Feykir


Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 12

Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 12
4. desember 1985, Beykir 24. tbl. - 5. árg. ,^° ÍP ALDREI GLÆSILEGRA JWJ |0\j/ ALDREISKEMMTILEGRA HÓTEL MÆLIFELL tý' Borðapantanir i síma 5265 Héraðsskjalasqfh A-Hún.: Heija útgáfu á Héraðsskjalasafn A-Húnavatns- sýslu hefur ráðið Pétur Sigurðsson á Skeggsstöðum til þess að ganga frá ýmsum handritum úr dánarbúi Bjarna Jónassonar í Blöndudals- hólum til prentunar og er ráðgert að safnið gefl út bók með þeim vcrkum á næsta ári. Þá mun Pétur einnnig skrifa í þá bók um Bjarna, sem var mjög merkur fræðimaður. Þessi útgáfa verður sú fyrsta, sem Héraðsskjalasafnið stendur fyrir, en siðar er áformað að gefa út fleiri verk. M.a. er hugmynd uppi að gefa út ljósprentun af bókinni Föðurtún eftir Pál V.G. Kolka en sú bók hefur lengi verið uppseld. Arlega er Héraðsskjalasafninu gefið mikið af skjölum, bókum og myndum. T.d. afhenti Auðunn Guðmundsson frá Austurhlíð á síðasta ári safninu mikið af handritum, skjölum og bókum úr safni föður síns Guðmundar Jósafatssonar. Þær bækur féllu vel inn í ættfræði og heimildasafn skjalasafnsins. Arlega er reynt að kaupa til safnsins öll nýútgefin ættfræðirit og skjöl tengd ættfræði. A síðasta ári voru um 50 aðilar, sem gáfu til safnsins. A þessu ári er útlit fyrir að gefendur verði fleiri. Pétur í Miðhúsum og Konráð á Haukagili hafa ferðast um hérað undanfarin sumur og safnað og einnig er mikið um það að fólk komi með bækur, myndir og skjöl til safnsins. I safninu er góð aðstaða fyrir þá, sem vilja stunda þar fríeðistörf. Sú aðstaða er notuð í vaxandi mæli m.a. af þeim, sem eru að grúska í ættfræði eða ungu fólki, sem er að Sauðárkrókur: Ur bæjarstjóm með meira Tónlistarskólinn eignast húsnæði Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við eiganda Borgarmýrar la um kaup á húsnæðinu undir starfsemi Tón- listarskóla Sauðárkróks. Tón- listarskólinn hefur verið í þessu húsnæði undanfarin ár en búið við ótrygg skilyrði og óvissu um framhald verunnar þar og knúið á við bæjaryfirvöld að húsnæðið yrði keypt. Nú hefur bærinn scmsagt fallist á þetta og ætlar að ganga til samninga við Astvald Guðmundsson eiganda Borgarmýrar la. Kaupverð hússins mun vera um 6 milljónir. Einstæðir foreldrar fái endur- greitt Einstæðir foreldrar á Sauðár- króki hafa óskað eftir því að þeir fái endurgreidd gjöld vegna dagvistunar barna á einka- heimilum. Að sögn mun slíkt tíðkast hjá öðrum sveitar- félögum og því réttlætiskrafa að slíkt verði tekið upp hér á Sauðárkróki. Kongsberg gefur jólatré Vinabær Sauðárkróks í Noregi, Kongsberg, hefur tilkynnt að Sauðárkróksbæ verði geftð jóla- tré núna fyrir jólin. Verður jólatrénu líklega valinn staður á Kirkjutorginu eins og venja hefur verið undanfarin ár og alltaf viss spenningur í bömunum þegar stendur til að kveikja á jólatrénu. Slæni staða bæjarsjóðs Staða bæjarsjóðs Sauðár- króks hefur víst sjaldan verið verri en á þessu hausti. Aukafjárveitingar hafa farið fram úr áætlun og ^reiðslu- erfiðleikar miklir. A fundi bæjarráðs þann 18. nóvember lagði Hörður Ingimarsson fram bókun þess efnis að samin verði greiðsluáætlun til loka ársins er sýni áætlaðar tekjur (þ.m.t. lán) og öll gjöld, þ.m.t. fjárfestingar, sem ógreiddar eru og hafa vcrið samþykktar af bæjarstjórn en voru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Nú er að sjá hvernig brugðist verður við en víst munu erfiðleikarnir miklir. Pálmi hættur við tilboðið í síðasta blaði sögðum við frá því að hafnarnefnd Sauðárkróks hefði samþykkt að taka tilboði Pálma Friðrikssonar um grjót- flutninga í sandfangara. Pálmi hefur nú fallið frá tilboði sínu og hafnarnefnd samþykkti að taka tilboði Króksverks hf. en tilboð þess hljóðaði upp á 3.935.000 þúsund. Tilboð Pálma var hinsvegar upp á 2.985.000 þús. næsta árí safna efni í ritgerðir. Safniðeropið frá mánudegi til timmtudags frá kl. 14-19 og á öðmm tímum er unnt að komast þar að eftir samkomulagi við safnvörð, sem er Þórhildur Isberg. Héraðsskjalasafnið er til húsa í bókhlöðunni á Blönduósi. Skjala- safnið á 16% af þeirri húseign, en Héraðsbókasafnið á hinn hluta hússins. Hluti af húsinu er leigt undir sýsluskrifstofu, skrifstofu Blönduóshrepps og