Feykir - 17.12.1986, Blaðsíða 3
26/1986 FEYKIR 3
Sr. Dalla Þórðardóttir, Miklabæ:
r
IBetiehem er bam oss fætt
Það var vonum seinna sem
ég sendi jólakortin að þessu
sinni til vina og ættingja um
heimsins ból. Það er góður
siður að rœkja vináttu nú á
aðventunni þegar við vœntum
góðs vinar á heimilum okkar,
sjálfs Jesú, sem er að koma og
færir okkur birtu í hjörtun
með góðu fréttunum um Guð
og loforð hans um frelsun.
En það er ekki að því að
spyrja. vinir mínir og vinkonur
hafa munað eftir mér og það í
tíma. Kortin streyma til mín,
skrautleg og falleg, enda stilli
ég þeim upp ístofunni og nota
sem jólaskraut.
Mörg sýna Maríu og Jósep
með barnið nýfædda í gripa-
húsi, já sjálfan frelsarann í
útihúsi. Þessi sjón yljar mér
við hjartarætur, því hún er svo
kunn. Mérfinnst næstum að ég
hafi verið þarna, í húminu, í
lágu húsi, horfandi á ungbamið
innan um skepnurnar. En þó er
tilfinningin trega blandin, því
að okkur h/ýtur að svíða það,
að honum skyldi úthýst í
heimaborg ættar sinnar. Honum
hefði borið höll en ekkifjárhús
og í stað þess að vera ein á
þessari gleðistundu, hefðu
María og Jósep átt að njóta
hennar í faðmifjölskyldunnar.
Þær eru ótaldar sögurnar sem
við höfðum lesið og heyrt um
einmitt þetta og þá upphaflegu
hlýðum við á þegar heilagt er
orðið á sjálfum jólum.
’ Þess vegna er þetta ef til vill
eitt af því, sem við viljum alls
ekki láta hrófla við, en samt er
það svo að það hefur maður
dirfst að gera. Eftir að ég las
orð hans, hefur mér þótt
skoðun hans æ umhugsunar-
verðari.
Maður þessi er guðfræðingur
að mennt og hefur kynnt sér
mannlíf og siði á dögum Jesú
og hann segir okkur:
,,Jesús fæddist alls ekki í
gripahúsi af því að honum væri
úthýst, þetta er byggt á
tómum misskilningi”.
Hann segir að Gyðingar
hafl verið sérlega gestrisnir og
ættrœknir í meira lagi, svo að
nær óhugsandi sé aðfjölskylda
Jóseps hafl liðið það að hann
gisti ekki hjá henni. Það hefði
verið skömm fyrir hana að
láta frændann einan þegar
hann kom til borgarinnar
Betlehem. Þess vegna hlýtur
hann að hafa gist hjá
frændfólki sínu og Jesúsþví að
hafa fæðst þar. En hvernig
stendur þá á því að minnst er
á gistihús og hvers Vegna var
frelsarinn lagður í jötu? Jú,
þetta skýrist allt. Gistihús,
sem við nefnum svo, er í raun
og veru gestaherbergi, sem
jafnan var í húsum Gyðinga.
Vera má að ekki hafl verið
rúm þar, vegna þess að aðrir
ættingjar voru þegar komnir.
Jatan var í gripahúsi á neðri
hœð hússins, eins og stundum
var einnig í íslenskum húsum,
og fékkst þá hiti af skepnunum.
Þar mun skýringin komin á
gripum og jötu.
Nú vitum við auðvitað ekki
hvort þetta var svo í raun og
v,eru því að þetta er mælt af
líkurfi. Veramá að okkur þyki
þetta heldur engu máli skipta.
Mér þykir hins vegar vœnt
um þessar upplýsingar því að
jafnan hefur það verið mér
erfiður og stór þyrnir að
frelsarinn skyldi hefja líf sitt
hér við svo ill kjör. Annað er
það að við megum ekki loka
trú okkar inni í því búri sem
enga gagnrýni þolir eða
breyttar aðstæður. Hvernig
svo sem því víkur við hvar
J'æðinguna bar að höndum,
stendur það þó óbreytt að
hann kom í heiminn, að
faðirinn sendi hann til okkar.
Og hjá þeirri vissu, skiptir hitt
engu má/i. Það hlýtur að falla
í skuggann af þeim mikla
Ijóma sem lýsir upp líf okkar
og allra kynslóða, sem fæðing
frelsarans var.
