Feykir


Feykir - 16.11.1983, Page 7

Feykir - 16.11.1983, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 FEYKIR 7 Hvað er virkjunarkostnaður og hvað ekki? ■ Iðnaðarráðherra telur „aukakostnað” vegna Blönduvirkjunar vera 237 milljónir króna, eða 7,9% af virkjunarkostnaði. ■Þingmenn telja um hehning þessa „auka- kostnaðar” ekki koma bótum til bænda við. Nokkrar umræður urðu á Alþingi nýlega um kostnað tengdan Blöndu- virkjun. Eiður Guðnason þing- maður Alþýðuflokksins spurði þriggja spurninga, svohljóðandi: 1. Hverju nemur virkjunarkostn- aður við framkvæmdir sem átt hafa sér stað í tengslum við virkjun Blöndu, en eru í raun í þágu bænda og landeigenda á svæðinu? Til nánari skýringar skal getið að hér er átt við ræktun, jarðakaup, bygging- ar fjárhúsa og gangnamannakofa, vegagerð og annað af þeim toga sem framkvæmt hefur verið. 2. Hvaða aðilar hafa fengið greiðslur og hve mikið hefur komið í hlut hvers? 3. Hvaða aðilar munu fágreiðslur vegna sölu vatnsréttinda? Þar sem hér er um mál að ræða sem snertir marga á Norðurlandi vestra, sérstaklega þó bændur, þá þykir rétt að Feykir geri þessu máli ýtarleg skil með birtingu svars iðnaðarráðherra og athugasemda þeirra þingmanna kjördæmisins sem gerðu athugasemdir við svörin á Alþingi. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra svaraði fyrirspurninni á eftirfarandi hátt: „Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun, sem er virkjunaraðili Blönduvirkjunar, hefur kostnaður skv. lið 1 orðið sem hér segir - þetta er kostnaður skv. samningi RARIK við hreppsnefndir á Blöndusvæðinu um virkjun Blöndu, dags 15. mars 1982: A árinu 1981 fellur til kostnaður vegna uppgræðslu 617 þúsund og vegna samningsgerðar og samráðs- nefndar 459 þúsund. Arið 1982 fellur til kostnaður sem hér segir: Uppgræðsla 872 þúsund, girðingar 195 þúsund, heiðavegir 2.7 millj- ónir, gangnamannaskálar 50 þús- und, samningsgerð og samráðs- nefnd 466 þúsund. A árinu 1983 fram til september er kostnaður sem hér segir: Uppgræðsla 4 millj. 951 þúsund, girðingar 111 þúsund, heiðavegir 4 milljónir 698 þúsund, gangamannaskálar 130 þúsund og samningsgerð 33 þúsund. Samtals erumaðræðaáárinu 1981 1 milljón 76 þúsund, á árinu 1982 4 milljónir 283 þúsund og fram til september í ár 9 milljónir 923 þúsund. Annar kostnaður sem spurt er um og ekki telst til eiginlegs virkjunar- kostnaðar, þ.e. kaup á Eiðsstöðum, bygging á fjárhúsi, hlöðu o.fl., svo og kostnaður við veiðimál, nam á árinu 1981 197 þús., á árinu 1982 1 millj. 539 þús. og í ár fram til september 5 millj. 948 þús. kr. Samtals er framantalinn kostn- aður þeirra liða sem tilheyra lið 1 í fyrirspurn þessi: Árið 1981 1 millj. 273 þús., 1982 5 millj. 822 þús. ogtil september í ár 15 millj. 871 þús. eða samtals öll árin 22 millj. 966 þús., tæpar 23 milljónir. Sem svar við lið 2 skal upplýst að RARIK hafði umsjón með öllum framkvæmdum við Blönduvirkjun til ársloka 1982. Sundurgreining á kostnaði RARIK árið 1981 og 1982 hefur ekki borist, en hér er um mjög lágar upphæðir að tefla. Sundur- greining á kostnaði frá Landsvirkj- un, sem fallið hefur í janúar til september 1983 skiptist hins vegará all marga viðtakendur, þarsem þeir helstu eru: Áburðarverksmiðja rík- isins, Landgræðsla ríkisins, Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins, svo og nokkrir einstaklingar, verktak- ar, kaupfélög o.s.frv. Lista þennan hef ég undir höndum, ef fyrir- spyrjandi eða aðrir vilja kynna sér hann, en að öðru leyti tel égekki rétt að lesa upp einstakar greiðsl- ur, sem nema allt frá 2 þús. kr. og upp í hærri fjárhæðir. Varðandi 3. lið fyrirspurnarinnar um vatnsréttindin, liggur ekkert fyrir enn sem komið er um hverir munu fá greiðslur vegna vatnsrétt- inda í Blöndu. Þetta er hið beina svar eftir spurninganna hljóðan, en ég geri ráð fyrir að þetta svar þyki of magurt svar, miðað við aðrar upplýsingar sem í málinu hafa komið fram áður, og vil því bæta við nokkrum upplýsingum frekari. Á áætlunum hönnuða um kostn- að við virkjanir hérlendis er að sjálfsögðu talinn allur beinn kostn- aður við framkvæmd verks, ásamt þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er á virkunarstað, svo sem vegagerð, vinnusvæði og húsnæði alls konar með tilheyrandi þjónustuútbúnaði. Þá er og talinn kostnaður af rannsóknum, hönnun og öðrum slíkum undirbúningi, umsjónar- og stjórnunarkostnaður eigenda og loks fjármagnskostnaður. Ótalinn er hins vegar ýmis kostnaður sem hönnuði skortir forsendur til að meta. Þar til má telja greiðslur eða aðrar bætur fyrir landspjöll, vatns- réttindi, efnistöku, röskun á veiði og kostnað við jarðakaup. Enn fremur má þar til telja kostnað við vegagerð að virkjunarsvæði. Eðli- legt er í flestum tilvikum að sá kostnaður greiðist af almennu vega- fé, en virkjunaraðili neyðist oft og tíðum til að taka hann á sig. Hið sama gildir einnig um flutningslínur fyrir vinnurafmagn og símateng- ingu. Slíkur aukakostnaður fellur alltaf að einhverju leyti á hverja virkjun, en nokkur munur getur verið á hversu þungt hann vegur.^ið Blönduvirkjun veldur miklu að bæta þarf gróið land, sem fer undir vatn í ofsetnum afréttum, og að vegir að virkjunarsvæðinu eru lé- legir þótt í byggð séu. Árið 1982 var undirritaðursamn- ingur milli virkjunaraðila og þeirra sex hreppa sem teljast eigendur Auðkúluheiðar og Eyvindarstaða- heiðar. Með þessum samningi fékkst heimild til að gera miðlunarlón og vatnsvegi virkjunar í þessum heiða- löndum. Á móti skyldu komabætur með fernum hætti: í fyrsta lagi uppgræðsla í stað gróðurlands sem tapast og jafngildi þess að landkostum. í öðru lagi vegagerð til þess að auðvelda umferð um afréttina ogþæta röskun á hagagöngu búfjár. í þriðja lagi girðingar til þess að forðast röskun á hagagöngu af völdum virkjunar. I fjórða lagi gangnamannaskálar. Einn- skála þarf að stækka vegna breyttrar notkunar afréttarins og færa eða endurbyggja tvo aðra. I nóvember 1981, meðan samn- ingurinn var í undirbúningi, var reynt að meta kostnað við lið 1-3, uppgræðsluna, vegagerðina og girð- ingarnar, en hinn fjórði var þá ekki í samningsdrögum. Samtals nam á- ætlun þá nær 50 millj. kr., en framreiknaður til verðlags í sumar með vísitölu byggingarkostnaðar 207 nemur sá kostnaður 127.4 millj. kr. Um uppgræðsluna er það að segja, að framreiknaður til verðlags 1983 nemur áfallinn kostnaður alls 8.9 millj. kr. Með uppgræðslunni í sumar hefur fengist mun betri viðmiðun en áður um kostnaðinn. Samkvæmt því áætlast kostnaður við það sem á vantar, þrjú þúsund hektara, um 61 millj. kr. Til stofnkostnaðar reiknast enn fremur áburðargjöf í fjögur ár. Samtals verður þá kostnaður við uppgræðslu á verðlagi þessa árs 69.9 millj. kr. eða 2.3% af virkjunarkostnaði. Upphafleg áætlun, sem byggð var á minni athöfnum árið 1981, var mun hærri. Um heiðavegi er það að segja, að árið 1982 voru lagðir 17 km af vegum auk smálagfæringa og byggð 1 ein brú. A þessu ári er nú lokið við tæplega 70 km, en áætluð viðbót á árinu er 10-15 km. Lokið er einnj brú og önnur er í smíðum. í upphaflegri áætlun var reiknað með 130 km af vegum, en sagt, „líklegra að vantalið sé”, en afmörkun í samningi er mjög óljós. Samkvæmt þeirri afmörkun sem þegar er orðin og þeim hugmyndum sem heima- menn hafa lýst um óunna vegi virðist heildarlengdin verða nálægt 200 km. Þar á móti kemur að kostnaður hefur í sumar reynst mun minni á hvern km en áætlað var í upphafi. í fyrra var kostnaður 2.7 millj. kr., sem samsvarar um 4.9 millj. á verðlagi þessa árs. Á þessu ári er áfallinn kostnaður 11 millj., en verður væntanlega 15 millj. alls. Kostnaður við vegi og brýr, sem ólokið verður