Feykir


Feykir - 17.12.1986, Blaðsíða 6

Feykir - 17.12.1986, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 26/1986 Blönduósför aldraðra Sauðkrækinga Laugardaginn 15. nóv. bauð J.C. klúbbur Blönduóss öldur- mennum Sauðárkróks til veislu við boðið, vissum einnig hve mikillar, og auðvitað þekktumst gaman er að heimsækja Blönduós og væntanlegar veitingar kitluðu bragðlaukana löngu áður en ferðin hófst. Verðurguðirnir voru í hátíðarskapi, storminn frá í gær hafði lægt og nú var komið besta veður hart nær logn og frostleysa. Um 30 manns tóku þátt í ferðinni og var sr. Hjálmar Jónsson fararstjóri, því hann er kjörinn til fylgdar hvert sem leiðir gamalla og hrjáðra liggja. Lagt var af stað frá Safnaðar- heimilinu laust eftir hádegi og haldið sem leið liggur fram Skagafjörð, yfir Vatnsskarð og út Langadal. Vegurinn alauður sem sumarvegur væri, þráttfyrir ofsann í veðrinu í gær. Numið Óskum starfsfólki og viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Búnaðarbanki Islands Blönduósi kj/ÍTir; 'k wEfsSxgBk W i'u., ■(jHEgp V~:' 1 8 var staðar við elliheimilið og litið inn á sýningu, sem aldraðir á Blönduósi höfðu sett upp í rúmgóðum vinnusal. Var þar margt góðra gripa, en sá galli var á gjöf Njarðar að sala var að mestu bönnuð, því eftir var að opna sýninguna fyrir almenningi. Þó var unnt með lempni að ná sér í minjagrip, einkum hjá Kristmundi, sem var eini herrann sem við sáum og höfðum tal af. Því næst var ekið að félagsheimilinu þar sem tekið var á móti okkur með virktum. Borð svignuðu undan kaffi og meðlæti, fólkið tók sér sæti, kunningjar hittust og skröfuðu saman. Félagi úr J.C. sté í stólinn, bauð gesti velkomna, bauð þeim að drekka og vera glaðir. Gerði hann einnig dagskránni skil. Þá setti farar- stjórinn að norðan, sr. Hjálmar Jónsson rögg á sig, tók fram blóm eitt mikið og fagurt og bað undirritaða að færa öldruðum Blönduósingum. Blómið var alþakið rauðum rósum og mun kallað jólarós -eðastjarna.oger það þeirrar náttúru að koma fólki í gott skap. Þorði hún ekki annað en verða við tilmælum sálusorgara síns, enda tók hann ábyrgðina á sínar herðar og bar rósina upp á ræðupallinn, því konan sem átti að framvísa því, er ekki orðlögð fyrir talfimi. Gat hún þó ekki stillt sig um að segja nokkur orð, sem áttu alls ekki við blómið. En það helsta var að hún þurfti endilega að hitta hann Gústa, sem hún rakaði á eftir þegar bæði voru ung fram í Finnstungu eitt sumar. Þar voru líka Oli og Sifa, besta vinkona hennar. Dag nokkurn sinnaðist hjúunum lítillega og þá kom þessi vísa; Þarna koma kújónar kynduga skrítnir nádátar Oli og Gústi idiótar óttalegir júfattar Ekki beint falleg íslenska, en hver skeytir um það. Svo ekki meira um það. Fólkið klappaði, en þá tók konan að fikra sig ofan af ræðupallinum, og reynandi að vera örugg með sig þar sem hún trítlaði yfir gólfið í átt til borðfélaga sinna. Líklega átti sr. Hjálmar klappið því nú var hann kominn á stúfana og stefndi að ræðustól. Síðan hóf hann ræðu sína, kom víða við; gamanmál og fyndni flutu eins og Kláravín afvörum hans,ekki alltof prestlegur, enda Króksarai kirkjurækið fólk - svona almennt - og sagt er að enginn bekkur í kirkjunni sé ekki fullsetinn þegar sr. Hjálmar stígi í stólinn. Að lokinni ræðu hans dundi salurinn við af lófataki. J.C. félaginn þakkaði presti ræðuna og bauð gestunum að taka til við kökurnar og kaffið því nú birtist skari kunnáttumanna með hljóðfæri sín og fólkið þusti í dansinn. Var hann stiginn drjúga stund og fjörið leyndi sér ekki. En dagur var til enda runninn áður en varði, fólkið að norðan kvaddi Blönduós- inga með kæru þakklæti og raðaði sér í bílana. Heim var komið klukkan rétt fyrir 8 um kvöldið. Skemmtilegum degi var lokið. Ef ég væri ung á ný einnig sviku fætur skyldi ég syngja dillidí dansa fram á nætur Hólmfríður Jónsdóttir Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.