Feykir


Feykir - 29.08.1984, Side 6

Feykir - 29.08.1984, Side 6
6 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1984 Fjórðiingsþing Norðlendinga 26. Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. septem- ber 1984. Rétt til þingsetu eiga 94 fulltrúar sveitarfélaga og sýslu- félaga á Norðurlandi, auk al- þingismanna og annarra gesta. Þingsetning fer fram fimmtu- dag 30. ágúst kl. 8:30 e.h. og hefst með setningarávarpi formanns, Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra á Hvammstanga. Gerð verður grein fyrir framlögðum málum nefnda og fjórðungsráðs. Fjamkvæmda- stjóri sambandsins Askell Einars- son, flytur skýrslu um starfsemi sambandsins. Tillögur endur- skoðunarnefndar sveitarstjórnar- laga verða kynntar af ritara nefndarinnar Hólmfríði Snæbjöms- dóttur. Síðan verða ávörp gesta og almennar umræður. Á föstudagsmorgun að lokinni skýrslu iðnráðgjafa, Friðfinns K. Daníelssonar og framsögu Einars Sveitaball Eg vildi komast á sveitaball um verslunarmannahelgina og fór að huga að auglýsingum í fjölmiðlum. Jú, hér var eitthvað fyrir mig, auglýst var hestamannaball ínýlegu félagsheimili í Skagafirðinum, ekki langt frá Vindheimamelum, en þangað ætlaði ég á hið árlega hestamót Skagfirðinga. Það var á sunnudagskvöld sem ballið átti að vera og var nú sá ágæti dagur runninn upp, hlýr og fagur. Eg hugsaði gott til kvöldsins og einsetti mér að koma tímanlega á staðinn til að ná mér í borð á sæmilegum stað. Eg var kominn 20 mínútum fyrir auglýstan opnunartíma, þá brá svo undarlega við að húsið var galopið inn í danssal og heyrði ég að hljómsveitin var að æfa sig. Rétt í þessu komu líka þarna að hjón sem ég kannaðist við og þau fóru að tala um hvort ekki væri óhætt að setjast við borð sem voru í holinu innaf forstofunni. Ég taldi það óhætt og fengum við okkur sæti við eitt borðið og vorum búin að sitja þar í nokkrar mínútur þegar inn snarast maður, frekar myndarlegur í sjón, glaðbeittur og nokkuð hávær og að mér virtist með heldur stresskennda framkomu. Hvað eruð þið að gera hér? spyr hann. Við sitjum hérna, svaraði ég, húsið var opið. Fólk á ekki að ryðjast hér inn þó ég bregði mér frá, sagði maðurinn, sem reyndist vera húsvörðurinn. Þar með viðurkenndi hann að hafa gleymt að loka áður en hann brá sér frá. Við gengum út og vorum hin prúðustu, en húsvörðurinn skellti í lás af mikilli röggsemi. Húsið var svo opnað á tilsettum tíma, ég var með þeim fyrstu sem náði í miða, snaraðist inn í sal og valdi mér borð, fór svo og keypti mér cina fiösku af pilsner til að tryggja mér borðið cnn betur. Ekki var ég búinn að sitja ncma nokkrar mínútur þegar konur á ýmsum aldri þustu í salinn með miða sem þær settu á borðin, ég stóð upp og gáði á nokkra miðana. Á þeim stóð „frátekið”, sem sagt ekki skráð á nafn. Ég undi hag mínum vel þarna við borðið, gestum fjölgaði mjög ört, salurinn var að fyllast. Nú veit ég ekki fyrr til en húsvörður snarast að borðinu til mín og segir með nokkrum þjósti: „Hvar er miðinn?” Nú sá ég að stressvélin í honum var farinn að erfiða. „Það var aldrei neinn miði á þessu borði,” svaraði ég. „Jú.víst,” sagði