Feykir


Feykir - 25.02.1987, Qupperneq 8

Feykir - 25.02.1987, Qupperneq 8
Öll almenn prent- og Ijósritunar- þjónusta Verið velkomin Á SftST? PRENTÞJÓNUSTA SÍMI 5711 AÐALGÖTU 2 SAUÐÁRKRÓKI Siglufförður: 25. febrúar 1987 Feykir 4. tbl. - 7. árg. Sími Jí™ , FARSÍMI 5821 Sauðarkroki 935 Góð veiði Ný lösreslustöð ' H6i>i,,u W V Nú í febrúar hafa bæn VpirSifólíi oi VíAiHíílcór ctn Nú hefur verið ákveðið að hefja byggingu nýrrar lögreglu- stöðvar á Siglufirði með vorinu, en núverandi húsakynni lögregl- unnar eru mjög gömul og í slæmu ásigkomulagi. Að sögn Erlings Óskarssonar bæjarfógeta á Siglufirði eru teikningar af húsinu tilbúnar og verður bygging hússins væntan- lega boðin út mjög fljótlega. Embættinu hefur verið úthlutað lóð við Gránugötu 4-6 sem er skammt frá núverandi lögreglu- stöð. Húsið verður á tveimur hæðum og verður aðsetur lögreglunnar á neðri hæð. Þar verður einnig bílageymsla og fangaklefar. Neðri hæðin verður um 290 ferm. að stærð. Á efri hæð sem verður nokkru minni að flatarmáli verða skrifstofur bæjarfógetaembættisins á Siglu- firði en skrifstofa embættisins er nú í leiguhúsnæði sem Kaup- félag Eyfirðinga á og rennur leigusamningurinn út í janúar á næsta ári og kvað Erlingur óvíst hvort hann fengistframlengdur. Fjárveiting á þessu ári til byggingarinnar eru 7 milljónir króna og standa vonir til að gera megi húsið fokhelt fyrir þá upphæð. Það er svo háð því Gamla lögreglustöðin á Siglufírði sem löngu er orðin úrelt. hvort aukafjárveitingar fást hvað fljótt verður hægt að taka húsnæðið í notkun en þörfin er brýn. Að sögn bæjarfógetans stóð til að loka allri lögreglustöðinni vegna slæms ástands á síðasta hausti, en því hefði verið frestað þar sem ljóst var að fjárveiting til nýrrar byggingar fengist. Hins vegar innsigluðu fulltrúar Vinnueftirlits ríkisins þrjá af fjórum fangaklefum stöðvar- innar. Einn má nota við bestu aðstæður, eins og bæjarfógetinn orðaði það. Sex lögreglumenn starfa á Siglufirði og annast þeir toll- gæslu auk löggæslu í bænum. (öþ) Byggðaráðstefna á Sauðárkróki Byggðamálaráðstefna var hald- in á Hótel Mælifelli sl. Iaugardag á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna og félaga ungra sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra. Ráðstefnuna sátu alls um 50 manns víðs vegar úr kjördæminu. Eyjólfur Konráð Jónsson ávarpaði ráðstefnuna í upphafi en síðan voru flutt erindi um ýmis efni er varða byggðamái. Sturla Böðvarsson sveitarstjóri í Skinnaverkun í sveitum Húnvetnskir loðdýrabændur settu í haust upp tvær verkunar- stöðvar fyrir lo&kinn í héraðinu. Önnur er á Hofi en hin á Auðkúlu. Bændurnir vinna síðan sjálfir að verkun skinnanna og skapa sér með því mikla atvinnu á þeim tíma sem minnst er að gera við hirðingu og umönnun lífdýranna. Áður var skinnaverkun í eigu þessara manna á Blönduósi. En þegar það þurfti að rýma húsnæðið, sem hún var í þótti hagkvæmara að flytja þessa atvinnustarfsemi út í sveitirnar. (mó) Stykkishólmi flutti erindi um skipulag stjórnsýslu á lands- byggðinni. Sturla lagði megin- áhersiu á eflingu og samstarf sveitarfélaga og hafnaði þriðja stjórnsýslustiginu. Vilhjálmur Egilsson byggða- hagfræðingur kynnti byggða- stefnu unga fólksins sem felur í sér að atvinnulífið út um landsbyggðina verði að bjóða fólki störf er hæfa menntun og reynslu ungs fólks. Á þann eina hátt sé hægt að fá ungt fólk til starfa í sinni heimabyggð. Atvinnulíf úti á landi verði að taka þátt í samkeppninni um unga fólkið með því að sækja inn í þann markað sem sér um úrvinnslu afurða, verslun og þjónustu. Pálmi Jónsson ræddi um landbúnað og landsbyggðina og Omar Hauksson ræddi um sjávarútveg og landsbyggðina. í máli þeirra kom fram að