Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 8. mars 1995
VESTFIRSKA
1 FRÉTTABLAÐIÐ
Giinnlaiigiir M, Sigmundsson -
Hemaðarverktaki sent h ugs
ar eins og togaraskipstjóri
Hjónin Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sigríöur G. Sigur-
björnsdóttir. Þau eru bæði prókúruhafar fyrir Kögun hf.,
fyrirtæki sem rekiö er samkvæmt milliríkjasamningi íslands
og Bandaríkjanna og hefur aösetur á íslandi og í Fullerton í
Kaliforníu. í Kaliforníu hefur langstærsti hluti bandaríska
hergagnaiðnaðarins aðsetur.
Ef Vestfirðingar kjósa
Gunnlaug Sigmundsson til setu
á löggjafarsamkomu Islendinga
verður hann fyrsti alþingis-
maðurinn sem jafnframt er
launþegi Bandaríkjahers. Fyr-
irtæki hans, Kögun hf., var
stofnað í þeim tilgangi að ann-
ast viðhaldsþjónustu á hugbún-
aði hins svokallaða Islenska
loftvarnarkerfis Varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli.
Gunnlaugur M. Sigmunds-
son hefur byrjað kosningabar-
áttu sína á Vestfjörðum með
þeim hætti að athygli hefur
vakið. Isfirðingur, hið gamla
blað framsóknarmanna á Vest-
fjörðum, hefur fengið andlits-
lyftingu svo að allt annað er að
sjá það en þegar Vestfirðingar
voru sjálfir að baksa við að gefa
það út.
Allt yfirbragð blaðsins ber
þess merki að þar hafa reyk-
vískir fagmenn staðið að verki.
Boðskapurinn er þaulhugsaður:
Gunnlaugur M. Sigmundsson
hugsar eins og togaraskipstjóri!
Þess er vandiega gætt að láta
sem minnst fara fyrir öðrum
frambjóðendum.
Þekktu ekki fyrrum
forstjóra Þróunar-
félagsins
Fyrir örfáum mánuðum vissi
varla nokkur maður hér á
kjálkanum deili á þessum fyrr-
verandi forstjóra Þróunarfélags
Islands, framsóknarmenn ekk-
ert frekar en aðrir. Sumir segja
að þetta hafi verið gagnkvæmt
og benda á að Þróunarfélagið
hafi nær ekkert fjárfest á Vest-
íjörðum.
Þegar Gunnlaugur gaf kost á
sér í prófkjöri framsóknar-
manna á Vestfjörðum kom
fram að hann átti ættir að rekja
á Strandir og í Reykhólasveit.
Menn urðu einnig varir við að
hann átti vináttu þeirra Olafs Þ.
Þórðarsonar og Steingríms
Hermannssonar; jafnvel svo að
þeir lögðu það á sig að hringja
„eitt eða tvö símtöl“ til stuðn-
ings þessum vini sínum.
Það kom líka í ljós að hann
hafði bæði tíma og fé til að
helga sig prófkjörsbaráttunni
að fullu þær fimm vikur sem
hann hafði til stefnu. Og hann
sýndi að hann kann að vinna
skipulega að því að ná settu
marki. Það var því ekki alveg
út í hött að hann skyldi fyrst og
fremst þakka sjálfum sér kosn-
ingasigurinn.
Mörgum var brugðið er
Gunnlaugur lýsti því yfir í út-
varpsfréttum að hann ætlaði sér
alls ekki að hætta að reka fyrir-
tæki sitt. Kögun hf., þótt hann
settist á Alþingi. Fæstir Vest-
firðingar höfðu þó hugmynd
um hvers konar fyrirtæki það er
sem Gunnlaugur Sigmundsson
leiðir
En hver er Gunnlaugur M.
Sigmundsson og hvaða at-
vinnurekstur er það sem hann
lætur sér svona annt um?
Lætur ekki hugsjónir
vefjast fyrir sér
„Gunnlaugur hefur aldrei
spurt hvað hann geti gert fyrir
flokkinn heldur hvað flokkur-
inn geti gert fyrir hann,“ segir
gamall félagi hans. „Gunn-
laugur er athafnamaður sem
lætur ekki hugsjónir vefjast
fyrir sér og honum hefur tekist
sérlega vel að nýta sér flokks-
tengslin."