hann og gaf í skyn að ég hefði rifið miðann og stolið borðinu. Nú tók ég eftir ungu pari mjög myndarlegu, einkum konan. Stóðu þau álengdar og fylgdust með því sem okkur fór á milli. Ég sá fram á það að húsvörður var ákveðinn í að hrekja mig frá borðinu og hugsaði með mér - láttu ekki deigan síga Guðmundur. Þetta endaði auðvitað með því að ég varð öskureiður, stóð upp og sagði húsverði að ég myndi verja borðið, hann gæti reynt að taka það með valdi, lét þaðog fylgja með að ég gæti þó nokkuð enn, þó ég væri farinn að reskjast, svona ef í þaðfæri og mig munaði ekkert um þó ein föt afiöguðust eitthvað, enda hefði ég gott kaup, fengi borgað bæði yfir og undir borðið oná lágmarkstaxtann. Húsvörður fór, ég hélt borðinu, enda varla í hans verkahring að koma af stað slagsmálum á samkomum. Nú sá ég að unga parið stóð þarna ennþá. „Vantar ykkur borð?” spurði ég og þau svöruðu játandi. „Gjörið svo vel að setjast hérna við borðið mitt, það er mjög ánægjulegt að fá svona fallega konu að borðinu.” Ég er ákveðinn í því að koma þarna aftur um næstu verslunar- mannahelgi, jafnvel þó ekki verði búið að skipta um húsvörð. Sigfús Steindórsson Frá norræna bindindisþinginu Dagana 15. - 19. júní sl. var 29. norræna bindindisþingið haldið i Vasa í Finnlandi. Samvinnunefnd bindindismanna á Islandi, sam- starfsvettvangur bindindissamtaka hérlendis, átti nokkra fulltrúa í þinginu. Norræna bindindisráðið, sem hefur að baki sér um 2 milljónir norrænna manna, samþykkti eftirfarandi ályktanir á fundi sínum að þinginu loknu: 1) „Bæði félagsmálaráðherra Finna og viðskiptaráðherra Norð- manna tóku í ræðum sínum á þinginu eindregið undir kröfu bindindishreyfingarinnar á Norður- löndum um afnám tollf rjálsra i áfcngissölu. Norræna bindindisráð- ið krefst þess að ríkisstjórnir Norðurlanda vindi bráðan bug að afnámi þessara fríðinda þar eð þau hafa þveröfug áhrif víð þá stefnu sem miðar að því að minnka tjón af völdum áfengisneyslu með því að draga úr drykkju.” 2) „Á öllum Norðurlöndum tengjast mestu félagslegu vanda- málin neyslu áfengis. Drykkjuskapur gerir erfiðar allar Eyþórssonar um atvinnuráðgjöf í Noregi verður rætt um nýjar leiðir í atvinnumálum. Framsögumenn eru: Ingjaldur Hannibalsson, for- stjóri Iðntæknistofnunar íslands, Eyjólfur K. Jónsson, alþingis- maður og Torfi Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Eftir hádegi verður aðalumræðu- efni menntunarmál dreifbýlisins -fjárhagsleg staða og stjórnun. Framsögumenn verða Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, Valgarður Hilmarsson, odd- viti og Snbrri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri. Guðmundur Ingi Leifsson, kynnir rekstur fræðslu- skrifstofa og Atli Guðlaugsson, formaður Menningarsamtaka Norðlendinga ávarpar þingið. Á föstudagskvöld verður sam- kvæmi með kynningardagskrá í boði Vestur-Húnvetninga. Þing- inu lýkur síðari hluta laugardags með afgreiðslu mála og kosn- ingum til fjórðungsráðs og nefnda. Fyrir þinginu liggja tillögur um: 1. Staðarval stóriðju 2. Fræðslustarfsemi í iðnþróun 3. Iðnþróunarsjóði 4. Almenna atvinnuráðgjöf 5. Iðnfræðslu 