Feykir - 28.08.1985, Blaðsíða 5
17/1985 FEYKIR 5
„Suðurgatan góður heimshluti”
Helga Jónsdóttir, Suðurgötu
8 á Sauðárkróki varð 90 ára
þann 28. júlí sl. Af því tilefni
bankaði Feykir upp á hjá Helgu
til þess að fregna um líðan
hennar og jafnvel álit á lífi og
tilveru. Svo vel hittist á að í
heimsókn hjá Helgu voru þá þar
tvær grannkonur hennar, Dýr-
leif Arnadóttir og Sigrún
Jónsdóttir. Þær sögðust vel
kunnugar Suðurgötunni því við
hana hefðu þær búið nær alla
ævi en þær eru báðar á
níræðisaldri. Ég tók þær tali
fyrst.
„Það ^etur verið ágætt að vera
gamall. Ég finn að minnsta kosti
ekki til einmanaleika,” segir
Lóa. „Enda þótt ég búi ein í
mínu húsi þá líður mér bara vel.
Það er kannski helst þegarferað
skyggja á haustin sem einmana-
leikinn sækir að en það er ekkert
sem gerir manni til, því ég
umgengst blómin mín mikið.
Mér hefur alltaf fundist vera
gott í kringum mig, það er yfir
manni vakað.” Dýrleif tekur
undir þetta: „Ellin getur verið
ágæt, ef hún er tekin með réttu
hugarfari. Auðvitað hefur svo
margt breyst á langri ævi, en það
verður að taka hverju tímabili í
lífinu eins og það er. Ég fylgist
með fréttum í blöðum, útvarpi
og sjónvarpi og vil helst ekki
missa af íþróttaþættinum.
Annars er alltaf eitthvað sem
hægt er að taka sér fyrir hendur.
Ef eitthvað er erfitt og ég á t.d.
erfitt með svefn, þá finn ég styrk
í bæninni. Þáverðuralltauðvelt.
Svo er hægt að skreppa til
kunningjanna og hluti af
fjölskyldunni býr hér nærri
mér,”
Nú stóðu þær upp til að
kveðja, þær Sigrún og Dýrleif,
en báðar voru þær sammála um
að Suðurgatan væri góður
heimshluti. „Það býr hérgottog
gamalt fólk í mörgum húsunum
en gott ungt fólk í öðrum,”
sögðu þær er þær kvöddu.
„Það er gott að eiga góðar
vinkonur,” sagði Helga er við
vorum orðin ein. „Eftir að ég
missti að mestu máttinn í
fótunum, kemst ég ekki út þótt
ég reyni að hendast um innan
húss í göngugrindinni. Þá er gott
að fá fréttir og mega fylgjast með
því sem gerist. Það koma fáir í
heimsókn og því þykir mér
ennþá vænna um þá sem koma.
Ég er uppalin á mannmörgu
heimili á Flugumýri, þar sem
alltaf var mikið um að vera og
margt að starfa. Það er því mikil
breyting að vera hér næstum
farlama. En það eru mér allir
góðir og ég get einskis fremur
óskað mér en þess sem ég hef. Ég
er fædd á Bakka í Öxnadal en
faðir minn Jón Jónasson byrjaði
búskap sinn þar. Hann var
Eyfirðingur eins og móðir mín,
Ingibjörg Jónasdóttir. Þau voru
bæði ættuð úr Hörgár- og
Öxnadal. Svo keypti hann
Flugumýri og við fluttumst
vestur fyrir heiðina. Mamma dó
þegar ég var tíu ára. Síðar
kvæntist pabbi aftur og hét
seinni konan Sigríður Guð-
mundsdóttir og var hún ættuð
úr Dölum vestur.
Ég tel mig vera Skagfirðing
fyrst og fremst og aldrei hef ég
búið annars staðar eftir að ég
fluttist hingað í bernsku. Ég var
tvo vetur á kvennaskólanum á
Blönduósi. Það var ágætur skóli
með ágætu starfsliði.
Heima vann ég öll störf sem
ganga þurfti í, nema ég var
aldrei í fjósinu. Mér leiddist það
og ég komst upp með það. Þegar
ég fór sjálf að búa sættist ég við
kýrnar og gekk til mjalta þegar
svo bar undir.
Ég giftist árið 1918. Maðurinn
minn var Stefán Vagnsson,
ættaður ' frá Miðhúsum í
Blönduhlíð. Annars var föður-
ættin úr Djúpadal - en við
skulum ekkert vera að rekja
ættirnar langt aftur. Árið eftir að
við Stefán gengum í hjónabánd
fluttum við í Sólheima og ári
seinna að Hjaltastöðum, þar
sem við bjuggum í 19 ár. Arið
1942 fluttum við hingað á
Sauðárkrók og bjuggum hér
síðan. Stefán lést árið 1963, en
hér hafði hann unnið skrifstofu-
störf hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga.”
