Feykir


Feykir - 16.11.1983, Síða 4

Feykir - 16.11.1983, Síða 4
4 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Skólaheimili á Egilsá fyrir þroskahefta Hjálp tíl sjálfsbjargar Fyrir um mánuði tók til starfa á Egilsá í Skagafirði skólaheimili fyrir þroskahefta. Þar starfa undir sama þaki fimm leiðbein- endur eða kennarar og sex nemendur á mismunandi þroskastigi og aldri. Uppbygging og form þess starfs sem fram fer á Egilsá er með nokkrum öðrum hætti en tíðkast hefur til þessa um sambærilegar stofnanir hér á landi. Starfsfólkið býr á stofnuninni ásamt sínum eigin börnum. Jón Dýrfjörð, formaður félagsins Þroskahjálp á Norð- urlandi vestra, orðaði þetta svo á fundi sem haldinn var fram á Egilisá s.l. föstudag til kynningar á heimilinu: „Þetta hlýtur á allan hátt að vera þroskandi fyrir alla sem hér búa. Fyrst og fremst fyrir þá þroskaheftu, sem hér fá kennslu, uppörvun og leiðbeiningu, eru samvistum með heilbrigðum börnum, sem aftur á móti læra að umgangast þroskahefta. Loks er ég þess fullviss að starfsfólkið þroskast enn frekar á þessu nána sambýli.” Alltaf virðist þurfa að glíma við ákveðna fordóma þegar stofnanir þroska- heftra eru annars vegar. Það er eins og þau séu litin sömu augum og óhreinu börnin hennar Evu, sem átti að fela fyrir augliti Drottins. Margir mikla fyrir sér þann kostnað sem hlýst af uppbyggingu menntastofnana fyrir þroskahefta, sér- staklega ef þeim fjármunum er beint út fyrir borgarmörk Reykjavíkur. Jón Dýr- fjörð segir: „Ég á ekki að þurfa að minna á það að enginn hefur valið sér það hlutskipti að vera þroskaheftur eða að vera foreldri þroskahefts einstaklings, það á enginn kost á að hafna því sem náttúran velur. Þess vegna reynum við að bera okkar hlutskipti en lítum svo á að það sé skylda þjóðfélagsins að taka þátt í því með okkur.” Þetta virðist ekki stór krafa, þegar þess er gætt að þjóðfélagið tekur sameiginlega á sig menntun heil- brigðra barna. Spumingin sem vaknar er því sú hvort aðeins heilbrigðir skulu njóta menntunar, svo þeir komist til einhvers þroska. Þeirri spumingu ættu þeir að velta fyrir sér sem fínnst of miklum fjármunum varið til málefna þroska- heftra. Nýlega birtist grein í Akureyrarblaðinu íslendingi undir fyrirsögninni „Þroska; heftir settir í „einangrun” á Egilsá”. í þessari grein er það miklað að Egilsá sé í afdal eða „eins langt frá þéttbýli og hugsast getur” eins og Halldór Halldórs- son ritstjóri íslendings segir í grein sinni. Er einnig vitnað til þess að þessi ráðstöfun hafi verið gagnrýnd á ráðstefnu lands- samtaka Þroskahjálpar. # Hver var þá einangraður? Vegna þessara skrifa íslendings barst kynningarfundinum s.l. föstudag bréf frá foreldrum þroskahefts barns sem dvelur nú á Egilsá og þar sem bréfið segir í raun og veru allt sem segja þarf er það birt hér orðrétt: „Við undirrituð teljum okkur ekki eiga „bamgengt” á Egilsá, heldur lánsöm að hafa fengið tækifæri til að koma dóttur okkur inn á gott heimili þar sem „foreldrar” eru frábærir kennarar með góða starfsreynslu og þekkingu á hvernig þau geta hjálpað dóttur okkar til að ná þeim þroska sem hún getur hugsanlega náð með sérkennslu sem hún einmittfærá heimili eins og Egilsá. Egilsá er ekki aðeins skóli frá 8-4, heldur frá því börnin