Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1995, Qupperneq 4
VESTFIRSKA
4
,V1 ESTFI TtSKA
FRÉTTABLAÐIÐ |
"\
Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum.
Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausa-
sölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk.
Ritstjórn og auglýsingar: Fjarðarstræti 16, ísafirði,
sími 456 4011, fax 456 5225..
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon.
Blaðamaður: Hörður Kristjánsson.
Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði.
Prentvinnsla: ísprent hf., Fjarðarstræti 16, Isafirði, sími 456 3223.
Frásögn af snjóflóði niður að
Engjavegi um 1950:
Niðurstöður opinberr-
ar rannsóknar birtar
- alvarleg missögn leiðrétt
Niðurstöður opinberrar rannsóknar á sannleikgildi
frásagnar, sem birtist í Vestfirska fréttablaðinu 1.
nóvembersl. umsnjóflóðniðurað Engjavegi um 1950,
hafa nú verið birtar.
Vegna plássleysis er ekki unnt að birta niðurstöð-
urnar í þessu tölublaði Vestfirska fréttablaðsins, en
þær verða birtar í heild hér í blaðinu í næstu viku.
Ekki verður þó hjá því komist að leiðrétta án und-
andráttar alvarlega missögn eða misskilning sem
kemur fram í niðurstöðunum eins og þær birtast í
Bæjarins besta í dag. Þar segir:
„í frétt á baksíðu DV fimmtudaginn 2. nóvember
1995 í grein eftir Hlyn Þór Magnússon eru ummæli
höfð innan gæsalappa eftir Guðmundínu Vilhjálms-
dóttur.“ Ummælin eru tilfærð og síðan raktar „mót-
sagnir“ í þeim. Einnig er haft eftir Guðmundínu, að
ekki hafi verið rétt eftir henni haft í DV þann 2. nóv-
ember.
Það sem hér hefur verið rakið snertir starfsheiður
minn svo mjög, að ég sé mig tilneyddan að gefa eftir-
farandi yfirlýsingu: Ég hef aldrei rætt við Guðmundínu
Vilhjálmsdóttur um snjóflóð eða neitt þeim viðkom-
andi. Ég hef aldrei haft eitt eða neitt eftir Guðmundínu,
hvorki um snjóflóð né annað, hvorki munnlega né á
prenti, hvorki í DV né Vestfirska fréttablaðinu né ann-
ars staðar. Raunar er ég yfirleitt fremur óvanur því að
hafa rangt eftir fólki.
Misskilning þennan má rekja til villandi merkingar
á umræddri frétt í DV.
Hlynur Þór Magnússon.
Áhaldaleioa
Höfum opnað Arnagótu. Leigjum út verkfœri til byg |F^** 1 fm&m Arna9 sími 4 áhaldaleigu aó 3, Isafirði. hvers konar gingariÓnaðar. ;t og Flosi hf. ötu 3, ísafirði, 56 5500.
Miðvikudagur 22. nóvember 1995
--- --- ---- ------ I FR^TTABLAÐIÐ
Bindindisdagur fjölskyldunnar
25. nóvember 1995
- Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi á ísafirði skrifar
í tilefni bindindisdagsins 25.
nóvember 1995 hef ég tekið að
mér að setja nokkur orð á blað.
Spakur maður sagði eitt sinn
að bindindi borgi sig. Ég get
ekki annað en fallist á að þessi
fullyrðing sé rétt. Samtökum
sem stuðla að bindindi eru
vandi á höndum hvað áróður
snertir. Aróður getur verkað
öfugt ef ekki er rétt staðið að
málum. Þannig er svokölluð
„fanatík“ langt frá því að vera
góð „tík“. Ég tel umfram allt,
að hóflegur en ákveðinn áróður
skili mestum og bestum ár-
angri.
Sagt er að lengi búi að fyrstu
gerð og mikilvægt sé að undir-
stöður séu traustar. Þannig
hefjast forvarnir hjá foreldrum
á uppvaxtarárum barna þeirra.
