Feykir - 25.02.1987, Síða 1
4/1987
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA
Nýtt litaafbrigði fundið í
íslenskum ref ? ——
„Með hækkandi sól ríður gestur í hlað.”
SS og Loðskinn
í samstarf
Loðskinn hf. á Sauðárkróki
og Sútunarverksmiðja Slátur-
félags Suðurlands í Reykjavík
hafa ákveðið að fullvinna allt
það hráefni hér innanlands sem
þeir hafa yfir að ráða. Er þetta
gert í því skyni að fullnýta
fjárfestingu verksmiðjanna á
sem hagkvæmastan hátt. Telja
aðilar að með þessari sam-
vinnu náist rekstrarleg hag-
kvæmni með tilliti til ytri
aðstæðna, sem nú hafa skapast í
ýmsum þáttum landbúnaðar og
snerta rekstur sútunarverksmiðja.
Forráðamenn þessara fyrirtækja
hafa ákveðið að láta athuga með
hvaða hætti þessi samvinna
getur orðið báðum aðilum til
hagsbóta til langs tíma. Þá hefur
einnig verið ákveðið að skiptast
á frekari upplýsingum bæði á
sviði tækni- og markaðsmála í
þeim tilgangi að ná sem bestum
árangri.
Leikfélag Hofsóss:
„Þið munið hann Jörund”
Nú standa sem hæst æfingar
hjá Leikfélagi Hofsóss á gaman-
leikriti Jónasar Arnasonar; „Þið
munið hann Jörund”.
Leikstjóri er Hilmir Jóhannes-
son á Sauðárkróki en honum til
aðstoðar er Anna Steingríms-
dóttir. Aætlað er að frumsýna
verkið fyrripart marsmánaðar í
Höfðaborg.
Að sögn Sólveigar Péturs-
dóttur sem sæti á í stjórn
leikfélagsins munu um 20 manns
taka þátt í sýningunni, að
meðtöldum söng og hljóðfæra-
leikurum.
Nokkuð vel gekk að fá fólk í
leikritið að þessu sinni, jafnt
þaulvana leikara og þá sem nú
stíga sín fyrstu spor á fjölunum.
Æft er fimm kvöld í viku.
Leikritið mun ekki verða sýnt
utan Hofsóss.
Leikfélag Hofsóss hefur undan-
farin ár sett upp nokkrar
leiksýningar. í fyrra sýndi
félagið Saumastofuna eftir Kjartan
Ragnarsson og þar áður Saklausa
svallarann.
(öþ)
Hofsós:
Slökkviliðið í nýtt húsnæði
tæki sem þessir aðilar eiga þar sem þetta eru bæði
komist í öruggt húsaskjól, dýr og vandmeðfarin tæki.
Skagaströnd:
Byggðastefiia
mynduð
Fyrir fáeinum dögum veiddist
refur frammi í Blönduhlíð. Þótt
það teljist yfirleitt ekki tíðinda-
vert að refir veiðist var þó svo í
þetta skipti.
Eftir að refurinn hafði verið
fleginn fóru menn að virða fyrir
sér feldinn. Þótti liturinn vera all
sérkennilegur og voru menn á
því að þetta væri blanda af
silfurref og mórauðum villiref.
En það stangast á við aldur á
þessum ref, því þetta afbrigði
hefur einungis verið ræktað
hérlendis í eitt ár, en álitið er að
þessi refur hafí verið fullorðinn.
Það er óhætt að segja að
síðastliðinn föstudagur hafi verið
annasamur hjá lögreglunni á
Sauðárkróki. Alls urðu 8
umferðaóhöpp það fyrst uppúr
hádegi og hið síðasta uppúr
klukkan fimm. Sem betur fer
urðu þó engin slys á fólki.
Að sögn Sveinbjöms Ragnars-
sonar lögreglumanns var orsökin
að þessum slysum aðallega of
hraður akstur miðað við aðstæður
en á þessum tíma gerði snjóél og
myndaðist hálka á svipstundu,
Á árunum 1940-1950 voru
starfrækt refabú í Skagafirði,
þar voru einmitt ræktuð afbrigði
af silfurref, þó svo að dýr hafí
sloppið út þá eru engar líkur á
því að afbrigði með þeim lit sem
Blönduhlíðarrefurinn var með,
sé til í dag, 40 árum síðar.
