Feykir - 25.02.1987, Side 2
2 FEYKIR 4/1987
Óháð fréttablað
« fyrir Norðurland vestra
Beykir
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann
Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA:
Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN
FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar
Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson,
Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: örn
Þórarinsson, Magnús Ólafsson, ■ ÁSKRIFTARVERÐ:
45 krónur hvert tölublað; í lausasölu 50
kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 165 krónurhver
dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern mið-
vikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri
■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf„ Sauðárkróki.
----------------------leiöorí—
Vandi
ullariðnaðarins
Á undanförnum árum hafa bændur átt í
erfiðleikum með sölu á kjöt- og mjólkurvörum.
Neysluvenjur fólks hafa breyst og hefur sú breyting
komið niður á hinum hefðbundnu landbúnaðar-
afurðum. Til þess að mæta þessum samdrætti hafa
bændur brugðist við á þann veg að fækka bústofni og
notað til þess kerfí sem kallað hefur verið kvótakerfi.
Sú fækkun sem orðin er hefur að sjálfsögðu komið
niður á fleirum en bændum sjálfum. Úrvinnslu-
greinarnar hafa þurft að draga saman seglin. Fækkun
sauðfjár hefur leitt til að sútunarstöðvar og
ullarvinnslustöðvar hafa minna hráefni úr að spila en
ella.
Nú er komið upp það vandamál að
ullarvinnslustöðvarnar eru hættar að taka við ull frá
bændum. Ástæðan er einkum sú að til eru í landinu
miklar birgðir af hreinsaðri ull sem ekki hefur tekist
að vinna úr og selja. Þessar fréttir hafa komið
mörgum á óvart því hingað til hefur þetta vandamál
verið nærri því óþekkt. Út um hinar dreifðu byggðir
landsins hafa sprottið stærri og minni saumastofur
sem hafa unnið úr íslensku ullinni. Hingað til hefur
ekki verið vandamál fyrir hinar minni saumstofur að
losna við framleiðslu sína.
En vandi ullariðnaðarins er ekki eingöngu að ekki
hefur verið unt að losna við þær birgðir sem til eru.
Vinnslukostnaður hefur verið óvenju hár og hefur
hann átt sinn þátt í að ekki hefur verið hægt að losna
við ullina á heimsmarkaðsverði.
Flest allir bændur eru nú farnir að vélrýja fé sitt á
veturna en áður fyrr var rúið á vorin eða snemma
sumars. Þessi breyting hefur það í för með sér að
meira af ull fæst af hverri kind auk þess sem meira af
óhreinindum eru í ullinni. Húsvistarskemmdir eru í
mörgum tilvikum það miklar að ullin er ónýt en það
eru að sjálfsögðu ekki allir bændur sem senda frá sér
skemmda ull. Þeir fáu sem það gera skemma
hinsvegar mikið fyrir hinum. Til þess að bóndi geti
sent frá sér ull sem undantekningalaust fer í úrvals-
eða 1. flokk þarf hann mjög góða loftræstingu í
fjárhúsunum sem og almenna góða umgengni, en það
kallar á aukið fjármagn. Mjög margir hafa einnig
bent á að til þess að bóndinn fari vel með þá ull sem
hann sendir á markað þurfi hann að fá gott verð fyrir
ullina. Það verð sem bóndinn hefur fengið til þessa
hefur ekki verið það hátt að hann færi þessvegna að
vanda sig betur hvað snertir umhirðu og þrifnað á
ullinni.
Nú þegar svo er komið þurfa bæði bændur og
forsvarsmenn ullariðnaðarins að taka höndum
saman og leysa þennan vanda.
Lionessuklúbburinn Björk
á Sauðárkróki stofnaður
Aðalheiður Arnórsdóttir formaður Lionessuklúbbsins Bjarkar
Þann 13. nóvember sl. var
stofnaður hér á Sauðárkróki
Lionessuklúbburinn Björk. Þann
7. febrúar var síðan haldin
stofnskrárhátíð þar sem klúbb-
félagar voru formlega teknir
inn.
Af því tilefni var haft
samband við Aðalheiði Arnórs-
dóttur formann klúbbsins.
„Það eru 39 konur hér á
Sauðárkróki sem eru stofn-
félagar í Lionessuklúbbnum.
Við vorum formlega teknar inn
í klúbbinn á sérstakri stofnskrár-
hátíð sem haldin var af
föðurklúbb okkar, það er að
segja Lionsklúbbnum á Sauðár-
króki sem jafnframt stofnar
klúbbinn.
Nú við hittumst einu sinni í
mánuði og höldum fund,
yfirleitt fáum við einhvern
fyrirlesara til að halda smá ræðu
og annaðhvort eru það þá
frammámenn í bæjarfélaginu
eða að við fáum menn að.
Markmið og tilgangur klúbbs-
ins er eins og annara Lions-
klúbba að starfa að líknar- og
menningarmálum. Ennþá erum
við ekki teknar til starfa en von
bráðar verður hafist handa.
Klúbburinn er alveg óháður
öllum pólitískum stefnum og
trúmálum.
Starfsemi klúbbsins fer þannig
fram að við öflum fjár með
okkar vinnu sem að sjálfsögðu
er sjálfboðavinna og þeim
peningum sem koma inn verjum
við síðan til þeirra mála sem að
okkar mati eiga það skilið.
Klúbbfélögum er skipt niður í
starfshópa, til dæmis eru nú
starfandi fjáröflunarnefnd og
fjölskylduráð þar sem unnið er
að innra starfi með það fyrir
augum að öll fjölskyldan geti
verið með. Klúbburinn er opinn
öllum þeim konum sem hafa áhuga
á að vinna undir merkjum
félagsins.
Núverandi stjórn er skipuð
þeim Aðalheiði Arnórsdóttur,
eins og fram hefur komið svo og
þeim Áróru H. Sigursteins-
dóttur sem er ritari og síðan
Kristínu Sveinsdóttur sem gegnir
gjaldkerastörfum”.
í tilefni af opnun kökuhúss
í Skagfirðingabúð
föstudaginn 27. febrúar
verða brauð og konditori
vörur frá okkur seldar með
10% afslætti.
Komið og smakkið á
gómsætum
sælkerasmástykkjunum
okkar
Verið velkomin í Skagfirðingabúð
KRUTT
KÖKUHÚS