Þegar Gunnlaugur kom ung-
lingur í Framsóknarflokkinn
fóru þeir Olafur Ragnar
Gn'msson og Baldur Oskarsson
fyrir ungum framsóknarmönn-
um. Gekk Gunnlaugur í fyrstu
til liðs við þá en þegar þeir
Olafur og Baldur risu upp gegn
gömlu mönnunum í flokksfor-
ystunni sagði Gunnlaugur strax
skilið við þá.
Gunnlaugur varð fjölskyldu-
maður þegar á námsárunum og
það kann að hafa átt sinn þátt í
að hann hafði lítinn tíma til að
taka þátt í uppreisn 68-
kynslóðarinnar. Honum var
meira í mun að ná vináttu þeirra
Kristins Finnbogasonar, Olafs
Jóhannessonar og síðast en
ekki síst Steingríms Her-
mannssonar.
Meðan jafnaldrar hans í Há-
skólanum ástunduðu sand-
kassapólitík og óhollt líferni
hóf Gunnlaugur Sigmundsson
stud. oecon. störf í fjármála-
ráðuneytinu undir yfirstjórn
Halldórs E. Sigurðssonar. Síðar
lá leið hans í Alþjóðabankann
og svo í forstjórastól Fram-
kvæmdastofnunar árið 1985.
Framkvæmdastofnunin sál-
uga heyrði beint undir forsæt-
isráðuneytið og svo vildi til að
þegar Gunnlaugur varð for-
stjóri þessarar stofnunar hét
forsætisráðherrann Steingrímur
Hermannsson. Steingrímur
beitti sér svo fyrir stofnun Þró-
unarfélags Islands hf. og varð
Gunnlaugur Sigmundsson
fyrsti forstjóri þess árið 1986.
Þróunarfélagið var stofnað í
þeim tilgangi að örva nýsköpun
í íslensku atvinnulífi og efla
arðsama atvinnustarfsemi.
M.ö.o. að leggja ungum full-
hugum til áhættufé sem þeir
ella hefðu ekki haft aðgang að.
I Þróunarfélaginu fékk
Gunnlaugur hundruð milljóna
sjóð til að miðla úr til hinna
aðskiljanlegustu verkefna. En
það var strax tekið á málunum
af festu. Þannig greinir Morg-
unblaðið frá því 12. mars 1987
að 43 erindum af 66 til félags-
ins hafi verið hafnað vegna
þess að þær uppfylltu ekki til-
skildar kröfur.
Þróunarfélagið ekkert
sjúkrasamlag
„Þróunarfélagið er ekki
sjúkrasamlag fyrir gjaldþrota
fyrirtæki," sagði Olafur Dav-
íðsson, stjórnarformaður Þró-
unarfélagsins, „það er ekki nýr
Byggðasjóður og það á enginn
rétt á fé frá félaginu." Þetta
skýrir e.t.v. hvers vegna Vest-
firðir voru ekki beinlínis inni í
myndinni hjá þeim Þróunarfé-
Iagsmönnum.
Gunnlaugur vann af krafti
við rekstur Þróunarfélagsins og
öfundarmenn hans halda því
fram að hann hafi Ifka verið
duglegur við að koma sinni
eigin ár fyrir borð. Félagið
þróaðist fljótlega í aðra átt en til
var stofnað. í stað þess að lána
áhættufé var nú lögð æ meiri
áhersla á að eignast hlutafé í
fyrirtækjum.
Árið 1990 var því lýst yfir að
félagið hefði endanlega ákveð-
ið að hætta lánastarfsemi en
snúa sér þess í stað fyrst og
fremst að hlutabréfakaupum.
Þá þegar var félagið hluthafi í
fjórtán fyrirtækjum. Velta
þeirra dótturfyrirtækja sem fé-
lagið átti 25% eignarhlut í eða
meira var tæpur milljarður.