-En hvernig hefur þér líkað á
Sauðárkróki?
„í hreinskilni sagt þá leiddist
mér mikið hér í fyrstunni. Það
voru svo mikil viðbrigði að
koma hingað úr gróðursælli
sveit. Mér fannst Ijótt hérna þá
miðað við sveitina. Þá var nú
ekki svo mikil byggðin hér. Það
kann að valda nokkru um þetta
fyrsta álit mitt á dvölinni hér á
Króknum að í sveitinni var svo
miklu meira um að vera.
Heimilið var mannmargt og
störfin margþætt. Það voru
mikil viðbrigði fyrir sveitakonu
þetta því að engin þægindi komu
heldur á móti í fyrstu. En ég
sættist nú fljótlega við Krókinn.
Hér hefur verið ágætt að búa. En
ég vil hafa eitthvað um að vera í
kringum mig. Það er erfitt að
sitja ein og afskipt og því er ég
ákaflega glöð þegareinhverlítur
inn til mín. En það getur verið
gott að vera einn stundum.
Mig hefur alltaf langað til að
ferðast og þegar ég var ung
stúlka langaði mig að flytjast til
Ameríku. Ég hélt að það væri
svo óskaplega mikil dýrð þar.
Það gekk samt ekki öllum vel
sem fóru þangað, a.m.k. ekki í
fyrstunni. Byrjunin varmörgum
erfið þótt seinna rættist úr. Það
flýði kuldann og allsleysið.
Margir töluðu illa um það fólk
sem flutti vestur um haf, það
væri að flýja landið og þess
háttar. En hvað átti það að gera
blessað fólkið? Það átti hvorki til
hnífs né skeiðar og varð að
bjarga sér. En þó ég væri ekki
illa stödd þannig, þá langaði mig
nú samt vestur. En svo giftist ég
og fór að eignast börnin. Þá
breyttist allt. Ég er ánægð með
mitt hlutskipti í lífinu og mér
hefur liðiðágætlega. En þaðgæti
nú verið nógu gaman aðskreppa
til Ameríku rétt sem snöggvast,
til að sjá með eigin augum hvaða
þjóðfélagi ég missti af,” segir
Helga með glettni í svipnum.
„Nú er ég mest hér heima, hún
Lilla mín hefur verið mér
einstaklega góð og nú fer ég lítið
annað en upp á Sjúkrahús þar
sem ég dvel tíma og tíma. Það er
ágætt og mér líður þar líka vel,
enda ekkert sárþjáð. Það eru
hins vegar þrengsli þar uppfrá
og þegar ég hef verið þar
einhvem tíma, þá kemur
Ólafur læknir til mín og segir:
„Jæja Helga mín, ertu nú ekki
farin að fá heimþrá?” Ég svara
nú kannski einu sinni.sem svo að
ég sé nú ósköp róleg. en þetta
tek ég sem merki þess að
plássleysið sé svo mikið að mér
veikara fólk þurfi að komast
inn. Þá pakka ég saman og fer
heim í þetta herbergi mitt hérna
hjá Lillu og Stefáni. Hjá þeim
uni ég glöð við mitt. Ég er sátt
við lífið og á góð börn. Það hafa
skipst á skin og skúrir eins og
fyrir flestum. En maður á ekkert
að rekja raunir sínar. Og nú
kenni ég ekki í brjósti um neinn
sem getur gengið.
Helga Jónsdóttir 90 ára.
SKÓLAVÖRURNAR
ERU KOMNAR
ALDREI MEIRA ÚRVAL
Skólatöskur og pennaveski
fjölmargar gerðir.
Allar pappírsvörur.
Teikniáhöld og yfirleitt
allt sem þarf
til skólans.
LEIKFÖNG
Masters of the Universe margar gerðir
Dúkkur og dúkkukerrur
Hinir marg eftirspurðu leikfanga-
kassar komnir ,
SKOTVEIÐIMENN
Fyrirliggjandi á hagstæðu verði:
HAGLABYSSUR:
Einhleypur, tvíhleypur og pumpur.
HAGLASKOT:
Eley 2Vz" og 3” margar haglastaerðir
og mismunandi hleðslur.
RIFFLAR OG RIFFILSKOT:
Winchester, Sako og Lupua.
[ SAMVINNUSÖLUBOÐ 1
4. - 18. september
Snapp 500 gr. 74.10
Snapp 1000 gr. 145.90
Sykur 2 kg. 31.90
Sykur 10 kg. 153.90
Ota gullkorn 325 gr. 53.60
Top-kvick 800 gr. 109.50
NÝKOMIÐ í
BÚSÁHALDADEILD
Curver plastvörur:
Þvottakörfur, balar uppþvottagrindur,
skálar o.m.fl.
Dema glösin í úrvali - einnig trévörur
í búsáhöldum.