdráttinn. Þeir skrifa m.a. leiðara Helgarpóstsins. Að mörgu þarf að hyggja þegar hrossin eru dœmd. sem einn maður í þessum málum, þá er okkur borgið, en ef við kljúfum þessa heild þá spái ég því að framfarir þær sem hér eru núna í hrossarækt car freistingar ÞeSeSrutil Þess 3 fyrir ÞeirT1 vi6 Mjólkursamlag Skagfirðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.