Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 8
OZON- NEVICA ÚLPUR OG BUXUR SPORTHLADAN sími 456 4123 FRÉTTA6LAfi|R RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 Kiwanis Á laugardaginn, 18. nóvember, fór fram á ísafirði svokallað Kiwanismót í sundi. Mót þetta er haldið í samvinnu Kiwanis- klúbbsins Bása á ísafirði og Sundfélagsins Vestra. Keppt var í fjölmörgum aldursflokkum pilta og stúlkna. Ki- wanismenn gáfu öll verðlaun á mótinu. í hléi sýndu krakkar úr C-liði Vestra listir sfnar og er óhætt að segja að mótið hafi tekist í alla staði vel. Fjallað verður frekar um þetta mót á síðum Vestfirska fréttablaðsins næst. spttir asiiii stri ð vest fjörðum" - segir Gísli Olafsson, bæjarstióri í Vesturbyggð „Það er mjög slæmt ef Flugfélagið Ernir gerir alvöru úr því aðhætta rekstri hérfyrirvestan. Félagið hefurhaldið uppi mjög góðri þjónustu á Vestfjörðum og jafnframt hefur það verið griðarlega mikið öryggistæki fyrir alla Vestfirðinga, eins og ótal sinnum hefur sannast og ekki síst hórna hjá okkur", sagði Gísli Ólafsson bæjarstjóri í Vesturbyggð í samtali við Vestfirska fréttablaðið. „Ég sé það fyrir mér að það verður mjög erfitt að fá einhvern viðlíka rekstraraðila í staðinn. Ég sé hreinlega ekki að slíkt geti gerst á næstunni, ef Hörður Guðmundsson leggur niður starfsemi sína á Vestfjörðum", sagði Gísli Ólafsson. ® 456 3367 í SJALLANUM MUNID NÆTURHEIMSINDINGAR Á HELGUM Fjölbreyttur og vandaður matseðill Patreksfiarðarflugvöllur: Loka flugbraut sem einungis er notuð í neyðar- tilfellum - má opna hana í neyðartilfellum, segir samgönguráðherra - alveg fáránlegt, segir Gísli Ólafsson bæjarstióri Búið er að loka þverbraut Patreksfjarðarflugvallar (norð- ur-suður brautinni) sem notuð hefur verið fyrir sjúkraflug f neyðartilvikum. Þetta var gert með því að negia klampa niður í brautina. Samgönguráðherra sagði í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld að fjarlægja mætti þessar hindranir þegar nota þyrfti brautina í neyðartilvik- um. Ekki kom fram í máli ráð- herrans hver muni mæta fyrir- varalaust á jarðýtu með ripper til að rífa þessar hindranir upp úr beinfrosinni brautinni, þegar sjúkraflugvél er í þann veginn að koma inn til lendingar og enginn tími má fara til spillis. Reyndar virðist frekar sér- kennilegt loka þessari braut upp á það að opna hana svo í neyðartilvikum, þar sem hún er einungis notuð í neyðartilvik- um. „Þetta er alveg fáránlegt", sagði Gísli Ólafsson bæjar- stjóri í Vesturbyggð í samtali við Vestfirska í gær, og sagði að málið yrði tekið fyrir á bæj- Patreksfjarðarflugvöllur. Örin bendir á flugbrautina sem lokað var. arráðsfundi án tafar. „Bæði fyrrverandi hreppsnefnd Pat- rekshrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar hafa barist fyrir því að þessari braut verði haldið opinni sem neyðarbraut. Það er staðreynd að það getur oft verið ágætis færi með sjó hér út á flugvöll þó að það sé gersamlega ófært yfir fjallveg- ina tvo sem þarf að fara yfir til að komast á Bíldudalsflugvöll. Þetta virðast menn eiga erfítt með að skilja sitjandi við skrifborð suður í Reykjavík", sagði Gísli Ólafsson bæjar- stjóri. „Ákaflega sárt“ - segir Þorsteinn lóhannesson yfirlæknir um há ákvörðun Harðar Guðmundssonar að flytja reksturinn burt frá Vestfjörðum „Mér finnst þetta ákaflega sárt. Með sjúkrafiugi sínu hefur Hörður Guðmundsson verið okkur hér á Fjórðungssjúkra- húsinu mikil hjálparhella. An svona þjónustu getum við ekki verið. Eg var að vona að til þessarar ákvörðunar þyrfti ekki að koma. Þetta mál var tekið upp hér í sjúkrahússtjóminni snemma í haust. Við hvöttum til þess að stofnuð yrði nefnd til að vinna í málinu og það var gert. Nefndin hélt fund með okkur og þar var samþykkt til- laga þess efnis að Trygginga- stofnun ríkisins gerði þjón- ustusamning við Flugfélagið Erni hf. og jafnframt yrði reynt að fá Norðurland vestra og Snæfellsnes með í það sam- starf. A þann hátt hefði verið rennt stoðum undir þessa starfsemi. Þetta er ekki aðeins mjög slæmt fyrir okkur á Fjórðungssjúkrahúsinu, heldur einnig fyrir bæjarfélagið. Það er skaði að hverjum og einum sem flyst burt af svæðinu. Eg tala nú ekki þegar um atvinnu- starfsemi er að ræða sem í of- análag er mjög mikil! öryggis- þáttur fyrir fbúana." -Sjúkraflugvélar úr Reykja- vík koma naumast að sama gagni, eða hvað... Þorsteinn Jóhannesson yfir- læknir og form. bæjarráðs. „Það segir sig sjálft. Hörður hefur meira að segja verið til- búinn að snúa sínum flugvél- um við þegar við höfum kallað í hann. Ég veit að þeir verða aldrei eins fljótir til með sjúkraflug úr Reykjavík. I fyrsta lagi eru þeir klukkutíma á leiðinni að sunnan og í öðru lagi er ég sannfærður um að þeir verða aldrei eins fljótir að manna vélamar og Hörður Guð- mundsson", sagði Þorsteinn Jóhannesson, yfiriæknir FSI og formaður bæjarráðs Isa- fjarðar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.