lögreglustöð. Að sögn Jóns ísbergs sýslumanns standa þær leigutekjurundirrekstri húseignarinnar og vonast er til þess að söfnin fái á næstu ámm tekjuraf húsinu sem geti mnnið til þess að efla þau og bæta. Úr einu í annað Skólabátur smíðaður á Skaga- strönd. Nú er að ljúka smíði á 17 tonna trefjaplastbát hjá fyrir- tækinu Mánavör hf. á Skaga- strönd. Fiskifélag íslands, Haf- rannsóknarstofnun og Háskóli Islands hafa keypt bátinn og verður hann notaður sem skólabátur. Fyrirtækið Mána- vör hf. er vel í stakk búið til þess að framleiða stóra trefjaplast- báta. Fyrirtækið hét áður Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. en fyrir nokkru Vilja 7 hreppsnefndarmenn Hreppsnefnd Blönduóshrepps hefur farið þess á leit við Sýslunefnd A-Hún. að hrepps- nefnd Blönduóshrepps verði skipuð 7 hreppsnefndarmönnum frá og með næstu sveitastjómar- kosningum. Hreppsncfndarmenn eru nú 5. Golfáhugi á Blönduósi Mikill og vaxandi áhugi er nú fyrir golfiþróttinni á Blönduósi. Var völlur tekinn í notkun í Vatnahverfi í sumar og þar útbúnar nokkrar brautir. Þessi aðstaða var stðan mikið notuð seinni partinn í sumar. Nú hafa golfáhugamenn farið þess á leit við hreppsnefnd að þeim verði úthlutað stærra svæði undir starfsemina samkvæmt skipu- lagi. Hafa þeireinnigóskaðeftir því að gömlu íbúðarhúsi á þessu svæði verði úthlutað undir starfsemi nýstofnaðs golfklúbbs. Golfklúbburinn heitir Ós og var stofnaður í september sl. Formaður golfklúbbsins er Stefán Þ Berndsen. Leynd yfir vatnsmálum Bæjarstjórnarmenn á Sauðár- króki hafa innsiglað varir sínar útaf samningaviðræðum þeim sem nú fara fram fyrir luktum dyrum um hugsanlega vatnssölu frá Sauðárkróki og lleira þar að lútandi. Hafa ýrnsir fjölmiðlar keyptu nýir aðilar hlut í því fyrirtæki. Loðdýrabændur kynna fram- leiðslu sína. Loðdýrabændur í A-Hún. verða með kynningu á fram- leiðslu sinni á Hótel Blönduósi á föstudaginn og laugardaginn. Sýnd verða skinn af öllum þeim afbrigðum refa, sem ræktuð eru hér á landi, auk einhverra minkaafbrigða. Þá verða einnig sýndar myndir af fullunninni grávöru og loðfeldum. verið duglegir við að spá t þögnina og jafnvel slegið fram fullyrðingum út í loftið í þeirri von að bæjarstjórnarmenn rjúfi þögnina og leiðrétti vitleysuna. Feykir vill ekki brcnna sig á slíku en fagnar því að þetta sannar að bæjarfulltrúar gcta ekki síður þagað cn talað. Húnvetnsk kveðja? Sá fáheyrði atburður varð á leiðinni milli Sauðárkróks og Varmahlíðar á dögunum að farþegar í bíl er ók fram úr rútu Rúnars Gíslasonar, tóku niður um sig buxur og nærhöld og snéru þannig sínum óæðri enda framan í bílstjóra rútunnar og farþegana, þeim til lítillar skemmtunar. Farþegarnir í rútunni voru skólakrakkar af Sauðárkróki á leið í Varmahlíð til íþróttakeppni og áttu ekki orð yfir þennan furðulega fávitahátt. Til þess að ekki fari milli mála hverjir þarna voru á ferðinni og að saklausir menn verði ekki værtdir um svo áberandi skort á óbrenglaðri hugsun, þá upplýsum við hér með að númer bílsins var H- 3035. Ekki trúum við að þessi hegðun sé dæmigerð fyrir Húnvetninga, enda hverri sveit skylt að kannast við vesalinga sína ekki síður en aðra. FEYKIR spyr á fundi á Hvammstanga Telur þú að Samtökin um jafnrétti milli landshluta nái þeim árangri, sem þau stefna að? Sigurður Bjömsson bóndi Kolugili: Eg hef ekki nokkra trú á að þau nái öllum sínum baráttu- málum fram, þó margt sé gott sem þau boða. T.d. hef ég litla trú á að stjórnlagaþing verði samþykkt því þingmenn eru hræddir um að missa spón úr aski sínum. Örn Guðjónsson málarameistari Hvammstanga: Eg vona það svo sannarlega og það gera þau ef fólk fylkir sér saman og verður virkara og meðvitaðra um hagsmuni lands- byggðarinnar. Birna Lárusdóttir Efribrunni Dalasýslu: Þegar búandi fólk í öðrum kjördæmum finnur hjá sér þörf að fara langar leiðir til þess að ræða þessi mál, sýnir það best hve þörfin er mikil. Við verðum að taka höndum saman og spyrna gegn því peningafiæði, sem streymir til höfuðborgarinnar. Sr. Ámi Sigurðsson sóknarprestur Blönduósi: Það er erfitt að segja um það á þessu stigi, en við vonum að samtökunum vaxi svo fiskur um hrygg að verulegur árangur náist í því að rétta hlut byggðanna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.