í haust, er áætlaður um 20 millj. kr., þannig að heild- arkostnaður verður um 40 millj. á verðlagi þess árs. í hlutfalli við virkjunarkostnað er sú áætlun því nærri sama og sú er gerð var í nóv. 1981. Um girðingar er þetta að segja,að mestur hluti umsaminnar girðinga- vinnu er óunninn enn, en mjög óljóst er hversu langar girðingar verða. í byrjun voru þær áætlaðar allt að 150 km. Kostnaður við það sem komið er gefur ekki tilefni til annars en að framreikna fyrri áætlun óbreytta og er þá heildar- kostnaður talinn 9.7 millj. kr. á verðlagi þesa árs. Um gangnamannakofa segir: Bú- ið er að reisa við Ströngukvísl skála sem þangað var fluttur frá Hraun- eyjafossi. Húsið er gamalt og þarfnast verulegrar endurnýjunar, en það verk bíður næsta sumars. Síðan þarf að færa og endurbyggja skála við Galtará .og Kólkukvísl. Heildarkostnaðaráætlun er 4 millj. Um samningana er það að segja, að umfram það sem að framan er talið leiðir nokkurn kostnað af umræddum samningi. Þar er fyrst að nefna kostnað við samnings- gerðina, síðan kostnað við samráðs- nefnd, sem á að sjá um framkvæmd samningsins, og við matsnefnd sem á að fjalla um ágreining ef upp kemur. Erfitt er að áætla þennan kostnað, en hann er hér metinn á 5 millj. alls á verðlagi þessa árs. Um veiðimálin segir: Virkjun mun breyta rennsli Blöndu. Engin tök eru á að vita það fyrir hvort eða hverjar breytingar verða af þeim sökum á farvegi árinnar eða veiði í henni. Vötn sem verða á nýrri veituleið munu breytast við það að jökulvatn fellur um þau. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á farvegi Blöndu og veiðiog uppeldis- stöðvum í ánni. Til athugunar er hvort og að hve miklu leyti þarf að halda þessum rannsóknum áfram og jafnvel að endurtaka þær að virkjun lokinni til samanburðar, nema samið verði um annað. Áfallinn kostnaður framreiknaður nemur 3.9 millj. kr., en engin spá er gerð hér um framhaldið. Um Eiðsstaði er það að segja, að unnið er að byggingu fjárhúss og hlöðu á jörðinni, svo sem skylt var samkvæmt samningi. Verkinu er senn lokið. Á næsta ári á að einangra íbúðarhúsið og klæða að utan. Kostnaður af þessu og kaup- um á jörðinni er áætlaður samtals 9.1 millj. kr. Vegir utan virkjunarsvæðis: Á árunum 1981-83 var byggður upp hluti af Svínvetningabraut og vegir um Blöndudal, samtals um 15 km. Enn þarf að byggja 13-19 km langa' vegi svo að viðunandi vegasamband fáist. Kostnaður framreiknaður til verðlags í sumar er nú orðinn 55.8 millj., en viðbót áætluð 32.9 millj. Alls mun þessi kostnaður þá nema 88.7 millj. kr. Heildarkostnaður vegna raflínu er reiknaður 10.7 millj. kr. Annar kostnaður: Um vatnsrétt- indin er alveg ósamið og allsendis óvíst hvernig þau verða metin til fjár. Það skortir allar forsendur til þess að meta þann kostnað. Ef ég gef svo í tveim setningum yfirlit um kostnaðinn, þá er það að segja, að á júníverðlagi þessa árs er virkjunarkostnaður talinn 3 millj- arðar og 18 millj. kr. samkvæmt nýjustu áætlun hönnuða. Framan- talinn aukakostnaður er talinn nema 237 millj. kr. ognemur því um 7.9% af virkjunarkostnaði. Að lokinni ræðu Sverris Her- mannssonar tók Hjörleifur Gutt- ormssson f.v. iðnaðarráðherra til máls og taldi hann ekkert í máli iðnaðarráðherra benda til þess að bætur vegna Blönduvirkjunar hafi farið eða fari fram úr því, sem áætlað var þegar Alþingi tók afstöðu til málsins. Taldi hann ýmsar tölur jafnvel lægri en áætlað var. Hjörleifur taldi villandi að telja 237 milljónirnar aukakostnað við virkjunina. „Ég tel ekki rétt að tala um aukakostnað við virkjanir sé átt við vegalagningu að virkjunarsvæði svo og lögn á raflínum inn á virkjunarsvæði, hvort tveggja for- sendur fyrir því að ráðast í virkj- unarframkvæmdir.” Eiður Guðnason spurði hvort ekki væri kominn tími til að heiðalönd sem þau sem hér voru til