Feykir


Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 4

Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 24/1985 Hvammstangi: Vélstjóranám í vetur Á Hvammstanga er í vetur haldið námskeið á vegum Vélskóla íslands. Námskeiðið sækja fyrst og fremst þeir, sem að undanförnu hafa verið vélstjórar á bátum frá Hvamms- tanga með undanþágu. Að loknu þessu námskeiði eiga þeir rétt á að taka próf, sem gefur réttindi til þess að stjórna allt að 1000 ha. vélum. Einnig eru á námskeiðinu menn, sem eru að afla sér grunnmenntunar og geta þeirfengið réttindi fyrir 300 ha.vélar. Á öllum bátum, sem að undanförnu hafa verið gerðir út frá Hvammstanga að Sigurði Pálmasyni undanskildum, hafa vélstjórar verið án réttinda en með undanþágu. Undanþágurá ekki að veita oftar, og í vetur eru síðustu forvöð að öðlast réttindi Vélstjóranemar á námskeiði. með því að sækja svipað námskeið og nú er á Hvamms- tanga haldið. Því lögðu heima- menn mikla áherslu á að fá þetta námskeið á staðinn m.a. hliðra útgerðarmenn til með róðra og gera þannig vélstjórum sínum auðveldara með að sækja námskeiðið. Námskeiðið hófst snemma í haust og mun standa fram í apríl. Kennt er um 20 stundir á viku. Kennarar eru fimm. Alls eru þrettán á námskeiðinu, þar af eiga 8 kost á að öðlast réttindi fyrir 1000 ha. vélar. Reykjaskóli 50 ára Vegleg afmælisútgáfa Á næstu dögum kemur út bók um Reykjaskóla í Hrútafirði. Höfundur bókarinnar er Ólafur H. Kristjánsson sem var einn í hópi fyrstu nemenda við skólann en síðar skólastjóri Reykjaskóla í mörg ár. Bókin er 256 blaðsíður með um 200 myndum, gömlum og nýjum. Sagt er frá stofnun skólans, sögu hans og starfsháttum í fimmtíu ár. Þrír nemendur rekja minn- ingar sínar frá námsdvöl í skólanum. Einnig eru æviskrár skólastjóra og kennara og nafnaskrá 2500 nemenda. Þeir sem vilja fá bókina á áskriftar- kjörum geta snúið sér til skólastjóra Reykjaskóla, Bjarna Aðalsteinssonar eða Ingólfs Guðnasonar formanns skóla- nefndar. Jólakonfekt Tilboðsverð á öllu konfekti nú I desember - ótrúlegt úrval af gæðakonfekti í fallegum gjafaumbúðum ATHUGIÐ Gerið pantanir á jólamyndunum tímanlega á vídeóleigunni Alltaf bestu myndirnar á Ábæ Sitjið ekki uppi með þær næstbestu Abær Sauðárkróki Lv /a AFSLfflTllR AFLAMBAKJÚTI Enn er 20% afsláttur af heildsöluverði lambakjöts, þó fer að síga á seinni hluta afsláttartímabilsins. Allflestir landsbyggðarkaupmenn virðast hafa látið afsláttinn ganga til neytenda samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar í nokkrum verslunum fyrir og eftir verðlækkun. Hér sjáið þið dæmið svart á hvítu ásamt útreikningum okkar (miðdálkur) á því hvað verðið á nýju dilkakjöti ætti að vera í viðkomandi verslunum miðað við verðið fyrir verðlækkunina: Akureyri, Svalbar&seyri Læri m bemi fyrir læi'kun Læri m beim 20% Læri m beini utsolu- verð Hryggur fyrir lækkun Hryggur 20% Hryggur utsolu- verð Supu- kjot fyrir lækkun Supu- kjot 20°.. Supu- kjot utsolu- verð Koti- lettur fyrir lækkun Koti- lettur 20% Koti- lettur utsolu- verð Hagkaup. Noröurgotu 62 279 290 232 232 216 172 172 327 261 261 KEA. Brekkugötu 1 361 289 272 295 236 236 232 185 171 254 KEA. Byggóavegi98 340 272 295 236 236 221 177 171 317 254 254 KEA. Hafnarstræti20 340 272 272 295 236 236 214 171 171 317 254 254 KEA. Hrisalundi 5 272 295 236 236 214 171 317 254 KEA. Höföahliö 1 340 272 272 355 284 236 221 177 171 317 254 254 KEA. Ránargötu 10 340 272 272 295 236 236 214 171 171 317 254 254 KEA. Sunnuhlíö 14 340 272 272 295 236 236 221 177 171 317 254 254 Kaupfélag Svalbaröseyrar 349 279 266 290 232 228 216 172 169 327 261 Matvörumarkaöurinn Kaupangi 317 254 271 257 206 234 203 162 170 272 218 252 Verls. Brynja. Aöalstræti 3 215 172 172 284 227 227 Meöalverö 341 273 272 296 237 235 217 174 171 311 249 199 Lægsta verð 317 254 266 257 206 228 203 162 169 272 218 174 Hæsla verð 361 289 279 355 284 236 232 . 185 172 327 261 209 Mismunur á lægsta og hæsta verði % 13 9 13 9 4.9 37 8 37 8 3.5 14.1 14 1 1.8 20.1 20 1 16.1 GRÍPIÐ LAMBAKJÖTIÐ MEÐAN ÞAÐ GEFST A 20% LÆGRA VERÐI. FRAMKVÆMDANEFND BÚVÖRUSAMNINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.