vakna og þar til þau sofna á kvöldin. Þetta virðist frekar langur skóladagur en þá er þess að geta að ekkert venjulegt skólaálag er á börnunum, heldur álag sem hver og einn þolir. Húsið er afskekkt og má kannski líta á það sem slíkt, en hvar húsið er staðsett skiptir í raun engu máli, það er andinn þar inni sem er alls ekki einangraður. Allir þar, jafnt nem- endur sem kennarar eru í fullu sambandi við umheiminn. Dóttir okkar fer t.d. í skóla í Varmahlíð daglega, sækir dans- kennslu og diskótek og eru í raun og veru sömu aðstæður hjá henni þar og hér heima á Siglufirði. Vegalengdin sýnist löng frá Egilsá að Varmahlíð á hverjum degi, en er þó mun minni fyrir dóttur okkar að fara en þegar hún var í Öskuhlíðarskóla (í Reykjavík) og var sótt heim á fósturheimili á hverjum degi og varð svo að fara rúnt um Reykjavík meðan verið var að smala fleirum í bílinn sem þurfa að fara í sama skóla. Þá fór hún einnig til Reykjavíkur snemma í sept- ember og kom ekki heim fyrr en í desember. Hver var þá einangraður frá heimili sínu? okkur er spurn. í stuttu máli finnst okkur vítavert ábyrgðarleysi að rægja Egilsá, án þess að kanna alla málavöxtu. Það gerir okkur ekkert til sem eigum börn á Egilsá því við vitum nákvæmlega hvað við erum að gera. Við vitum að það er ekki barninu fyrir bestu að halda því heima þar sem það í rauninni fær sáralítið við sitt hæfi og er einangrað frá jafnöldrum sínum vegna þess að það er öðruvísi. Við viljum gefa barninu tækifæri við sitt hæfi sem í þessu tilfelli er rétt við nefið á okkur, í samanburði við Reykjavík og jafnhliða því að hljóta bestu umönnun og reynslu, vera í nánu sambandi við okkur foreldrana með því að koma reglulega í helgarfrí.” Og í lok bréfsins segja foreldrarnir: „Við erum innilega þakklát fyrir þetta tækifæri á Egilsá og þakklát þessu fólki sem þar dyelst nánast af hugsjón eingöngu til að hjálpa þeim sex einstakl- ingum til betra lífs.” Foreldrar þeirra barna sem dveljast á Egilsá hafa tekið mikinn þátt í uppbygg- ingu þar, í sumar komu nokkrir þeirra til að hjálpa til við að gera þær endurbætur á húsinu sem þurfti að framkvæma. # Fram að þessu hefur fólk þurft að flytja suður Þörfin fyrir skólaheimili fyrir þroska- hefta er brýn hér á Norðurlandi vestra og eftir því sem Bjarni Hellemann sálfræð- ingur á fræðsluskrifstofu umdæmisins segir, þá eru 15 böm sem þyrftu á svona vistun að halda. Með tilkomu heimilisins á Egilsá er þvíhelmingurvandans leystur. En hinu má ekki gleyma að foreldrar þroskaheftra barna hér um slóðir hafa neyðst til að slíta sig frá vinum og kunningum, vinnu og félagslífi og flytja suður til Reykjavíkur þar sem þjónustu fyrir þroskahefta hefur verið að fá. Frá árinu 1979 hafa sex fjölskyldur flutt af þessum orsökum m.a. Þar að auki eru níu börn sem foreldrarnir hafa þurft að senda frá sér til að þau geti notið menntunar og þjálfunar. Þeir sem dvelja á Egilsá eru þar til skamms tíma. Þetta er ekki hugsað sem þeirra framtíðarheimili, heldur að nem- endurnir fari aftur til sinna heimahaga hæfari en áður til að glíma við raunveru- leikann. Sumir þeirra munu væntanlega fara á sambýli þroskaheftra, sem ætlunin er að koma á fót á næstunni. Þar sjá þeir að mestu um sig sjálfir, að vísu með aðstoð. Egilsá