6. Stöðu Kröfiuvirkjunar 7. Hagsmunasamstöðu minni sveitarfélaga 8. Atvinnustöðu sveitanna 9. Skólamál í dreifbýli 10. Ferðamálasamtök 11. Langtímavegaáætlun 12. Flugvallaframkvæmdir 13. Skipulagslög 14. Merkingu bændabýla 15. Samræmingu á gjaldi ríkis- stofnana 16. Tengsl við Menningarsam- tökin 17. Norðurlandsleiki æskunnar 18. Endurskoðun útvarpslaga 19. Háskólakennslu á Norður- landi 20. Tillögur frá Menningarsam- tökum Norðlendinga 21. Valddreifingu og byggða- jafnvægi 22. Framtíðarhlutverk lands- hlutasamtaka 23. Frumvarp til sveitarstjórn- arlaga 24. Tekjustofna sveitafélaga Norðlendingar Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi verður haldinn að Víðihlíð í Vestur- Húnavatnssýslu 1. og 2. september. Fundarstörf hefjast laugardaginn 1. september kl. 13.00 og um kvöldið verður kvöldvaka í samkomuhúsinu. Á sunnudag verður farið í ferðalag um Vesturhóp og Vatnsnes. Svefnpokapláss og eldunaraðstaða á staðn- um. Allir velkomnir. STJÓRNIN yujjJFEROMt Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar víki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. RJÓSTAGJÖF Á ÍSLANDI Ráðstefna um brjóstagjöf veröur haldin dagana 8. og 9. september n.k. í Varmahlíö í Skagafirði. FYRIRLESARAR VERÐA: Elísabet Helsing, starfsmaöur WHO. Maraa Thome dósent viö Háskóla íslands. SigrTöur Siguröardóttir sagnfræöinemi. Höröur Bergsteinsson barnalæknir. Áhugafélag um brjóstagjöf veröur kynnt og umræöur veröa um starfsemi þess. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku fyrlr 25. ágútt og fálö nánarl upplýsingar I simum 95-5333 og 95-5396. Þátttökugjald kr. 500. Mögulelki á fæöi og húsnæöi á staönum. Ráðstefnan er jafnt ætluð lærðum sem leikum X. ) J Áhugafélag um brjóstagjöf og Sjúkrahús Skagfirðinga umbætur á lífskjörum og er bein ógnun við líkamlegt og andlegt heilbrigði fólks. Fjárhagstjón samfélagsins vegna drykkju er og gífurlegt. Meðal nokkurra nor- rænna þjóða fer áfengisneysla minnkandi. Gleðilegar afieiðingar þess- eru minna tjón af hennar völduin. Þessa þróun teljum við stafa af ábyrgri og virkri áfengis- málastefnu ríkisstjórna og .þjóð- þinga. Ljóst er að drykkjusiðir almennings, einkun ákveðinna hópa unglinga, eru að breytast. Að okkar áliti er mikilvægt að fjölmiðlafólk veiti þessari þróun athygli og styðji hana þegar stefna er mörkuð. Sjónvarps - og hljóðvarpsstöðvar ættu að hafa á sínum snærum nefndir til ráðgjafar um áfengis- málastefnu, m.a. til að leggja á ráð um hvernig fjalla skuli um áfengismál í dagskrám. Nauðsyn- legt er að þessar nefndir tengist bindindis- og verkalýðshreyfing- unni, svo og kristilegum félögum.” (Fréttatilkynning.) OPNAÐU AUGUN FYRIR NYRRI ÞJÓNUSTU A SAUÐARKRÓKI Nú býðst þér fullkomin gleraugnaþjónusta í fyrsta sinn á Sauðárkróki. Við erum í BÓKABÚÐ BRYNJARS fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 13 - 15. Komdu með gömlu gleraugun þín í viðgerð eða fáðu þér ný, því við höfum mikið úrval umgjarða við allra hæfi. Fagmenn með full réttindi. öPB GLERAUGNAhJONUSTAN SKIPAGÖTU 7 601 AKUREYRI S. 96-24646

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.