Uppeldisgildi og uppeldisað-
ferðir foreldra eru næsta víst
með ýmsum hætti. Allir ábyrgir
uppalendur stefna að sama
markmiðinu, en það er að veita
börnum sínum þá uppfræðslu
sem þarf til að þau komist
klakklaust á það stig að geta
tekið sjálfstæðar ákvarðanir
með rökhugsun að leiðarljósi.
Þannig til að mynda hljóta
flestir foreldrar að óska börnum
sínum þess, að þau láti vera að
neyta áfengis og annarra vímu-
efna, a.m.k. þar til þau hafa
þroska til að ákveða það sjálf.
Hér erum við kannski komin
Hlynur Snorrason.
að þeim þætti sem mestu máli
skiptir í sambandi við leiðsögn
foreldra til bama sinna. Það er
nefnilega þekkt, að börn og
unglingar geta haft mjög sterk
áhrif á jafnaldra sína. Hér á ég
við þætti eins og neyslu og áhrif
ýmissa vímugjafa.
Þannig má með sanni segja,
að fái böm ekki nægjanlega
uppfræðslu hjá foreldrum sín-
um varðandi skaðsemi vímu-
gjafa, snúi þau sér líklega til
jafnaldra sinna, sem jafnvel
sjálf hafa ekki fengið rétta
mynd af afleiðingum neysl-
unnar.
Ég held að óþarfi sé að svara
þeirri spurningu, hvort foreldr-
ar séu tilbúnir að láta óhörðuð-
um unglingum í té ákveðna
þætti í uppeldi og fræðslu barna
sinna.
Það er mjög mikilvægt, að
mínum dómi, að foreldrar reyni
að kappkosta að börn þeirra láti
áfengi og aðra vímugjafa vera,
a.m.k. þar til þau hafa náð þeim
þroska sem þarf til að þau geti
tekið sjálfstæða ákvörðun, vit-
andi af skaðseminni og öllum
fylgifiskum neyslunnar. Ég tel
þann aldur sem lögin segja til
um, hvað varðar t.d. áfengis-
neyslu, vera raunhæfan í þess-
um efnum.
Það er mjög einfalt að setja
fram fullyrðingu sem þessa, en
ég hef grun um að ef hver ein-
staklingur myndi bíða með að
taka þessa ákvörðun þar til um
tvítugt, myndu færri en ella
taka ákvörðun um að neyta á-
fenjps og annarra vímugjafa.
Ég hvet foreldra og aðra
uppalendur til að hlúa vel að
börnum sínum oj* verða þeim
góð fyrirmynd. Ég hef þá trú,
að erfitt sé fyrir foreldri að lýsa
vanþóknun sinni á t.d. tó-
baksneyslu, en samt sem áður
nota tóbak sjálfur. Hér hlýtur að
vera ákveðin þversögn og lái ég
barninu ekki að misskilja
skilaboðin.
Að lokum er rétt að benda
foreldrum á staðreynd sem
varðar athugun á neysluferli
fíkniefnaneytenda. Þegar slíkt
ferli er skoðað, kemur í ljós að
í fæstum tilfellum hefur neyt-
andinn byrjað á því að neyta
fíkniefna án þess að hafa áður
prófað að reykja og neyta á-
fengis. Þannig er það algengast
að viðkomandi einstaklingur
próft að reykja fyrst, síðan
prófar hann að drekka áfengan
bjór, þvínæst sterkt áfengi og
síðan ólöglega vímugjafa. Með
þessu er ég alls ekki að segja,
að allir þeir sem prófi að reykja
tóbak fari þessa leið, þ.e.a.s.
verði fíkniefnaneytendur á
endanum. Hins vegar er mjög
mikilvægt að skoða þennan al-
genga feril fíkniefnaneytanda.
Hann segir okkur einfaldlega
það, að réttar leiðbeiningar og
forvarnir strax í upphafi skipta
sköpum um framtíð bamanna
okkar.
Þingmaður fyrir hvern?
