Feykir - 16.11.1983, Qupperneq 1
Miðvikudagur 16. nóvember 1983 - 23. tbl.
Feykir bœtir fréttaþjónustuna
BLAÐAMAÐUR í HÚNAÞINGI
Fréttaþjónusta Feykis í Húna-
vatnssýslum mun á næstunni
aukast verulega, og hefur nú
verið ráðinn blaðamaðurí hluta-
starf til að sinna því. Það er
Magnús Ólafsson á Sveinsstöð-
um, en hann hefur verið í einni
ritnefnd blaðsins frá upphafi.
Blaðamaður Feykis í Húna-
vatnssýslum mun verða tengi-
liður ritnefndanna á Hvamms-
tanga, Blönduósi og á Skaga-
strönd.
A þessu ári hefur Feykir bætt
stöðu sína verulega hér á Norð-
Skrifað undir samninga Steinullarfélagsins hf og Partek
vesturlandi og framundan er
frekari sókn, þegar útgáfan
verður aukin í vor um helming
og blaðinu breytt í vikublað.
Liður í þessari sókn er aukin
fréttaþjónusta við Húnavatns-
sýslur. Ritstjómarskrifstofa blaðs-
ins er staðsett á Sauðárkróki, og
af þeim sökum hefur e.t.v. efni
frá Skagafirði og Sauðárkróki
verið meira áberandi í Feyki en
efni úr Húnaþingi. Með ráðn-
ingu sérstaks blaðamanns í
hlutastarf í Húnaþingi vill blað-
ið koma á meira jafnvægi í
fréttaflutningi og styrkja stöðu
sína á öllum vígstöðvum áður en
ráðist verður í vikulega útgáfu.
Magnús Ólafsson starfaði um
árabil sem blaðamaður á einu
dagblaðanna í Reykjavík og
kann því starfið til hlýtar. Hann
mun sinna blaðamannsstarfi
fyrir Feyki a.m.k. fram á vorið,
en þá verður staðan metin upp á
nýtt og möguleikar kannaðir
með tilliti til þeirrar reynslu sem
þá verður komin á þessa til-
högun.
Magnús tekur til starfa um
þessar mundir og í næsta blaði
mun í fyrsta sinn birtast efni frá
sérstökum blaðamanni Feykis í
Húnavatnssýslum.
Gífurleg
þrengsli eru í
Grunnskólanum
á Hvammstanga
Stærsta verkefni sem unnið
hefur verið að í sumar á
Hvammstanga á vegum
hreppsins var við grunn-
skólahúsið. Núverandi hús-
næði skólans er rúmlega
fjórðungur þess sem það
ætti að vera samkvæmt
reglum menntamálaráðu-
neytis, miðað við nemenda-
fjölda. Gífurleg þrengsli og
aðstöðuleysi er í skólanum,
þó hluti kennslunnar fari
fram i Félagsheimilinu. Við-
byggingin, sem er tveggja
hæða með þriðju hæð í
rislofti, eru tæpir þúsund
fermetrar.
I október var lokið við að
steypa húsið upp og verður
þar numið staðar í ár.
Framkvæmdakostnaður
verður nálægt 4 millj. króna,
fjárveiting ríkisins var 1,1
millj. kr.
Verktakar voru Samein-
aðir verktakar sf. á Hvamms-
tanga.
Finnar eiga 12% hlutafíár
Finnska stórfyrirtækið Partek
verður hluthafi í Steinullarfé-
laginu hf og nemur eignaraðild
þess um 12% af hlutafé. Þann 3.
nóvember sl. var skrifað undir
samninga Steinullarfélagsins og
Partek á Sauðárkróki um eignar-
aðildina, en einnig um vélakaup.
Steinullarfélagið tekur lán í
Finnlandi til vélakaupanna sem
nemur um 85% af andvirði
vélanna, en þetta lán útvegar
Partek og ábyrgist viðskipta-
banki fyrirtækisins lánið. Vél-
arnar, sem keyptar verða í
Finnlandi, kosta um 80 milljónir
ísl. króna.
Viðstaddir undirritun samn-
inga voru fulltrúar Partek, finnski
sendiherrann á íslandi, stjórnar-
menn Steinullarfélagsins og fleiri
sem málinu tengjast og unnið
hafa að því á undanförnum árum.
Þorsteinn Þorsteinson, fram-
kvæmdastjóri Steinullarfélags-
ins, sagði í samtali við Feyki að
þær vélar sem keyptar væru af
Partek væru meginhluti véla-
samstæðu verksmiðjunnar, nema
bræðsluofninn, sem kemur til
með að kosta um 20 milljónir.
Þannig munu vélarnar allar
kosta rétt um 100 milljónir.
Viðræður standa yfir við Elkem í
Noregi um kaup á ofni.
Partek er stórt fyrirtæki á
sviði byggingaiðnaðar, það velti
um 1800 milljónum finnskra
marka á síðasta ári. Hjá fyrir-
tækinu vinna um 6200 manns í
fjórum steinullarverksmiðjum,
einni glerullarvericsmiðju og tveim-
ur sementsverksmiðjum, sem
framleiða í kring um milljón
tonn af sementi á ári.
Þorsteinn sagði ennfremur:
„Partek verður með um 8
milljónir í hlutafé, sem er um
12% af heildarhlutafénu. Þeir
munu væntanlega fá einn full-
trúa í stjórn fyrirtækisins, sem
verður trúlega sérfræðingur úr
steinullarframleiðslunni hjá þeim.
Það finnst okkur mjögjákvætt.”
