Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 7
24/1985 FEYKIR 7
mdshluta
á Hvammstanga
Hver síðastur?
Nú fer hver að verða síðastur að sjá hið
sprenghlægilega gamanleikrit lllan feng.
Sýning I kvöld 4. des. kl. 20.30
Föstudag 6. des. kl. 20.30
MISSIÐ EKKI AF ÞESSU TÆKIFÆRI
Miðapantanir I síma 5256
L.S.
Hólmfríður Bjarnadóttir fundarstjóri í ræðustól. Þingmenn í baksýn.
sambandi kvaðst hann hafa
orðið vitni að afar vitlausum
ákvörðunum hreppsnefnda. Páll
taldi vel koma til greina að
koma á fót sérstöku stjórnlaga-
þingi, - en ég vil ekki afsala mér
því að hafa þar áhrif, sagði
hann. Endanleg ákvörðun á
síðan að vera í höndum alþingis.
Ragnar Arnalds sagði að hér
væru athyglisverð samtök á
ferðinni og ýmsar tillögur þeirra
féllu vel að sínum hugmyndum.
Hann taldi að ef sérstakt
stjórnlagaþing yrði kosið yrðu
a.m.k. fimm fulltrúar að koma
úr hverju kjördæmi til þess að
sem flest sjónarmið kæmu fram.
Ef aðeins væru kosnir tveir
fulltrúar yrði kosning mjög
ólýðræðisleg og stærsti stjórn-
málaflokkurinn hefði óeðlilega
mikil áhrif. Ragnar taldi að
héraðsstjórnir væru af því góða
en taldi grundvallaratriði að til
þeirra þinga væri kosið beinni
kosningu. Benti hann á tillögur
Alþýðubandalagsins um héraðs-
stjórnir í þessu sambandi. En
Ragnar varaði við því að
hugmyndir um breitt stjórn-
sýslufyrirkomulag myndu leysa
allan byggðavanda.
Eyjólfur Konráð Jónsson sagði
þessa umræðu gagnlega þóttfátt
nýtt hefði komið fram. - Rauði
þráðurinn er gagnrýni á of-
stjórnina, við henni hef ég oft
varað, sagði Eyjólfur. Hann
sagði að gamla stjórnarskráin
væri sú besta í heimi. Hún
tryggði mannréttindi. Eyjólfur
benti á að það þyrfti ekki nýja
stjórnarskrá til þess að efla
sveitarfélögin og samtök þeirra.
Til þess þarf aðeins laga-
breytingar. Þá sagði hann að á
fundinum hefði fjölmargt gott
komið fram. - Afram á að ræða
þessi mál og auðvitað á að
mynda samtök eins og þessi,
sagði Eyjólfur. Af þeim getur
margt gott leitt.
Stefán Guðmundsson sagðist
virða störf fólksins í þessum
Helgi Ólafsson organisti Hvammstangakirkj við orgelið.
Hvammstangakirkja:
Lögin semlífa
„Lögin sem lifa”, er nafn á
hljómplötu sem nýkomin er á
markað. Hvammstangakirkja
gefur plötuna út ti! styrktar
orgelsjóði kirkjunnar. Nýtt og
mjög vandað pípuorgel var vígt í
kirkjunni á liðnu vori og kostaði
það uppkomið um þrjár mill-
jónir króna. Landsþekktir lista-
menn láta til sín heyra á
plötunni. Þeim og upptöku-
manni plötunnar er það sam-
eiginlegt að eiga margar sínar
fyrstu endurminningar frá
Hvammstanga og úr Miðfirði.
Þeir hafa unnið að plötunni án
endurgjalds.
A plötunni leikur Árni
Arinbjarnarson á orgel og fiðlu.
Ragnar Björnsson leikur á orgel
og Gunnar Kvaran á selló.
Kirkjukór Hvammstangakirkju
syngur þrjú lög undir stjórn
Helga S. Ólafssonar kirkju-
organista. Hljóðritun plötunnar
fór fram í Fíladelfiu í Reykjavík
og Hvammstangakirkju.
samtökum mjög mikils. - Ég er
mikill baráttumaður fyrir byggða-
stefnu og fulltrúi á alþingi fyrir
þann flokk sem harðast hefur
barist fyrir byggðastefnu, sagði
Stefán. Hann hvaðst harma
ummæli eins frummælandans,
sem sagði að þingmenn ættu
ekki að stunda fyrirgreiðslu-
pólitík. - Ég skammast mín ekki
fyrir að vinna fyrir fólkið í þessu
kjördæmi, sagði Stefán. Hann
sagði að hugmyndin um sérstakt
stjórnlagaþing væri um margt
athyglisverð. Þá vildi hann fela
heimamönnum á hverjum stað
meiri völd en þeir hafa í dag.
Sagði hann í því sambandi að nú
væri starfandi byggðamálanefnd á
vegum þingflokkanna. Þar væri
m.a. rætt á hvern hátt fela mætti
sveitarfélögunum meira forræði
og hvort koma ætti á fót þriðja
stjórnsýslustiginu. Nefndin hefði
beint spurningum um þessi
atriði og fleiri til þingflokkanna
sem nú þyrfti að taka afstöðu til.
Fasteignir til sölu.
Húsgrunnur við Fellstún.steyptir sökklar. 450 þús.
Húsgrunnur við Lerkihlíð, steypt plata. Tilboð.
Einbýlishús í smíðum við Dalatún 4. 1,5m.
Raðhús á tveimur hæðum við Grenihlíð 3.
Fullbúið utan sem innan. 3m.
4 herb. íbúð við Víðigrund.
Einbýlishús við Grundarstíg 10. Bílskúr. 3,5m.
Einbýlíshús v/Birkihl. 3 m/bílsk. Tilboð
Skipti möguleg á íbúð niðri í bæ.
5 herb. raðh. m/bílsk. Raftahl. 61
Neðri hæð í tvíbýli Hólav. 32 m/bílsk.
Einbýlishús Víðihl. í skiptum fyriríbúð niðri í bæ.
Fokhelt einbýlishús m/bílsk. Eskihlíð. 1,5m.
Upplýsingar gefur
Ágúst Guðmundsson
í síma 5889
kVJTÆíx.
INNRITUN
til kl. 17.45
til kl. 17.45
til kl. 1&45
til kl. 21.45
til kl. 21.45
til kl. 22.45
til kl. 11.45
til kl. 11.45
Innritun fyrir vorönn stendur yfir til 12. des.
næstkomandi. Meistaraskóli verður haldinn eftir
áramót ef næg þátttaka fæst. Húsasmíði, múrverk,
og pípulagnir.
Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu skólans
sími 5488
Skólameistari.
Opnunartími verslana Kaup-
félags Skagfirðinga á Sauðár-
króki í desembermánuði 1985
Verslanir Kaupfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki verða opnar í desember-
mánuði sem hér segir, auk hins venju-
lega opnunartíma: