Feykir - 17.12.1986, Blaðsíða 11
26/1986 FF.YKIR 11
Jón R. Jósafatsson:
Uppspretta auðsins
Ekki líður sá dagur að ekki sé
rætt og ritað um fjárþörf til
ýmissa menningar- og þjóðþrifa-
mála. í flestum tilfellum er ekki
nema gott eitt um það að segja.
Mér virðist, að í allri umræðunni,
sé fólk gjarnt á að gleyma
hvaðan peningarnir koma, sem
ríkissjóður og almenningur
hefur úr að spila, eða eins og
ágætur Vestmannaeyingur sagði
á haustdögum, „Það er eins og
fólk sé farið að trúa því, að
gjaldeyririnn verði til í bönkunum”.
Eg vil vekja athygli á því, að
gjaldeyririnn verður ekki til í
kjallara seðlabankans, þó að þar
séu þykk gólf og gildir veggir.
3/4 hlutar útflutningstekna
okkar koma frá sjávarútveginum
og lífæðar sjávarútvegsins eru
einmitt hafnirnar á ströndum
Islands. Vegna þess að ísland er
eyja, vel staðsett, vil ég segja, í
Norður-Atlantshafi, þá hafa
íbúar landsins átt og munu eiga í
framtíðinni mest allt undir
fiskveiðum og siglingum. Til
þess að þessar atvinnugreinar
geti þrifist, þurfum við góðar og
öruggar hafnir. Þetta virðast
valdhafar ekki geta skilið og skilja
ekki enn.
Framlög til hafna
I fjárlagafrumvarpinu sem nú
liggur fyrir ætla stjórnarmenn
að gera „mikla” bót á syndum
sínum og hækka framlag til
hafnarmála í 160 m.kr. Þetta er
stór tala en skuldir við
hafnarsjóði eru nú um 118
m.kr., svo aðeins 42 m.kr. fara
til framkvæmda 1987. 60
milljónir voru veittar á þessu ári
og reyndar einnig 1985, til
hafnarmála á öllu landinu. Ef
við gerum smá samanburð, þá
má til dæmis fá 1/4 úr velbúnum
skuttogara fyrir þetta fé. Þetta
er svipuð upphæð og ríkissjóður
þarf væntanlega að greiða þegar
graskögglaverksmiðjan í Vall-
hólminum verður tekin til
gjaldþrotaskipta. Þetta er svipuð
tala og kostar að byggja
fóðurbýtibúr fyrir refí og minka
á hæðunum fyrir ofan Sauðár-
krók sem nú er verið að ljúka.
Þegar búið er að skipta þessu
„stórræði” milli allra hafna á
landinu geta allir séð að hlutur
hvers og eins er ekki stór. I raun
er verið í mörgum tilfellum að
henda þessum litlu peningum í
sjóinn í bókstaflegri merkingu
vegna þess að þetta fé er það lítið
að ekki er hægt að framkvæma
af neinu viti og verður þetta því
hálfkák eitt. Má það teljast
furðulegt að stjórnendur þessa
lands skuli ekki sjá þessa hluti
með alla sína reiknimeistara og
fræðinga á sínum snærum.
Líklegast er raunar að stjórn-
málamennirnir hafi brugðist
þegar hafnir eru annars vegar.
Eykon í norðanbyl?!!
Já, vel á minnst, nú eigum við
í Norðurlandskjördæmi vestra
völ á einum „reiknimeistara”
sem nú skipar 2. sæti Sjálfstæðis-
flokksins, landskunnur hagfiæð-
ingur og á hann að taka sæti
Eyjólfs K. Jónssonar sem vann
5. sæti flokksins í Reykjavík. Eg
minnist þess að Eyjólfur K.
Jónsson hafi látið í veðri vaka í
prófkjörsslagnum í Reykjavík
(sennilega í gríni) að hann væri
búinn að gera allt er gera þyrfti í
þessu kjördæmi og mál til komið
að hefjast handa í Reykjavík.
Sennilega hefur hann aldrei
komið að Sauðárkrókshöfn í
norðanbyl og stórsjó. Þá hefði
hann kannski séð eitthvað ógert
áður en hann yfirgæfí kjördæmið.
Eg er ekki með þessum orðum
að kasta rýrð á Eyjólf K.
Jónsson heldur vekja athygli á
því hvað hafnarmálin eru
fjarlæg flestum sem völdin hafa
og eiga að vinna að þessum
málum. Við eigum jú reyndar 4
aðra þingmenn í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Það hallast ekki
á með þeim í hafnarmálum
síðustu árin.
Staðið í ströngu
Sauðkrækingar hafa löngum
staðið í ströngu við að hemja
báta sína í höfninni, og fer
versnandi eftir því sem skipin
stækka. I nóvember 1985 varð
Hegranes SK-2fyrirstórskemmdum
svo að taka varð skipið í slipp í
10 daga og nú í nóvember 1986
varð Drangey SK-1 fyrri
allmiklum skemmdum, þá ný-
komið frá Þýskalandi úr
viðamiklum og kostnaðarsömum
breytingum. Er það hagstætt
fyrir þjóðarbúið að byggja upp
og kaupa ný, glæsileg og vel
útbúin skip og láta þau síðan
lemjast niður í höfnum landsins?
(Spurning til náunganna með
reiknistokkana). Hver skyldi
trúa því að árið 1986 skuli
aðstaðan í höfninni vera slík að
sjómennirnir skuli vera í
mörgum tilfellum þeirri stundu
fegnastir að komast út á rúmsjó
eftir að hafa staðið vaktir í
inniverum með vélar í gangi og
spil klár til þess að hemja skipin
við bryggju.
Mikil fjölgun smábáta
og líkangerð
Um aðstöðu smábáta í
Sauðárkrókshöfn er það að
segja að hún hefur farið
stórversnandi, því að ekkert
hefur verið gert í þeim efnum í.
áratugi, jafnframt því, að
smábátum hefur fjölgað mikið
síðustu árin eins og víðar um
land. Nú liggur fyrir að loksins
verði gert líkan af höfninni sem
væntanlega verður grundvöllur
nýrra framkvæmda við Sauðár-
krókshöfn. Menn binda miklar
vonir við líkanrannsóknirnar.
Sá hængur er á að Hafnarmála-
stofnun ríkisins hefur ekkert
húsnæði eins og er fyrir
líkanrannsóknir. Sláandi dæmi
um aðgerðarleysi stjórnvalda
varðandi hafnarmálin.
Ég geri Sauðárkrókshöfn hér
að umtalsefni þar sem að ég
þykist vera málum nokkuð
kunnugur, en þessa sögu má eflaust
segja um hafnir, vítt og breitt
um landið.
Að skattleggja olíuna
Virðingarleysi stjórnvalda í
málum undirstöðuatvinnuveganna
sést raunar best í þeirri umræðu
með fjármálaráðherrann í borddi
fylkingar, að skattleggja olíuna
til fískiskipa. Þetta kemur fram
árítuellinum—
á þeim tíma sem aðeins virðist
vera að rofa til hjá útgerðinni
einmitt vegna lágs olíuverðs á
heimsmarkaðinum. Einnig má
þakka minnkandi verðbólgu og
lækkun vaxta.
Ég vil skora á ráðamenn, ef
einhverjir mættu vera að því, að
lesa þessar línur, að athuga sinn
gang í þessum málum. Hvernig
væri að hyggja að grunninum þó
að seint sé? Byrjið á réttum enda,
tryggið undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar, sjávarútveginum,
sjálfsagða aðstöðu. Leggið nægjan-
legt fé til hafna landsins. Það er
forgangsmál fyrir íslensku þjóð-
ina.
Höfundur er fulltrúi í Hafnarmála-
nefnd Sauðárkróks.
Verktakar
Húsbyggjendur
Framleiðum á verkstæði; útihurðir - bílskúrshurðir
glugga - skápa - eldhúsinnréttingar
Verðtilboð ef óskað er
Eigum á lager; gluggaprófíl - glerlista - 3 gerðir
loftlista - panil - lektur og fleira
Gott verð
Óskum starfsmönnum og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
Slll
SlMI (95) 5211 - 550 SAUÐÁRKRÓKI
Búnaðarbanki íslands
útibúið á Sauðárkróki
óskar Skagfirðingum
öllum gleðilegrar
jóiahátíðar, árs og friðar
BUNAÐARBANKIISLANDS
TRAUSTUR BANKI