Nú um síðustu helgi var
staddur á Sauðárkróki Páll
Hersteinsson veiðistjóri ojg var
honum sýnt skinnið. Akvað
hann síðan að taka skinnið með
sér suður til frekari rannsókna
og er niðurstöðu að vænta
fljótlega.
sem ökumenn gerðu sér ekki
grein fyrir. í einu tilvikanna var
um að ræða harðan árekstur og
er talið að báðir bílarnir sem þar
lentu saman séu ónýtir. Aftaná-
keyrslur urðu tvær. Fram í
Skagafirði lentu tveir bílar út af
veginum. Sveinbjörn sagði enn-
fremur að þetta væri sá
annasamasti dagur sem komið
hefur hjá lögreglunni hér á
Sauðárkróki en sem betur fer
væru svona dagar alger undan-
tekning.
Hafm er á Hofsósi bygging
húss sem ætlað er að hýsa bíla og
tæki slökkviliðs staðarins, Björg-
unarsveitarinnar Grettis og
sjúkrabifreiðina á Hofsósi.
Að sögn Björns Níelssonar
formanns byggingarnefndar er
þarna um að ræða 200 fermetra
hús sem byggt verður við
núverandi slökkvistöð. Kostnaðar-
áætlun byggingarinnar hljóðar
uppá 4,3 millj. króna. Fyrirhugað
er að húsið verði fokhelt í júní.
Það eru þrír aðilar sem standa að
þessari framkvæmd, þeir eru
Brunavarnafélag Skagafjarðar,
Björgunarsveitin Grettir og
Hofsóshreppur. Kostnaður mun
að öllum líkindum skiptast jafnt
milli þessara aðila, en ekki er
enn ljóst hvort nágrannasveitar-
félög taka einhvern þátt í
byggingarkostnaðinum með Hofs-
óshreppi.
Á Hofsósi eru nú staðsettar
tvær slökkvibifreiðar ásamt
sjúkrabifreið Rauða krossins.
Þá hefur tækjaeign björgunar-
sveitarinnar farið vaxandi undan-
farin ár en sveitin hefur til þessa
nánast verið á götunni með sín
tæki.
Ljóst er að með tilkomu þessa
nýja húss mun batna öll aðstaða
slökkviliðs- og björgunarsveitar-
manna til mikilla muna. Enda
mun ekki af veita að þau
Á þorrablóti Skagstrendinga
var Þrándur Thoroddsen kvik-
myndagerðarmaður með menn
rsína og mynduðu þeir í ákafa
það sem þar fór fram, en á
þorrablóti Skagstrendinga er
jafnan mikil gleði og þar flutt
góð skemmtiatriði. Raunar
hefur Þrándur verið að mynda
mikið meira á Skagaströnd að
undanförnu og á eftir að koma
þar oftar á næstunni.
Þegar Þrándur var spurður
um þessa myndatöku sagði
hann að þarna væri verið að taka
hluta í fræðslumynd um atvinnu-
uppbyggingu og byggðastefnu,
en mynd þessi verður tekin víða
um land þó stór hluti hennar
verði tekinn á Skagaströnd.
„Tilgangurinn er fyrst og fremst
að sýna þeim hér á mölinni fyrir
sunnan að þeir hafa þörf fyrir
landsbyggðina og öfugt” sagði
Þrándur í samtali við blaða-
mann.
Framleiðandi myndarinnarer
Myndbær en hún er gerð með
stuðningi fjölmargra aðila bæði
á Skagaströnd og víðar. Þorsteinn
Marelsson gerði drög að handriti
myndarinnar, en það er í
sífelldri endurskoðun eftir því
sem á gerð myndarinnar líður.
Myndin er tekin á mynd-
segulband og var upphaflega
hugsuð um hálfa klst. á lengd.
En Þrándur sagði að það gæti vel
farið svo að úr þessu yrðu 2-3
myndir því efnið væri viðamikið.
Samhliða þessari fræðslumynd
um byggðastefnuna gerir Þrándur
sérstaka mynd um Skagaströnd
og atvinnulíf og mannlíf þar á
stað. Sú mynd er gerð fyrir
Skagstrendinga. (ntó)
Sauðárkrókur:
Miklar annir
hjá lögreglunni