Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Miðvikudagur 17. janúar 1995 Augnlæknir á ísafirði Þorkell Sigurðsson augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni á ísafirði miðvikudaginn 14. febrúar, fimmtudaginn 15. febrúar og föstudaginn 16. febrúar nk. Tímapantanir alla virka daga hjá móttökuritara HSÍ í síma 456 3811. Þorrablót Bohrik- ingafélagsins - verður haldið i Reykjauih 3.febrúar Nú líður að þorrablóti Bol- víkingafélagsins en það verður haldið laugardaginn 3. febrúar nk. í sal Ferðafélags Islands, Mörkinni 6 (ekið frá Suður- landsbraut). Borðhaldið hefst kl. 20.00 en að því loknu verð- ur stiginn dans. A blótinu verður söngur, glens og gaman og happdrætti með glæsilegum vinningum. Miðaverð er kr. 2.900 en lækkarniðuríkr. 1.200 eftir kl. 23. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir eru á Snyrtistof- unni Birtu, Grensásvegi 50 (Skálagerðismegin), miðviku- daginn 31. janúar og fimmtu- daginn I. febrúar, sími 568 9916. Þorrablótsnefnd Bolvík- ingafélagsins hvetur mann- skapinn til að taka nú höndum saman og mæta hress á þorra- blót félagsins, sem nú er haldið í annað sinn. Nefndina skipa Sesselja Ingólfsdóttir, sími 567 1054, Elísabet Guðmundsdótt- ir, sími 565 1463 og 565 3800, Katrín Þorkelsdóttir, sími 557 6370 og 568 9916, Margrét Jónsdóttir, sími 552 9092, og Asgerður Kristjánsdóttir, sími 567 4021. Sölaifeaffi l'sflrðingafálagsins - verður á Hótel íslandi 26. ianúar ísfirðingafélagið í Reykja- vík gengst fyrir sinni árvissu sólrisuhátíð, Sólarkaffinu svo- nefnda, föstudagskvöldið 26. janúar á Hótel Islandi. Dagskráin hefst kl. 20.30 með kaffi og rjómapönnukök- um og verður að nokkru helguð minningu tónskáldsins Jóns Jónssonar frá Hvanná og lög- um hans. Dóttir tónskáldsins, Gunnþórunn Jónsdóttir, flytur hátíðarávaip og söngvararnir Kolbrún Sveinbjamardóttir og Grétar Guðmundsson syngja lög Jóns við undirleik harmon- ikukvartetts. Boðið verður upp á mörg önnur góð skemmtiat- riði og gömlu og nýju dansamir spilaðir fram til kl. þrjú um nóttina. Forsala aðgöngumiða verð- ur á Hótel Islandi laugardaginn 19. janúar kl. 14-16 en miða- og borðapantanir á sama stað 22.-26. janúar kl. 13-15 og í síma 568 7111. Blómlegt starf Isfirðingafélagsins Starfsemi Isfirðingafélags- ins hefur verið blómleg undan- farin ár. A síðasta ári fagnaði félagið 50 ára afmæli sínu. Auk sólrisuhátíðar að vetri, sól- kveðjuhátíðar að hausti og messukaffis að vori gekkst fé- lagið í samvinnu við heima- menn fyrir sérstakri afmælis- hátíð fyrir vestan í fyrrasumar. Menn vonast til að sú hátíð verði vísir að árvissri ísafjarð- arhátíð í framtíðinni, þar sem fornir atvinnuhættir verði með- al annars settir á svið, jafnt fyrir ferðamenn sem gamla sveit- unga. Sóltún, orlofshús félagsins á Isafirði, er eftirsótt til dvalar og félagsritið Vestanpósturinn kemur út í tíunda sinn um þessar mundir. Formaður Isfirðingafélags- ins er Einar S. Einarsson. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Sjúkraflutningar Heilsugæslustöðin á ísafirði auglýsir eftir reyndum starfsmanni í fullt starf, einkum til sjúkraflutninga. Einnig er auglýst eftir starfsmönnum til þess að gegna bakvakta- þjónustu á sjúkrabifreið. Skilyrði er að umsækjendur hafi próf til aukinna ökuréttinda. Þá er nauðsynlegt að umsækj- endur hafi lokið þjálfunarnámskeiði fyrir sjúkraflutninga- menn eða séu reiðubúnir til þess að sækja slíkt námskeið við fyrsta tækifæri. Umsóknarfrestur er til 29. ianúar nk. Umsóknir skulu berast framkvæmdastjóra HSÍ, Guðjóni S. Brjánssyni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í vs. 456 4500. „Náttúran kallar" átta sinnum á ísafirði Ísafjarðarbíó hefur byrjað sýningar á „stærstu opnunar- mynd í sögu kvikmyndasýn- inga á fslandi", en þar er um að ræða myndina Ace Ventura - Náttúran kallar, þar sem Jim Carrey fer á kostum og hefur aldrei verið betri en í þessu framhaldi af Ace Ventura. Alls sáu 25 þúsund manns myndina á fyrstu sýningarvikunni hér- lendis. Ráðgerðar eru átta sýn- ingar á myndinni í ísafjarðar- bíói frá því í gær og fram á mánudag (sjá nánar á bls. 7). Góða skemmtun! Nýjar markaskrár f undirbúningi Nú er verið að undirbúa út- gáfu nýrra markaskráa um land allt en þær voru síðast gefnar út árið 1988. Öll búfjármörk á landinu eru nú tölvuskráð hjá Bændasamtökum íslands. Mörkin voru liðlega 21 þúsund að tölu sl. haust þegar hafist var handa við söfnun í hinar nýju markaskrár, sem eiga að koma út fyrir næsta haust. Markaverðir sjá um söfnun marka, en þeir eru 23 talsins á landinu. Arið 1988 voru markaskrárnar 18 og reiknað er með svipuðum fjölda að þessu sinni, hugsanlega þó heldur færri ef fleiri umdæmi samein- ast urn útgáfu skráa. Brýnt er að markaeigendur hafi sem fyrst samband við markaverði en miðað er við að söfnun marka ljúki 1. febrúar nk. 'ltm helcfim á ‘Tfótel ^lmþnði Spennandi matseðill og lifandi tónlist á laugardagskvöld. Kaffihlaðborð alla daga. Njótið góðra veitinga íþægilegu umhverfi. 'Zfótel S1 456 41 11 ODYR BILL • ODYR BILL • ODYR BILL Til sölu Mazda 929 árg. 1984, fernra dyra, í góðu lagi á kr. 50 þúsund stgr. Upplýsingar í síma 456 7207 eftir kl. 19. Við Ijósritcim I FULLCIM LIT eftir þinni fyrirmynd og setjcim myndina ó boi, eða músamottu, eða plakat, eða jafnvel ó lyklakippu. ÍSPRENT HF. Fjarðarstræti 16 • ísafirði S 456 3223 Ilfandi samkeppni - lœgri iðgjöld ^Skandia Haíharstræti 7 sítni 456 3766 iiuiii . mHnnmimiiHiHiimn uu ■ j

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.