umræðu væru í eigu þjóðarinnar allrar. Spurði hann hvort einhverjir ákveðnir hreppar gætu slegið eign sinni á þetta land. Rangt að tala um kostnað í þágu bænda Pálmi Jónsson gerði eftirfarandi athugasemdir við mál iðnaðarráð- herra: „í fyrsta lagi eru þær tölur sem hér hafa verið nefndar framreikn- aðar til verðlags í sumar, þrátt fyrir að greiðsla hafi farið fram á eldra verðlagi. Ég tel rangt að tala um umframkostnað í þágu bænda sem nemi 237 millj. kr. Réttara væri að tala um umframkostnað vegna aðalsamnings, sem gerður hefur verið við hreppana sex, sem nemur skv. framreiknuðu verðlagi 128.5 millj. kr. eða 4-5% af virkjunar- kostnaði, svo sem áætlað var meðan samningar stóðu yfir. Sumt af því sem þar er tilgreint var þó óhjá- kvæmilegt að virkjunaraðili ynni þótt enginn samningur hefði verið gerður. Svo er til að mynda um færslu á gangnamannakofum, sem eru gerðir að umtalsefni í fyrir- spuminni og færu annars undir vatn. Það segir sig sjálft að virkjunaraðili verður að færa þá og endurbyggja. Sama gildir um hluta af vegalögn- um og vörslu, sem breytist vegna breytingar á vatnsvegum og lón- stæði. Þar verður að endurbyggja mannvirki þótt enginn samningur hefði verið gerður. Þennan kostnað er því einnig óréttmætt að kalla að fullu í bágu bænda. Af öðrum atriðum í sambandi við þennan svokallaða umframkostnað eru langveigamestir vegir að virkj- unarsvæði, sem hérhefur veriðskýrt frá og eru áætlaðir kosta 88.7 millj. kr., og raflína, sem er áætluð kosta 10.7 millj. kr. Þetta eru tæpar 100 millj. kr., eða mjög veigamikill hluti af þessum þætti, og verður ekki kallað í þágu bænda. Fasteignakaup virkjunaraðila eru nauðsynleg til þess að hafa full eignarráð á því landi sem aðalfram- kvæmdir fara fram á og það er mál virkjunaraðila hvort samið er um tilteknar framkvæmdir á þeirri jörð sem hér hefur verið keypt, þ.e. Eiðsstaðir í Blöndudal.” Páll Pétursson: Helmingurinn kemur bændum ekkert við Páll Pétursson tók undir það með Pálma að nálægt helmingur þess aukakostnaðar sem nefndur var komi bótum til bænda ekkert við. Páll sagði síðan: „Það er ekki hægt að kalla vegalögn frá höfn að virkjunarstað bætur fyrir virkjun. Það er ekki hægt að kalla það bætur þegar virkjunar- aðili leggur vegi handa sjálfum sér um virkjunarsvæðið. Og það er heldur ekki hægt að kalla það bætur þegar Landsvirkjun kaupir fasteign norður í Húnavatnssýslu, þ.e. jörð- ina Eiðsstaði. Ekki buðu bændur á Eiðsstöðum jörð sína til sölu. Landsvirkjun eða RARIK óskuðu eftir að kaupa þessa jörð og guldu fyrir andvirði einbýlishúss í Reykja- vík. Því fylgdu að vísu kvaðir um byggingar á jörðinni til þess að jörðin yrði betri bújörð og þar með meiri eign fyrir Landsvirkjun. Það hefur verið bent á það af mörgum aðilum að uppgræðslan er mjög dýr, og það var eitt af þeim deilumálum sem um var að tefla við undirbúning þessarar framkvæmd- ar, hvort hún var yfirleitt fram- kvæmanleg eða hvort það borgaði sig að legja í þann kostnað sem því fylgdi, hvort aðrar leiðir væru ekki hentugri. En þessi leið var farin vegna þess að menn tóku trúanlegar tölur sérfræðinga, sem vildu láta þetta vera ódýrast að því er þeir töldu. Varðandi eignarhald á þessum heiðum, sem háttvirtur þingmaður Eiður Guðnason var að draga í efa, þá liggja t.d. tvímælalaust bréf fyrir um eignarhald á Auðkúluheiði. Hún var hluti af prestssetrinu Auðkúlu og keypt af viðkomandi hreppum á sínum tíma, í ráðherra- tíð Jóns Magnússonar, og með skilmerkilegum bréfum. Það er alveg ástæðulaust að vera að gera því skóna að eignarhald á þessu landi sé ekki fullkomlega formlegt. Niðurstaðan er sem sagt þessi,að helmingur af þessum aukakostnaði kemur bændum ekkert við og drjúgur hluti af hinum kostnað- inum er ónýtanlegur fyrir bændur.”

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.