Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1995, Síða 5
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
j^^^^^^^^^^^^^^^iðvikudagur^2^TÓvembeH995
5
Stærra sveitarfélag
— sterkari byggð
— eftir Halldór Jónsson, bæjarfulltrúa á ísafiröi
Laugardaginn 2. desember
nk. munu íbúar Þingeyrar-
hrepps, Mýrahrepps, Mos-
vallahrepps, Flateyrarhrepps,
Suðureyrarhrepps og Isafjarð-
arkaupstaðar ganga að kjör-
borðinu og greiða atkvæði um
tillögu um sameiningu þessara
sveitarfélaga. Nokkur umræða
hefur farið fram um þessa
sameiningu að undanfömu en
hún hefur að mestu verið
bundin við núverandi fjárhags-
stöðu þessara sveitarfélaga.
Minna hefur hins vegar verið
rætt um raunverulega stöðu
byggðanna í dag og möguleika
þeirra hverrar um sig í fram-
tíðinni.
Þróun undanfarinna ára
A undanförnum árum hefur
byggð á Vestfjörðum átt mjög
í vök að verjast og hefur fólki
stöðugt fækkað. Margar á-
stæður em fyrir þessari veiku
stöðu byggðanna. Að hluta til
er ástæðan sú, að okkar höf-
uðatvinnuvegir hafa átt í erfið-
leikum og ekki hafa önnur at-
vinnutækifæri verið til staðar.
En ein af stærstu ástæðunum er
sú að sveitarfélögin hafa,
smæðar sinnar vegna, átt í erf-
iðleikum með að mæta auknum
kröfum um þjónustu sem nú-
tímasamfélag krefst af þeim.
A síðustu árum hafa aukist
kröfur um að sveitarfélögin
taki við af ríkinu í rekstri ým-
issa málaflokka. Þessi stefna er
rétt, því með þvf tryggjum við
að þjónustan á hverju land-
svæði mótist af þörfum hvers
landssvæðis fyrir sig en ekki af
þörfum skriffinna í Reykjavík.
En til þess að þjónustan flytjist
í auknum mæli til sveitarfélag-
anna og þannig nær fólkinu,
þurfa sveitarfélögin að hafa
aukinn styrk á bak við sig.
Er ekki nóg að auka sam-
vinnu sveitarfélaga?
Andstæðingar sameiningar
Halldór Jónsson.
„Eftir sem áður munu
Vestfirðingar þurfa að
takast á við vandamál
dagsins í dag. Við mun-
um hins vegar eiga
mun auðveldara með
að skapa okkur betri
framtíð með því að
standa þéttar saman og
geta með því tekið á-
kvarðanir sem mótast
af heildarhagsmunum
íbúanna.“
sveitarfélaga hafa viðurkennt,
að þau séu of lítil til þess að
sinna þjónustuhlutverki sínu,
en benda á að aðeins þurfi að
auka samvinnu þeirra til þess
að bæta þar úr. Þessi skoðun er
ágæt útaf fyrir sig en hún
gengur því miður ekki upp í
raunveruleikanum. Við höfum
á undanfömum árum orðið
vitni að því hvernig samvinna
sveitarfélaga hefur mistekist.
Mistekist vegna þess að á-
kvörðunarleiðir eru of margar
og þunglamalegar, þ.e. sveitar-
félögin of mörg. Ekki skulum
við í þessu sambandi gleyma
gamla hrepparígnum, sem
stöðvað hefur mörg framfara-
mál. Því miður verður ekki séð
að hægt verði að ná stjórn á
þessum málum nema með
stækkun sveitarfélaganna.
Mun sameinað sveitarfé-
lag leysa allan vanda?
Ekki má skilja orð mín svo,
að sameining sveitarfélaga á
norðanverðum Vestfjörðum
leysi allan vanda. Eftir sem
áður munu Vestfirðingar þurfa
að takast á við vandamál dags-
ins í dag. Við munum hins
vegar eiga mun auðveldara
með að skapa okkur betri
framtíð með því að standa
þéttar saman og geta með því
tekið ákvarðanir sem mótast af
heildarhagsmunum íbúanna.
Nokkrar spurningar
til kjósenda
* Þarf að flytja fleiri verkefni
út á land og auka þjónustu?
* Er stærra sveitarfélag betur
í stakk búið til þess að ná verk-
efnum heim í hérað?
* Er nauðsynlegt að við
Vestfirðingar stöndum betur
saman?
* Þurfum við að hafa á-
hyggjur af fólksfækkun undan-
farinna ára á Vestfjörðum?
* Þarf að taka meira tillit til
heildarhagsmuna Vestfirðinga
við úrlausn mála?
* Er líklegt að sameinað
sveitarfélag eigi auðveldara
með að standa við skulbind-
ingar sínar en mörg smá?
Ágæti lesandi. Ef þú hefur
svarað einhverri af spurning-
unum hér að ofan játandi, þá
skora ég á þig að setja krossinn
einnig við JÁ í kosningunum
laugardaginn 2. desember.
Halldór Jónsson.
11/2 lítri af kók
á kr. 99
efþú pantar 12", 16"
eða 18" pizzu
TILBOÐIÐ GILDIR TIL 30/11 199S
Skrifstofuhúsnœði að Mjallargötu 1,
Isafirði, með sérinngangi og WC.
Stœrð rúmlega 30 fermetrar.
Túngata I, Isafirði. Tvœr hœðir og ris
og lítil íbúð í kjallara. Bílskúr.
Húsið er uppgert að mestu leyti.
Nánari upplýsingar í síma 456 3720.
Umfjöllun um náttúruhamfarír
BALDUR
sArr/'/ar
Undanfarið ár hefur ver-
ið mjög sérstakt og náttúr-
an minnt á sig með rœki-
legri hœtti en oft áður.