Árið 1992 átti Þróunarfélag-
ið hlutafé í meira en tuttugu
fyrirtækjum. Illgjarnar raddir
sögðu að þar með væri félagið
sjálft komið í samkeppni við
atvinnurekstur sem því var
upphaflega ætlað að leggja til
fjármagn.
Meðal þeirra fyrirtækja sem
Þróunarfélagið eignaðist hluta-
bréf í má nefna: Tæknigarða,
Marel hf„ Hlaðbæ Colas hf.,
Yleiningu hf., Hampiðjuna,
Tölvusamskipti, GKS, Iceland
Crown, Gagnalind hf„ Hug hf.
og HP á íslandi (Hewlett Pac-
kard), Fjölnemar hf„ Geotherm
í Ungverjalandi, Saga Food
Ingredients A/S og síðast en
ekki síst Kögun hf.
Að sjálfsögðu starfar jafná-
byrgt fyrirtæki og Þróunarfélag
Islands samkvæmt ákveðnum
siðareglum til að tryggja trún-
að. „En Island er land nábýlis-
ins“, eins og Gunnlaugur orðar
það , - og fámennisins.
Það fór enda svo að Gunn-
laugur komst ekki hjá því að
taka sæti í stjórnum margra
þessara fyrirtækja og sumra
sem stjórnarformaður. 1 síðast
talda fyrirtækinu, Kögun hf.,
varð hann bæði stjórnarfor-
maður og framkvæmdastjóri,
samhliða því að veita Þróunar-
félaginu forstöðu.
Gunnlaugur Sigmundsson
hætti síðan störfum hjá Þróun-
arfélagi fslands í aprfllok 1993.
„Mér barst tilboð um að vinna
tímabundið verkefni fyrir stórt
alþjóðlegt fyrirtæki og ákvað
að slá til,“ sagði hann í viðtali
við Morgunblaðið 4. maí þetta
ár. Hann vildi ekki gefa upp við
blaðið í hverju þetta verkefni
hans erlendis væri fólgið.
þar sem samkeppni
er mikil“
Vestfirðingar virðast fæstir
vita hvers konar fyrirtæki Kög-
un er. í litbæklingi sem Gunn-
laugur gaf út fyrir prófkjörið og
lét dreifa inn á hvert vestfirskt
heimili segir aðeins að Kögun
sé fyrirtæki á sviði hugbúnaðar
sem hafi starfsemi bæði á ís-
landi og í Bandaríkjunum.
Flestir töldu að þetta væri lítið
snoturt fjölskyldufyrirtæki.
„Við erfiðar aðstæður þar
sem samkeppni er mikil, eins
og í rekstri hugbúnaðarfyrir-
tækja, þurfa menn að sýna
snerpu og festu. í fyrirtæki
mínu hefur mér tekist það,“
segir Gunnlaugur í áðurnefnd-
um bæklingi. Margir misskildu
þessi orð og héldu að hann ætti
við Kögun en að sjálfsögðu var
Gunnlaugur að tala um öll hin
fyrirtækin sem hann tengist.
Kögun hf. hefur nefnilega
ekkert með samkeppni að gera.
Það starfar samkvæmt sérstöku
einkaleyfi sem íslensk stjórn-
völd sömdu um við bandaríska
flugherinn.
Kögun starfar með öðrum
orðum á sama grundvelli og
Islenskir aðalverktakar. Mun-
urinn er bara sá að Kögun er
hreinn og klár hergagnafram-
leiðandi á hátæknisviði meðan
Aðalverktakar eru gamaldags
byggingafyrirtæki.
Það varð fljótlega Ijóst eftir
að farið var að endurnýja rat-
sjárkerfi Bandaríkjahers hér á
landi að þetta kerfi átti að
tengja saman í einni stjórnstöð
með geysifullkomnum hug-
búnaði. Einnig var vitað að hér
var um mjög kostnaðarsamar
framkvæmdir að ræða.
Ekki var því að undra þótt
íslenskir hugbúnaðarframleið-
endur færu að þreifa fyrir sér
um möguleika á verkefnum við
þróun og seinna viðhald þessa
stjórnbúnaðar íslenska loft-
varnakerfisins (Iceland Air
Defense System, IADS) eins og
það hét á máli Bandaríkjahers.
