Feykir


Feykir - 29.08.1984, Page 5

Feykir - 29.08.1984, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1984 FEYKIR 5 ÚTSALA AFSLATTUR 20% afsláttur af allri metravöru 10-20% afsláttur af fatnaði. 10-70% afsláttur af skótaui. 10-50% afsláttur af sportvörum Skólavörurnar eru komnar Þú þarft ekki annað! Nýráðinn frarnleiðshistjóri SteinuUarverksmiðjunnar „Ég er Blönduósingur,” sagði Einar Einarsson fyrst af öllu þegar hann var beðinn að kynna sjálfan sig fyrir lesendum Feykis. Einar, sem er véltæknifræðingur, hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Steinull- arverksmiðjunnar h.f. á Sauðár- króki, en starfaði áður í tæknideild Islenska álfélagsins. Einar er sonur hjónanna Einars Þorlákssonar f.v. sveitarstjóra á Blönduósi og Arndísar Þorvalds- dóttur. Hann ólst upp á Blönduósi, og að loknu námi í Menntaskólan- um á Akureyri fór hann í Tækniskóla íslands. Námi lauk hann síðan frá tækniskóla í Oðinsvéum í Danmörku. Einar var spurður hvernig honum litist á að starfa hjá Steinullar- verksmiðjunni. „Þetta er alveg nýtt fyrir öllum, en auðvitað er spennandi að takast á við þetta. Ég mun byrja á því að fara til Finnlands ogstarfa þar með þeim sem munu setja upp vélar verksmiðjunnar og sjá um þjálfun starfsfólks.” — Hvert verður hlutverk þitt þegar verksmiðjan er komin í gang? „Fyrst og fremst að sjá um framleiðsluna, að hún gangi hnökralaust fyrir sig. Ég mun sjá um ráðningu starfsmanna og hafa með starfsmannahald að gera. Viðhald og umsjón með vélbúnaði verksmiðjunnar verður á minni könnu, en einnig áframhaldandi vöruþróun og ég mun vinna með framkvæmdastjóranum að mark- aðssetningu.” — Hvernig vinnustaður verður Steinullarverksmiðjan? „Ég held að þetta eigi að geta orðið þrifalegur og góður vinnu- staður, en það fer að sjálfsögðu eftir starfsmönnum og vinnuanda. Alla vega verður þarna mjög góður hreinsibúnaður. — Þurfa starfsmenn í verk- smiðjunni á einhvers konar verk- legri kennslu að halda áður en starfræksla hefst? „Já, hingað munu koma erlendir menn til að sjá um þjálfun starfsfólks á meðan á tilrauna- framleiðslu stendur. Að öðru leyti þarf ekki sérhæft starfsfólk til að stunda almenna vinnu þarna.” Einar sagðist hafa á undan- förnum árum litið eftir starfi hér fyrir norðan við hans hæfi og þegar þetta hefði verið auglýst hefði hann sótt um. Hann var því ánægður með að fá stöðuna. Eiginkona Einars er Hrefna Guðmundsdóttir og eiga þau tvö böm, níu og þriggja ára. Taldi Einar að það væri miklu heilbrigð- ara að vera með börn úti á landi en í borginni, en sagðist þó ekki reikna með að fjölskyldan flytti norður fyrr en næsta haust til að valda sem minnstri röskun á skólagöngu barnanna. Feykir býður Einar og fjölskyldu hans velkomin norður og óskar þeim velfarnaðar. Ný þjónusta á Sauðárkróki Karl Davíðsson sjónglerjafræð- ingur á Akureyri býður nú í tengslum við fyrirtæki sitt, Gler- augnaþjónustuna Skipagötu 7 á Akureyri, nýja þjónustu fyrir íbúa Sauðárkróks og nágrennis. Þjónustan er fólgin í því að fyrsta þriðjudag hvers mánaðar verður Karl staddur í Bókabúð Brynjars og sér um viðgerðir og lagfæringar á gömlum umgjörð- um. Einnigmælirhann uppgömul gler og smíðar ný auk þess sem hann mun bjóða fullkomna gler- augnaþjónustu samkvæmt resepti frá augnlækni. Karl sagði að hann hefði unnið í faginu undanfarin 15 ár en Gleraugnaþjónustuna hefur hann rekið á Akureyri sl. 3 ár. Þetta mun í fyrsta skipti sem boðin er þjónusta sem þessi á Sauðárkróki og er ekki að efa að hún verði mörgum kærkomin, sem mega illa við því að senda gleraugun sín til viðgerðar í aðra landshluta. Þess má geta að Karl býður allar réttingar og smærri viðgerðir viðskiptavinum sínum að kost- naðarlausu.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.