í framtíðinni verði að finna leið útúr kerfi kvóta og skömmtunar, bæði í landbúnaði og sjávar- útvegi kvótaleiðin væri drag- bítur á framtak einstaklinganna og svo gæti ekki verið til langframa. I almennum umræðum tóku margir til máls og þótti ráðstefnan takast hið besta. Ráðstefnustjórar voru þeir Júlíus G. Antonsson og Árni Egilsson. (JGA) Hvammstangabúar: Huga að stærri bátum „Mesta gagnið af þessum fundi var að þangað komu talsmenn flestra stærri fyrir- tækja á Hvammstanga ásamt fulltrúum frá sveitarstjórn og sögðu frá því hvernig þeir mætu ástand og horfur um framtíð- ina” sagði Þórður Skúlson sveitarstjóri á Hvammstanga þegar hann var spurður um fund, sem nýlega var haldinn á Hvammstanga og fjallaði um ástand og horfur í atvinnu- málum staðarins. „Grunntónninn hjá mönnum var nokkuð góður” sagði Þórður. Það virðast ekki alvarlegar horfur í atvinnulífinu hér á næstunni, en menn eru mest uggandi um þann samdrátt, sem er að verða í sveitunum og afleiðingar af honum fyrir þorpið. Þórður sagði að menn horfðu Nú í febrúar hafa bændur í Veiðifélagi Víðidalsár stundað veiðar upp um ís í Hópinu. Hafa þær veiðar gengið vel og afli verið ágætur. Ekki er kunnugt um að veiðar hafi þarna verið stundaðar fyrr, en til þess að svona veiðar séu heimilar þarf leyfi hjá ráðuneyti. Að sögn Björns Magnússonar á Hólabaki, stjórnarmanns í Veiðifélagi Víðidalsár var ákveðið að hver félagsmaður í veiðifélag- inu gæti fengið leyfi fyrir allt að 10 netum. Þegar er búið að leyfa rúmlega 100 net og er það á annan tug bænda, sem stunda veiðarnar. Leyfilegt er að veiða til 1. apríl. Litið er á veiðarnar í vetur sem tilraunaveiði og verður í sumar reynt að meta hvort þær hafa einhver áhrif á sumarveiðina í Hópinu og í Víðidalsá, en þar er allnokkur silungsveiði. Jón í Laufási er einn þeirra bænda, sem stundar þarna veiðar. Hann sagðist vera með 10 net og hefði hann fengið allt að 50 silunga á dag. Hver þeirra er 2-4 pund. Upp á síðkastið hefur hins vegar heldur dregið úr veiðinni og bjóst hann við að þurfa að færa netin eitthvað úr stað en það hefur hann ekki gert til þessa. Hann sagði að silungurinn virtist vænni djúpt úti, og eins virtist hann vænni í vatninu vestanverðu en í austurhluta þess. Algengt mun vera að menn fái um 2 kg úr hverju neti á dag. Góður markaður er fyrir silunginn og er hann bæði seldur í verslunum á Hvammstanga og Blönduósi og eins er hluti af honum seldur í Reykjavík. (mó) Feykir spyr á Skagaströnd Hvað finnst þér skemmtilegast á vinnuvikunni í skólanum? Jón Kristberg Magnússon: „Mér fannst skemmtilegast að fara í gegnum tunnurnar á Skólympíuleikunum og líka að klifra”. Sigurður Berndsen í 2. bekk: „Að ganga á stultum. Ég fékk 10 fyrir það og sigraði í mínum bekk”. fyrst og fremst til sjávarins með aukin atvinnutækifæri. Eigendur báta á Hvammstanga eru sumir hverjir að huga að stærri bátum og í haust mun nýr 70 tonna bátur koma á staðinn. Hugsan- leg er enn frekari aukning á útgerð frá Hvammstanga. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu eru nú góðar horfur hjá sumastofunni Drífu á Hvammstanga og samdrætti í veiðum á innfjarðarrækju hafa menn þar mætt með auknum skelfiskveiðum og meiri djúp- rækjuveiðum. Þá má nefna að á fundinum kom m.a. fram sú hugmynd að fá einhverja aðila t.d. félaga- samtök til þess að byggja upp sumarbústaðahverfi í Kirkju- hvammi, eða á einhverjum öðrum heppilegum stað í sýslunni. (mó) Vilhjálmur Jónsson 7. bekk: „Mér fannst útvarpið skemmtileg- ast en þar var ég plötusnúður”. Ragnheiður Rúnarsdóttir 7. bekk: „Skemmtilegast að vinna við útvarpið. Ég tók viðtöl við yngri krakkana og kynnti lög”.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.