Feykir


Feykir - 25.02.1987, Síða 3

Feykir - 25.02.1987, Síða 3
4/1987 FEYKIR 3 íþróttir— Köifubolti 1. deilcb Tindastóll tapaði fyrir Þór.... Það var svo sannarlega jafnan verið skemmtilegir og föstudagurinn 13. febr. sl. og fullt mikið skorað. Svo var ekki í þetta tungl þegar Tindastóll fékk Þór skiptið. Þórsarar unnu átakalítið frá Akureyri í heimsókn í 1. 72-62 í frekar daufum leik, eftir deildinni í körfubolta. Þegar þessi að staðan í hálfleik var 35-31, Þór tvö lið hafa keppt hafa leikirnir í hag. ....og síðan fyrir Grindavík Sl. föstudagskvöld lék Tinda- stóll við U.M.F.G. í 1. deild körfuboltans hér í íþróttahúsi Sauðárkróks, þeirri miklu ljóna- gryfju. Fjöldi manns var þarna saman kominn og bjuggust margir við hörkuleik, því síðast þegar þessi lið léku á Sauðár- króki vann TindastóII með einu stigi í þrem framlengingum. En í þetta skipti voru það Grindvíkingar sem báru sigur úr býtum á mjög svo slöku liði Tindastóls. Þetta er án efa þeirra versti heimaleikur í vetur. Lokatölur leiksins urðu 76- 61 fyrir U.M.F.G. Sem fyrr byrjuðu Tindastóls- menn leikinn af miklum móð og var jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. En er liða tók á hálfleikinn náðu Grindvíkingar yfirhöndinni og héldu jöfnu forskoti það sem eftir var leiksins. Þegar 5 mín. voru til leikhlés var staðan 27-17, Grindavík í hag, og í hálfleik var staðan 32-24. Eins og tölurnar bera með sér var ekki mikið skorað, baráttan var þeim mun meiri. í síðari háltleik stóð ekki steinn yfír steini í leik Tindastóls og réðu Grindvíkingar ferðinni, jafnt í vörn sem sókn. Hittni Tindastólsmanna var afspyrnu- slök og mikið um mistök í auðveldustu færum. Það er best að segja sem minnst um frammistöðu einstakra leikmanna Tindastóls, þeir vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. í liði U.M.F.G. bar einna mest á leikmanni nr. 7, Hjálmari Hallgrímssyni, hann aflaði sér mikilla vinsælda á meðal áhorfenda fyrir leik sinn, sem þótti með afbrigðum gróflegur! Hjálmar gerði þó flest stig Grindvíkinga, eða 23 alls. Flest stig Tindastóls; Eyjólfur 19, Björn 11, Karl 10, Sverrir 9. Dómarar voru þeir Jóhann Dagur Björnsson og Rafn Benediktsson og dæmdu þeir leikinn ágætlega, ekki meir en svo. Tindastóll lék við Þór á Akureyri í gærkveldi, en þar sem Feykir fór í prentun í gærdag er ekki hægt að kunngera úrslit leiksins. Verður það gert í næsta blaði. Köifubolti 2. deild: Síðasti leikur U.S.A.H. A-Húnvetningar léku sinn síðasta leik í 2. deild íslands- mótsins í körfubolta sl. laugar- dag. Mótherjarnir voru H.S.K. og var leikið á Selfossi. H.S.K. sigraði með 93 stigum gegn 57 stigum Húnvetninga. U.S.A.H. byrjaði leikinn afar illa og réðu fyrstu mínúturnar úrslitum hans. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 32-5, H.S.K. í vil. Þegar blásið var til leikhlés höfðu heimamenn skorað 55 stig en U.S.A.H. 20 En Húnvetningar voru ekkert á þeim buxunum að gefast upp þó staðan væri ljót og mættu þeir tvíefldir til leiks i síðari hálfleik. Náðu þeir sínum besta leikkafla í.vetur og börðust eins og ljón út um allan völl. Vítahittni þeirra þótti með afbrigðum góð. Ef seinni Til lesenda Fyrirhugað er að taka aftur upp vísnaþátt hér í blaðinu. Mun ætlunin að hann verði með nokkru öðru sniði en verið hefur eða að mönnum verði frjálst að senda inn frumsamið efni um atburði líðandi stundar. Að vísu verður að gæta þar hófs því ekki verður hægt að taka til birtingar langa kviðlinga eða þulur. Eru menn eindregið hvattir til að senda inn sínar þenkingar í bundnu máli, og er það ósk mín að vel muni til takast. Ritstjóri hálfleikur hefði verið látinn gilda sem úrslit leiksins, hefðu H.S.K.-menn sigrað með aðeins einu stigi, eða 38-37. En svo átti því miður ekki að fara í þetta skiptið, því þegar dómarar leiksins höfðu blásiðtil leiksloka gátu menn séð á stigatöflunni í húsinu að H.S.K. hafði sigrað, 93-57. Með þessum ósigri lentu A- Húnvetningar í neðsta sæti í sínum riðli. En eftir því sem fróðir menn segja, þá má H.S.K. sýna betri körfuknattleik en í þessum leik, ef þeir ætla sér eitthvert erindi í 1. deild. Stigahæstir Húnvetninga voru Indriði Jósafatsson með 19, Hermann Arason 13, Jón Gíslason 11 og Hjörtur Einars- son 9 stig. Htmaþing: Vaxandi loðdýrarækt í Vestur-Húnavatnssýslu eru 8 bændur ákveðnir í að hefja minkarækt á þessu ári. Þá eru 5 Austur-Húnvetningar ákveðnir að fara út í þessa