Eg virði fyrir mér kortin
mín. Utan við gripahúsið,
þykist ég heyra eng/araddintar
syngja; ,,Dýrð sé Guði í
upphæðum og friður á jörðu
með mönnum, sem hann hefur
velþóknun á”. Þetta er það
sem má/i skiptir. Guð metur
okkur svo mikils að enginn
annar en sonur hans var
verður þess að leiða okkur til
hans, vera okkur vegurinn til
himins. Og á hinn veginn
vorum við talin þess verð að
ganga þann veg og fá að s/ást í
fylgd með honum.
Nú verðum við senn að reka
smiðshöggið á undirbúning
jó/anna sem við höldum íþökk
og gleði vegna hingaðkomu
Jesú. Þá hátíð höldum við
honum til dýrðar, engum
öðrum, sem varð einn af
okkur, fæddur og vafinn í
reifar til þess að við mættum
verða með í þeim skara sem
syngur Guði dýrð með englum
himins.
Gleðileg jól
Messur um jól og áramót
Sr. Sigurpáll Óskarsson
Hofsós ................................. aðfangadag kl. 18.00
.......................................... nýársdag kl. 16.00
Hof........................................ jóladag kl. 13.00
FHl ....................................... jóladag kl. 15.00
Sr. Dalla Þórðardóttir
Flugumýri ................................. jóladag kl. 14.00
Miklibær .................................. jóladag kl. 16.00
•...................................... gamlársdag kl. 21.00
Silfrastaðir ....................... annan jóladag kl. 14.00
Sr. Hjálmar Jónsson
Sauðárkrókur ............... aðfangadag aftansöngur kl. 18.00
..............................jóladag hátíðarmessa kl. 18.00
........................annan jóladag skírnarmessa kl. 11.00
.......... annan jóladag hátíðarmessa Sjúkrahúsinu kl. 14.00
............................ gamlársdag aftansöngur kl. 18.00
............................. nýársdag hátíðarmessa kl. 16.00
Keta ...................annan jóladag hátíðarmessa kl. 17.00
r
Sr. Arni Sigurðsson
Blönduós ............... aðfangadag Héraðshælinu kl. 16.00
............................ aðfangadag aftansöngur kl. 18.00
............. annan jóladag barna- og skírnarmessa kl. 11.00
............................ gamlársdag aftansöngur kl. 18.00
Þingeyrakirkja.................jóladag hátíðarmessa kl. 16.30
Undirfell ..............annan jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Skagaströnd ...................jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
.................. sunnudaginn 4. jan. nýársmessa kl. 14.00
Höskuldsstaðir .........annan jóladag hátíðarmessa kl. 16.30
Hof Skagastr......sunnudaginn 28. des. hátíðarmessa kl. 14.00
Sr. Sigurður Guðmundsson
Viðvík.........................jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Hólar .........................jóladag hátíðarmessa kl. 16.00
Ríp ....................annan jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Sr. Gísli Gunnarsson
Glaumbær ................... aðfangadag aftansöngur kl. 21.00
......................................... nýársdag kl. 14.00
Víðimýri .......................jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Reynistaður ....................jóladag hátíðarmessa kl. 16.00
Barð ...................annan jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Sr. Róbert Jack
Vesturhópshólar ................jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Tjörn ..........................jóladag hátíðarmessa kl. 16.30
Víðidalstunga ............annan jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Breiðabólsstaður .........annan jóladag hátíðarmessa kl. 16.00
Sjúkrahúsið Hvammstanga ............. 23. desember kl. 13.30
r
Sr. Olafur Hallgrímsson
Reykir .........................jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Mælifell .......................jóladag hátíðarmessa kl. 17.00
.............................. nýársdag hátíðarmessa kl. 14.00
Goðdalir ...............annan jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Sr. Guðni Þór Ólafsson
Hvammstangi ................ aðfangadag aftansöngur kl. 18.00
.............................. jólanótt hátíðarmessa kl. 24.00
Melstaður.......................jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Bergsstaðir...............annan jóladag hátíðarmessa kl. 14.00
Bólstaðahlíð..............annan jóladag hátíðarmessa kl. 16.00
Svínavatnsk......................28. desember messa kl. 14.00
Auðkúla .........................28. desember messa kl. 16.00.
Holtastaðir .....................28. desember messa kl. 21.00
Staðarbakki .................. nýársdag hátíðarmessa kl. 14.00