Nýlega, á framhaldsaðalfundi
Steinullarfélagsins hf, var á-
kveðið að Samband íslenskra
samvinnufélaga sæi um dreif-
ingu á framleiðslu steinullar-
verksmiðjunnar alls staðar nema
á höfuðborgarsvæðinu. Búið er
að ganga frá samningi þar að
lútandi, þó eftir sé að undirrita
hann, en ólokið er að ganga frá
nokkrum lögfræðilegum atrið-
um. í atkvæðagreiðslu í stjóm-
inni um dreifingarsamninginn
sat fulltrúi fjármálaráðuneytis-
ins hjá, en aðrir greiddu samn-
ingnum atkvæði. Sambandið og
Kaupfélag Skagfirðinga gerðu
dreifmgarsamning þennan að
skilyrði fyrir þátttöku sinni í
félaginu, og eiga þeir nú 24%
hlutafjár. Sem kunnugt er hafði
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra lýst andstöðu sinni við
þennan samning og óttuðust
margir að það kynni að setja
strik í reikninginn, jafnvel að
nkið drægi sig út úr fyrirtækinu.
Á síðustu stundu tókst að koma
í veg fyrir það og er fé á
lánsfjáráætlun ríkisins nú ætlað
til steinullarverksmiðjunnar. Um
tildrög þess að afstaða Alberts
breyttist er Feyki ekki kunnugt í
smáatriðum, en ljóst er að hann
var beittur miklum þrýstingi af
samflokksmönnum sínum, s.s.
Eyjólfí Konráði Jónssyni, en
ekki síst mun Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra hafa
beitt sér.
Jarðvegsframkvæmdir eru
hafnar á lóð Steinullarfélagsins
hf á Eyri, en Króksverk hf var
með lægsta tilboðið í það verk og
vinnur það. Tilboð þeirra var
um 40% af kostnaðaráætlun.
„í vetur verður unnið að
hönnun bygginga og útboð á
þeim munu verða seinni hluta
vetrar. Stefnt er að því að
byggingaframkvæmdir geti haf-
ist í maí eða júni á næsta ári.
Afgreiðslufrestur á vélunum er
tólf mánuðir, þannig að þær
geta verið tilbúnar í nóvember
og uppsetning á þeim hefst
væntanlega í ársbyrjun 1985,”
sagði Þcrsteinn Þorsteinsson
framkvæmdastjóri Steinullarfé-
lagsins.
Héraðsfundur Skagafjarðarprófastsdæmis
Héraðsfundur Skagafjarðarpró-
fastsdæmis var haldinn á Hofs-
ósi 6. nóvember. Hófst hann
með guðsþjónustu, þar sem séra
Olafur Þór Hallgrímsson pre-
dikaði en prófastur og prestar
prófastsdæmisins þjónuðu fyrir
altari.
Að afloknu kirkjukaffi í Höfða-
borg í boði sóknarnefnda Hofs-
og Hofsóskirkju flutti séra Hjálm-
ar Jónsson prófastur yfirlits-
ræðu sína. Hann fór í upphafi
nokkrum orðum um 500 ára
afmæli siðbótarmannsins Mar-
teins Lúthers og gildi siðbótar
hans fyrir kirkju og þjóðlíf.
Sagði hann að minningin um
Lúther skyldi verða kirkju og
söfnuði hvatning til aukins og
fjölbreyttara safnaðarstarfs.
Prófastur gat síðan um það
helsta sem gerst hafði í prófasts-
dæminu frá síðasta héraðsfundi.
Prestaskipti hafa orðið á Mæli-
felli, séra Ágúst Sigurðsson
tekið við starfi sendiráðsprests í
Kaupmannahöfn en íjians stað
hafði komið séra Olafur Þ.
Hallgrímsson.
Messum í prófastsdæminu
hefur fjölgað um 58 frá árinu
áður, voru nú 309 en árið áður
251. Kvaðst prófastur vona að
áhugi á safnaðarstarfi færi að
sama skapi vaxandi.
1.-3. júlí var haldið leik-
mannanámskeið á Hólum. Þar
var fjallað um samstarf presta
og starfsmanna safnaðanna. Var
námskeiðið vel sótt. Hólafélagið
hélt aðalfund sinn 3. júlí. Stjórn
þess baðst undan endurkjöri og
var því ný kosin í hennar stað.
Hólahátíð var á venjulegum
tíma um 17. sumarhelgi. Þar
söng í fyrsta skipti kór Hóla-
dómkirkju undir stjórn organ-
ista kirkjunnar, frú Önnu Ein-
arsdóttur á Hóíum.
Endurvígð var kirkjan á Sjáv-
arborg 21. ágúst í sumar en hún
hefur verið endurbætt á vegum
Þjóðminjasafns íslands og er í
eigu þess.
Þá ræddi prófastur um fjöl-
breytt safnaðarstarf kirkjunnar
á Löngumýri. Kvað hann í
undirbúningi lagasetningu um
það, að starfsmaður yrði þar
launaður úr ríkissjóði. Hefðu
þingmenn kjördæmisins verið
stuðningsmenn þessa, enda þeim
kunnugt um fræðslu- og félags-
starf kirkjunnar þar. Mætti þar
nefna umfangsmikið starf fyrir
aldraða, fermingarfræðslu, org-
anista- og söngmót, æskulýðs-
mót o.m.fl. sem skili sér í
öflugra safnaðarstarfí.
Hafin er endurbygging Hofs-
staðakirkju undir stjórn dug-
mikillar sóknarnefndar þar. Þá
kom fram að prófastur hafði
Framhald á bls. 6.