búgrein og sömuleiðis einn bóndi í Bæjar- hreppi í Strandasýslu. Allir þessir bændur hafa bundist samtökum um að byggja skála yfír minkana eftir staðlaðri teikningu og verða þau eins að öðru leyti en því að skálarnir verða mislangir eftir því hve marga minka menn ætla að hafa í upphafi. Þá ætla þessir bændur að leita sameiginlegra tilboða í efni í húsin og athugaðir verða möguleikar á sameiginlegum innkaupum á hreiðurkössum og öðrum búnaði. Að sögn Gísla Pálssonar á Hofi í Vatnsdal munu þessir bændur byrja með 100-300 minkalæður hver. Skálarnir verða allir 12,80 m á breidd og verða þar inni 6 raðir af minkabúrum. Lengdin verður síðan frá 260-700 m. Gísli sagði að nú væri mjög hagstætt að fara út í minkarækt, og útilokaði hann alls ekki að fleiri bændur ættu eftir að bætastí þennan hóp og verða með í þessum sameiginlegu útboðum á efni í skálana, m.a. hafa tveir Skag- firðingar sýnt málinu áhuga. Fram að þessu hafa aðeins tveir bændur í Vestur-Húna- vatnssýslu verið í loðdýrarækt. Aðalbjörn Benediktsson ráðu- nautur á Hvammstanga sagði í samtali við blaðamann að hann hefði alltaf litið svo á að ekki væri unnt að fara út í loðdýrarækt án þess að fá til þess einhverja fjármagnsaðstoð. Nú væri hún fyrir hendi og því væri hreyfing komin af stað um verulega aukningu í þessari atvinnugrein í sýslunni. Hann sagði að þetta gæti hentað mjög vel fyrir bænur, sem hefðu lítil bú og þá oft léleg útihús og þyrftu nauðsynlega að auka við sig til þess að geta lifað á sinni jörð. Þeir sem byggja yfir loðdýr fá til þess framlag sem nemur 30% af áætluðum byggingarkostnaði samkvæmt jarðræktartillögum. Þá er þeim endurgreiddur söluskattur af byggingarefninu. Auk þessa geta þeir fengið allt að 500 þúsund kr. styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Hámarksstyrkur miðast við að byggt sé yfir 75 refalæður, eða 300 minkalæður. Þeir bændur, sem hafa minni fullvirðisrétt en 300 ærgildi í hefðbundnum búgreinum sitja að jafnaði fyrir þessari styrkveitingu, en hún er óháð því hvort menn draga saman í hefðbundnum greinum eða ekki. Húnvetningarnir, sem nú eru að hefja minkarækt munu að líkindum kaupa fóður frá fóðurstöðinni á Sauðárkróki, eins og húnvetnskir refabændur gera nú. Einnig er hugsanlegt að einhverjir fóðri með þurrfóðri a.m.k. hluta úr árinu. Tveir aðilar hérlendis munu á þessu ári hefja framleiðslu á þurrfóðri fyrir loðdýr. Fyrir nokkru síðan voru uppi hugmyndir um að setja á fót fóðurstöð fyrir loðdýr í Húna- þingi, og var talað um Skagaströnd í því sambandi. Að sögn Gísla Pálssonar hefur nú verið horfið frá þeim hug- myndum a.m.k. um stundarsakir enda getur stöðin á Sauðárkróki auðveldlega annað mun meiri markaði, en hún hefur í dag. Þeir bændur, sem ákveðnir eru að hefja minkarækt eru: Friðrik Bjömsson Gili, Guðsteinn Kristinsson Skriðulandi, Haukur Pálsson Röðli, Benedikt Steingríms- son Snæringsstöðum, Gísli Páls- son og Jón sonur hans á Hofi, Ólafur Benediktsson Miðhópi, Björn Pétursson Stóru-Borg, Konráð Jónsson Böðvarshólum, Rúnar Unnsteinsson Neðri- Þverá, Benjamín Kristinsson Þorfinnsstöðum, Halldór Sigurðs- son Efri-Þverá, Hjalti Jósefsson Urðabaki, Indriði Karlsson Gröf og Sigfús Guðmundsson Kolbeinsá í Bæjarhreppi. Hér má síðan bæta við að Hjördís Gísladóttir frá Hofi hefur verið ráðin loðdýraræktar- ráðunautur i Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Hún er búfræðikandidat að mennt og hefur í vetur verið erlendis við frekara nám á sviði loðdýra- ræktar. Aðsetur hennar verður að Hjarðarhaga í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum Sigurjóni Pálmasyni. (mó) KONUR ATHUGIÐ Samvinnuskólinn að Bifröst hefur í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar Sambandsins útbúið námskeiðaflokk, sem hefur það að meginmarkmiði að þjálfa konur til þátttöku í félagsstörfum. Fræðslunefnd KS hefur ákveðið að fá slíkt námskeið hingað í Skagafjörð nú í vetur ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar um námskeiðin veita formenn félagsdeilda kaupfélagsins, svo og formaður fræðslunefndarinnar, Trausti Jóel Helgason. Kaupfélagið hvetur konur til þess að kynna sér vandlega það sem hér er í boði, því þetta er einstakt tækifæri til að fá góða þjálfun hjá úrvals leiðbeinendum. Fræðslunefnd Kaupfélags Skagfirðinga SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJOTUM

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.