er leigð til fimm ára og að sögn Guðmundar Inga Leifssonar fræðslu- stjóra Norðurlandsumdæmis vestra verð- ur að þeim tíma loknum vonandi búið að útbúa aðstöðu í beinum tengslum við skólann í Varmahlíð sem tæki við hlutverki Egilsárheimilisins. Guðmundur Ingi var spurður um aðdraganda þess að heimilinu á Egilsá var komið á fót. „Þegar ég tók við starfi fræðslustjóra fyrir rúmi ári síðan var þessi umræða í gangi meðal starfsfólksins hjá ráðgjafa- þjónustinni á fræðsluskrifstofunni á Blönduósi, að það þyrfti nauðsynlega að gera eitthvað fyrir þau þroskaheftu börn sem væru í almennu skólunum. Þarfengu þau ekki verkefni og þjálfun við sitt hæfi vegna þess að kennararnir eru ekki þjálfaðir til þess að kenna þroskaheftum og hafa heldur ekki tíma eða aðstöðu til að sinna þeim. Ýmsir möguleikar voru kannaðir og þetta varð ofan á, að leigja Egilsá. Þar að auki bauðst starfsfólk sem taldi sig geta unnið við þessi skilyrði sem hér eru.” Guðmundur L. Friðfinnsson eigandi Egilsár sýndi strax mikinn áhuga á því að þar yrði starfrækt þetta heimili fyrir þroskahefta, en á Egilsá hefur verið rekið sumaidvalarheimili fyrir börn í mörg ár, þó ekki hin síðustu. Þar er því öll aðstaða til reksturs stór-heimilis með ágætum. Guðmundur L. Friðfinnsson býr í elsta hluta hússins og sýnir starfseminni á allan hátt mikinn hlýhug. Það er nokkuð ljóst að starfsemin á Egilsá stendur og fellur með því starfs- fólki sem þar er núna. Þau voru spurð álits á því hvort þau héldu að þau myndu ílendast hér. „Við höfum öll unnið í störfum tengdum málefnum þroskaheftra í Reykja- vík. Okkar afstaða er sú að eins og þessar hefðbundnu stofnanir eru reknar, þá séu þær ekki heppilegar. Þetta form sem er á starfinu hér er það form sem við viljum vinna við, en það er krefjandi ogerfitt. En við gerum okkur grein fyrir því og vitum að hverju við göngum. Við höfum sett okkur að starfa hér í tvö ár og gera þetta þá upp og athuga hvort þetta sé besta lausnin, eða hvort aðrar betri leiðir séu færar.” # Meira samneyti við heilbrígða Það hefur verið rætt um að bömin á Egilsá séu þar í „einangrun”, en þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að þau þroskaheftu börn sem þar dveljast, eru í meira samneyti við heilbrigð börn en t.d. þau sem eru í Öskuhlíðarskólanum í Reykjavík, sem er sérskóli fyrir þroska- hefta. Börnin á Egilsá stunda sitt nám í grunnskólanum í Varmahlíð, taka þátt í félagslífi og samlagast að flestu leyti öðrum nemendum skólans. Einn starfs- manna á Egilsá kemur inn í þann bekk sem sá þroskahefti er í til að aðstoða við kennsluna. Ekki bara til að sinna þessu eina barni, heldur skipta kennararnir með sér verkum og kennslan er þannig samvinna sérkennara og almenns kenn- ara. Starfsfólkið á Egilsá kemur úr Reykja- vík og þess vegna var gaman að heyra hve illa það tekur því að tala um Egilsá sem afskekktan stað. Minntu þau á að þau gætu t.d. verið einangraðri í Breiðholti heldur en hér á Egilsá. Þau eru daglega starfandi í Varmahlíð og smám saman mynda þau tengsl við fólkið í sveitinni. A.m.k. var það eitt af hversdags- vandamálunum nú um daginn hvernig ætti að haga vinnunni svo allir kæmust í merkisafmæli á bæ í grenndini.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.