Bréf frá framsóknarmanni í Reykjavík
„Ég leyfi mér að halda að aðrar hvatir en
umhyggja fyrir velferð Vestfirðinga liafi
vakað fyrir honum þegar hann sóttist eft-
ir þingsœtinu. Ég skora á framsóknar-
fólkfyrir vestan að endurmeta val á
frambjóðendum nœstþegarfœri gefst.“
Tilefni þessa greinarkoms er
frétt í DV 30. október sl. Hún
er um vangaveltur Gunnlaugs
Sigmundssonar þingmanns um
framtíðarbyggð á Vestfjörðum.
Fyrir mig var fréttin eins og
köld vatnsgusa úr óvæntri átt.
Eftirfarandi setning í fréttinni
fór sérstaklega fyrir brjóstið á
mér: „Nú væri hins vegar lag
að stokka upp og kanna hvort
það borgaði sig að halda úti
smærri byggðarlögum fyrir
vestan." (Feitletrun er mín).
Ég hélt að fólkið sem nú er
harmþrungið eftir miskunnar-
lausar hamfarir ætti betri
hvatningu skilið en boð um að
leggja byggðarlag þess af.
Hvað um allt landið? Hvar
borgar sig að búa? Hvar er
hættulaust að vera? Síðast en
ekki síst: Hvar eigum við rætur
og viljum helst vera og hvað
væri Island ef ekki væm hinar
dreifðu byggðir um landið
fagra? Hvemig þjóð væru Is-
lendingar allir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu? Mynd-
um við lifa af sem sjálfstæð
þjóð? Ég held ekki.
Um áratugaskeið hefur á-
róður um „afætur á lands-
byggðinni“ dunið í tjölmiðlum
og ekki síst í DV. Umræðan er
oftast þvílíkt bull að hún er
varla svara verð. Sem betur fer
hefur þjóðin átt málsvara gegn
þessu bulli í flestum stjóm-
málaflokkum en margir eru á
undanhaldi. Ég hef aldrei heyrt
framsóknarþingmann efast um
gildi þess að viðhalda byggð
þar sem lífvænlegt er og fólk
vill búa. Það eru mér því mikil
vonbrigði að Gunnlaugur skuli
bregðast kjósendum sínum
með viðhorfum sínum til
byggða á Vestfjörðum.
Ég leyfi mér að halda, að
aðrar hvatir en umhyggja fyrir
velferð Vestfirðinga hafi vakað
fyrir honum þegar hann sóttist
eftir þingsætinu. Ég skora á
framsóknarfólk fyrir vestan
að endurmeta val á fram-
bjóðendum næst þegar færi
gefst.
Ég spyr sjálfan mig stund-
um, hvort fólk sé búið að
gleyma uppruna sínum og á
hverju við lifum. Nýsköpun af
ýmsu tagi er góð, en trúir fólk
því virkilega að þjóðin geti lif-
að á því að „gera út á Lauga-
veginn“, kaupa matvæli frá út-
löndum eða fjölga útvarps- og
sjónvarpsstöðvum, svo dæmi
séu tekin? Mér finnst stundum
að þjóðin sé að kaffærast í
gerviveröld og dýrum auglýs-
ingaglaumi en gleymi á hverju
hún lifir. I byggða- og at-
vinnumálum má margt færa til
betri vegar, en við hættum ekki
að sækja sjó þótt skip sökkvi,
örva atvinnulíf þótt illa gangi,
byggja hús þótt hrynji og glæða
þau lífi.
I mínum huga eru bændur og
sjómenn, að öðrum ólöstuðum,
hetjur þessa lands og mér þykir
vænt um landsbyggðina. Við
erum ekki mörg. Stöndum þétt
saman og styðjum hvert ann-
að.
Kæru Vestfirðingar. Þing-
maður ykkar hefur örugglega
margt sér til ágætis en það er vá
fyrir dyrum þegar hinn vinsæli
Reykjavíkursöngur er líka far-
inn að hljóma frá framsóknar-
fólki.
Snorri Sigurjónsson,
Grettisgötu 81,
Reykjavík.
HJA OKKUR FÆRÐU NYJUSTU MYNDBONDIN
Videoúrval
Hafnarstræti 11 • ísafirði
Sími 456 3339
Dumb and Dumber
Outbreak