Gekk málið svo langt að það
kom til kasta utanríkisráðu-
neytis að semja við bandarísk
stjómvöld um íslenska þátttöku
í gerð hugbúnaðar fyrir Is-
lenska loftvarnarkerfið. I
skýrslu Steingríms Hermanns-
sonar utanríkisráðherra til Al-
þingis árið 1988 getur m.a. að
lesa eftirfarandi klausu:
„Samkomulag hefur tekist
um að hugbúnaðarþjónusta við
hið nýja ratsjárkerfi verði í
höndum Islendinga. Hefur ver-
ið ákveðið að byggja sérstaka
hugbúnaðarmiðstöð á varnar-
svæðinu. Þar verður aðstaða
fyrir u.þ.b. 30 kerfisfræðinga,
sem munu viðhalda og þróa
hugbúnað ratsjárkerfisins.
Hugbúnaðarmiðstöðin verður
jafnframt varaeftirlitsstöð fyrir
ratsjárkerfið.“
í upphafi mun hafa ríkt
nokkur bjartsýni meðal hug-
búnaðarframleiðenda; þeir töl-
uðu um það sín á milli að þeir
væru „að stofna Islenska aðal-
verktaka númer 2“. Hér átti sem
sagt að verða til sameignarfélag
helstu hugbúnaðarfyrirtækja
landsins.
Með þessu fyrirkomulagi
vakti það ekki síst fyrir hug-
búnaðarmönnum að koma í veg
fyrir að einhver einn þeirra yrði
fyrirtæki sem kæmist inn í
þetta verkefni ætti í framtíðinni
vfsar miklar og öruggar tekjur
og gæti þannig orðið risi á ís-
lenska hugbúnaðarmarkaðn-
um.
Hugbúnaðaraðilum ýtt út
En margt fer öðru vfsi en
ætlað er, hvort sem það hefur
nú verið fyrir tilstilli Stein-
gríms Hermannssonar utanrík-
isráðherra eða ekki. I Morgun-
blaðinu 18. febrúar þetta ár
getur að lesa eftirfarandi:
„Þess hefur verið farið á leit
við Olaf Davfðsson fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra
iðnrekenda og Gunnlaug M.
Sigmundsson framkvæmda-
stjóra Þróunarfélags Islands að
hafa forgöngu um stofnun fyr-
irtækis er hefði yfirumsjón með
viðhaldi og rekstri á hugbúnaði
fyrir ratsjárstöðvarnar ... “
Einn þeirra hugbúnaðaraðila
sem upphaflega áttu frum-
kvæðið að því að fá verkefnið
segir að vamarmálaskrifstofa
utanríkisráðuneytisins hafi
fljótlega séð til þess að gera þá,
hina eiginlegu hugbúnaðar-
framleiðendur, áhrifalausa í
málinu. Það var einfaldlega
gert með skírskotun til hemað-
arleyndar og öryggis.
Kögun hf. var svo stofnað
29. desember 1988. í skýrslu
Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra til Alþingis
1989 segir: „Rekstur hugbún-
aðarmiðstöðvar sem reist
verður á vamarsvæðinu verður
í höndum íslenska fyrirtækis-
ins Kögunar hf., sem stofnað
var í desember 1988 til þess að
annast viðhald og þróun hug-
búnaðar ratsjárkerfisins sem
verktaki hjá Ratsjárstofnun."
Jón Baldvin segir ennfremur
í ræðu sem hann hélt á Alþingi
24. apríl þetta ár til að kynna
skýrslu sína:
„Stofnun þessa fyrirtækis,
Kögunar hf„ átti sér nokkurn
aðdraganda. Leitað var sam-
starfs og samvinnu við Félag
ísl. iðnrekenda og Þróunarfélag
Islands til að laða saman öll
þau íslensk fyrirtæki sem að
hugbúnaðarmálum vinna til að
búa svo um hnúta að sú þekk-
ing sem íslenskir sérfræðingar
munu öðlast við störf á hug-
of stór því að ljóst var að það
Guðfeður Kögunar: Steingrímur Hermannnsson og Jón Baldvin Hannibalsson.