Áður hefur komið fram á
þessum vettvangi, að ekki
er það nein nýjung að nátt-
úruhamfarir herji á Island
og íslendinga í gegnum
aldirnar. Annálar bera
þess mörg dœmi að eldgos,
jarðskjálftar og snjójlóð,
svo hið helsta og mann-
skæðasta sé talið, hafi
valdið miklu tjóni á eignum
og lífifólks.
Annálar geta þó yfirleitt
um þci atburði eina sem
kosta mannslíf. Að vísu
komast stór eignatjón inn á
spjöld sögunnar. Ljóst er að
annálar eru því gloppóttir. En
til eru munnmœlasögur og at-
burðir geta verið í minni
manna þótt oft vanti upp á
glöggar upplýsingar. Smám
saman hafa verið að koma í
Ijós ýmsar upplýsingar frá
fólki um atburði eins og snjó-
flóð. Nœgir þar að minna á
frásagnir DV afsnjóflóði á
Flateyri 1953, sem ekki virðist
hafa verið tekið tillit til við
hœttumat á Flateyri. Tíndar
eru tilfrásagnir afþví að
börnum hafi verið bannað að
vera á skíðum á því svæði þar
sem snjóflóðið féll yfir 26.
október sl. En þessar leiðbein-
ingar til barna komust ekki í
annála, sem skiljanlegt er.
Þetta var partur afdaglegu
lífi á Flateyri og víðar um
land.
Byggðin á Vestfjörðum var
á eyrum í hverjumfirði og
þéttbýli var einfaldlega ekki
umfangsmeira en svo, að ekki
þurfti að byggja upp ífjalls-
hlíðar. Fólk bjó einfaldlega
þrengrafram eftir allri þess-
ari öld. Það var ekkifyrr en
steinsteypuöldin gekk í garð
meðfullum þunga á Vestfjörð-
um, að fjallshlíðarnar urðu
eftirsóknarverðar. Stœrri hús
og stœrri garðar umhverfis
þurftu meira pláss en lítil hús
á eyrunumfram til þess tíma.
Um 1980jókst velmegun á
Vestfjörðum mjög samfara
mikilli sókn útgerðar, einkum
skuttogara. Ný byggingar-
svœði þurfti aðfinna. A Isa-
firði reyndust Holtahverfi og
Teigahverfi í Hnífsdal verða
fyrir valinu. Cott tíðarfar
nœstu ár og áratugi á unclan
höfðu sitt að segja um það að
ekki var litið til snjóflóða-
hættu, enda annálar að því er
virðist nokkuð gloppóttir í
þessum efnum, sem fyrr segir.
Það hefur því enga þýðingu
að áfellast þáverandi sveitar-
stjórnarmenn. Þeir gerðu sitt
besta og fólkið fylgdi þeim,
enda hvorutveggja hópurinn í
góðri trú. Frásagnir gamalla
manna um snjóflóðahættu
náðu ekki eyrum fólks, enda
snjóflóð í nokkurri fjarlœgð í
hugum þess. Snjóflóðið í
Hnífsdal 1910 var óravegu í
burtu ogféll utar. Þá kann að
vera að mörgum hafi þótt lé-
leg húsakynni ráða einhverju
um hrun húsa í því snjóflóði
sem mörgum öðrum.
Sama er uppi á teningnum
varðandi jarðskjálftahœttu á
Suðurlandi. Stóri skjálftinn
1896 er óralangt í burtu í hug-
um nútímamanna. Húsakynni
voru þá miklu lélegri og nú-
tímahús miklu betur til þess
fallin, að margra áliti, að þola
jarðskjálfta en torfbæir fyrri
alda. En eru þau það, eru hús
okkar nútímamanna eins vel
byggð og almennt er haldið?
Sennilegafæst seint úr því
skorið með óyggjandi vissu
nema þau verðifyrir hamför-
um náttúrunnar. Enginn vill
að slíkt gerist.
En er þá ekki komið að
kjarna málsins? Hann hlýtur
að vera fólginn í því að lœra
afþeim hörmungum sem dun-
ið hafa yfir Vestfirðinga á
þessu herrans ári 1995, sem
enn er ekki liðið, þótt þess sé
innilega beðið að ekkert alvar-
legt gerist það sem eftir lifir
ársins og reyndar aldarinnar
og langtfram á þá nœstu,
Svarið við þessari spurningu.
er já. Öíl umfjöllun um hörm-
ungar er erfið og vandmeðfar-
in og ekki síst nú. Svo mikið
hefur gengið á, aðfólk er í
uppnámi og skyldi engan
undra.
En þrattfyrir þetta er
heldur ekki rétt aðfjalla ekki
um þessi vandmeðförnu mál.
Jarðskjálftaumfjöllun á Suð-
urlandi er einnig viðkvœm.
Engu að síður verður hún að
farafram. Um leið þurfa
Sunnlenclingar einnig að búa
sig undir að jarðskjálftar
geti orðið. Það er hins vegar
ekki hið sama og að segja að
þeirverði. Enginforspá um
náttúruhamfarir getur jafn-
gilt staðreynd. En samt
verða þeir sem hlut eiga að
máli að sjá fram á veginn og
læra að segja til um það,
hvort líkur séu miklar eða
litlar, og bregðast þá við. Sú
hegðun, bœði í sambandi við
jarðskjálfta og snjóflóð, jafn-
gildir slysavörnum í umferð,
bœði á sjó og í landi. Sama
gildir um eldgos, en ennþá
verra mun vera að segja til
um líkur á þeim. Allt er
betra en að stinga höfðinu í
sandinn.