Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. nóvember 1995 • 44. tbl. 21. árg.
S 456 4011 • Fax 456 5225
Verð kr. 170 m/vsk.
Alvarleg tfðíndí f samgöngu- og öryggismálum lfestfirðlnga:
Flugfélagið Ernir
flytur frá ísafirði
- Enginn gmndvöllur lengur tll að gera út flugvélar frá ísaflrði til póst- eða sjúkraflutninga
segir Hörður Guðmundsson sem flytur höfuðstöðvar félagsins til Reykjavíkur um næstu áramét
Hörður Guðmundsson við Twin Otterinn sem skreyttur er í
tilefni af 25 ára afmæli Flugfélagsins Ernis hf.
Ein af vélum flugfélagsins Ernis fyrir framan „gömlu“ höfuðstöðvarnar á ísafjarðarflugvelli.
EIGENDUR Fiugfélagsins
Ernis hf. á ísafirði hafa tekið
ákvörðun um að flytja
höfuðstöðvar félagsins frá
Isafirði fyrir næstu áramót.
Að sögn Harðar Guðmunds-
sonar er ekki lengur fyrir hendi
rekstrargrundvöllur til að gera
út flugvélar til póst- eða
sjúkraflugs á Vestfjörðum,
ekki síst eftir að félagið hefur
misst stærstan hluta þeirra
póstflutninga sem félagið hefur
haft á undanförnum árum. Því
hafa eigendur félagsins afráðið
að flytja alla starfsemi þess til
Reykjavíkur og mun félagið
verða með aðsetur f húsnæði
því sem það hefur yfir að ráða
á Reyjavíkurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hf. hefur
þjónustað Vestfirðinga í 25 ár
og allan tímann sinnt veiga-
miklu hlutverki í öryggis-
málum fjórðungsins með sjúkra-
flugi sínu. Þar hefur skipt höfuð
máli að flugvélar hafa verið
með bækistöð á ísafirði til að
geta sinnt sjúkrafluginu, því
þaðan hafa vélar geta farið á loft
í náttmyrkri og við erfiðar að-
stæður þó ekki væri hægt að
lenda þar.
Hörður segir að með brott-
flutningi höfuðstöðvanna til
Reykjavíkur muni þessi þjón-
usta leggjast af, enda sé enginn
grundvöllur lengur til að gera út
vélar og mannskap til slíkrar
neyðarþjónustu. Sagði hann að
öll þau 25 ár sem félagið hefur
sinnt þessari þjónustu, þá hafi
þeir ekkert fengi greitt fyrir
bakvaktir, þó flugmenn hafi
verið tilbúnir til sjúkraflugs
nánast fyrirvaralaust allan sól-
arhringinn.
I haust mlssti félagið stærst-
an hluta þess póstflugs sem það
hefur haft með höndum
undanfarin ár. Þá var póstflug
formlega lagt niður á flugleið-
inni frá Isafirði til Suðureyrar,
Flateyrar og Þingeyrar. I fram-
haldi af því var ákveðið að
hætta einnig flugi á Patreks-
fjörð, en félaginu þess í stað
boðið að fljúga á Bíldudal
þaðan sem pósti yrði síðan
dreift áfram með bílum. Beðið
hefur verið eftir svari Ernis
varðandi þetta póstflug. Með
ákvörðun eigenda félagsins um
að hætta starfsemi sinni hér
vestra liggur fyrir afdráttar-
laus höfnun á slíku boði, enda
telja forráðamenn félagsins
engan fjárhagsgrundvöll til að
sinna því flugi.
Hörður telur að hér vestra sé
ekki um neina bita lengur að
berjast og því sé ekki um neitt
að velja ef ekki eigi að éta upp
eignir félgsins.
Eignastaða Emis er nokkuð
sterk og hefur félagið á að
skipa þrem flugvélum. Hörður
gerir ráð fyrir að í framtíðinni
verði aukin áhersla lögð á
leiguflug hér innanlands og
kannski ekki síst erlendis.
Evrópa er nú að opnast fyrir
fslendingum og telur Hörður
að góð samvinna sem náðist
við svissneska aðila á árunum
1988 og 1989 komi til með að
styrkjast enn frekar. í gegnum
þá aðila var m.a. Twin Otter vél
félagsins í fimm ár í flugi í
Afríku, sem Hörður segir að
hafi í raun gert gæfumuninn
varðandi reksturinn þann tíma.
Segir Hörður að allt innan-
landsflug á fslandi sé nú rekið
með tapi og í sumum tilfellum
umtalsverðu. Þar treysti flug-
félögin á að ná upp tapinu með
leiguflugi innanlands og er-
lendis á sumrin. Hörður segist
ekki sjá neinn rekstraraðila í
dag sem komi til með að geta
keppt á stærri flugleiðum
innanlands við Flugleiðir eftir
tæp tvö ár þegar einkaleyfi
verður afnumið. Þessi staða
muni því óhjákvæmilega leiða
til þess að minni aðilar hætti
áætlunarflugi á innanlands-
leiðum og Flugleiðir stækki að
sama skapi á þessum markaði.
Varðandi hugsanlegt flug
Emis á flugleiðinni ísafjörður
-Reykjavík sagði Hörður að
slíkt kæmi varla til greina nema
með stofnun nýs flugfélags eða
meðnýjum flugvélakosti. Hins
vegar sagði hann að í slíku
dæmi dygði flugleiðin ísa-
fjörður - Reykjavík engan ve-
ginn ein og sér vegna lélegrar
nýtingar flugvélakosts sem til
þess þyrfti.
Þó félagið flytji nú starf-
semina frá ísafirði telur Hörð-
ur að höfuðstöðvarnar verði
áfram á Islandi, jafnvel þó
framtíð í arðvænlegum flug-
rekstri liggi helst í flugi úti í
Evrópu.
Þá mun einnig verða skoðað
hvort grundvöllur verði til að
starfrækja útbú á ísafírði í
framtíðinni.
Tengsl eigenda Ernis við
félög á meginlandinu eru þegar
nokkur auk tengslanna við
Svisslendinga, því eins og
kunnugt er flýgur Guðmundur
sonur Harðar og Jónínu stór-
um Júmbóþotum hjáCargolux
í Lúxemburg.
- hk.
Hver eru viðbrögð hér vestra
við brottför Flugfélagsíns Ernis
úr fjórðungnum?
- Sjá baksíðu
PÓLLINN HF. S 456 3092 Sala & þjónusta ©
Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF
ÞÚFÆRÐ ÖLL RAFTÆKI, STÓR
OG SMÁ, HJÁ OKKUR
Athugaðn máliri!
FLUCFÉLAGIti
H
F
ERNIR
ÍSAFIROI
Sími 456-4200
Leiguflug
innanlands og utan,
fimm til nítján
farþega vélar
Sjúkra- og
neyðarflugsvakt
allan sólarhringinn