Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur^febrúaM99^^^^^^^^^^^^^^^^J VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Hljó lomnon Hrannargötu ísafirði, S456 3072 Enn einn sigur hla Kn - og liðíð búið að tryggja sér sæti i úrslitakeppni 1. deildar KFÍ sigraði Þór í Þorláks- höfn á útivelli sl. laugardag. Lokatölur urðu 98-90 ísfirð- ingum í vil og var sigurinn si'st of lítill. Fyrir leikinn var Þór í fjórða sæti deildarinnar og þurfti á sigri að halda til að vera með í toppbaráttunni. KFI var hins vegar í öðru sæti á eftir Snæfelli í Stykkishólmi, sem átti leik til góða. Loftið í íþróttahúsinu í Þor- lákshöfn var rafmagnað fyrir leikinn og bæði lið í þeirri að- stöðu að mega ekki tapa ef þau ætluðu að halda sínu. Frá upp- hafi var alveg ljóst hvert stefndi, rnikil harka og taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Það voru þó Isfirðing- arnir sem byrjuðu betur og höfðu fjögurra stiga forskot í hálfleik, 43-39. Jafnt var á öllurn tölurn á fyrstu mínútum seinni hálf- leiks. En eftir miðjan seinni hálfleikinn tóku KFÍ-menn leikinn í sínar hendur, leiddir áfram af Chris Ozment, og náðu 22 stiga forskoti. Þeir slökuðu aðeins á undir lokin og yngri kynslóðin, Jón Helgi Guðnason og Magnús Svein- björnsson, kláraði dærnið á- samt „gömlu“ mönnunum og niðurstaðan varð átta stiga sig- ur. ísfirðingar allir ættu að vera hreyknir af strákunum. Með þessum sigri eru þeir búnir að tryggja KFI sæti í úrslitakeppni 1. deildar og eru þó fjórir leikir eftir. Það er ekki þar með sagt að nú verði farið að slappa af og leika sér. Eftir er að sjá hvar liðið endar í deildinni, en fyrstu tvö sætin gefa heimaleik í úr- slitakeppninni og takmarkið er að sjálfsögðu að enda í topp- sætunum tveimur. Bestir í þessum leik voru eftirtaldir leikmenn: Christ- opher Ozment var stigahæstur okkar manna með 46 stig og fór hamförum í sókn og vörn. Þórður Jensson er löngu búinn að sanna fyrir undirrituðum að hann er besti varnarmaður 1. deildarinnar; hann var frábær að venju og skoraði þar að auki 12 stig. Hrafn Kristjánsson fékk það erfiða hlutverk að gæta eins besta atvinnumanns sem er hér á landi í dag og gerði það óaðfinnanlega. Þessi sami maður kom hingað vestur sl. vetur og skoraði þá 49 stig á okkur en í þessum leik skoraði hann aðeins 28 stig. Baldur I. Jónasson stillti miðið og setti einar 6 þriggja stiga körfur, sem voru hver annarri glæsi- legri. Ingimar Guðmundsson, nýi risinn okkar, lék mjög vel og kemur til með að verða okkur dýrmætur í næstu leikj- urn. Og þá er komið að Shiran Þórissyni. Hann kom inn fyrir Hrafn og tók á móti Champ Wrencher, leikntanninum góða. Shiran var þó ekki neitt að hafa fyrir því að heilsa honum neitt sérstaklega, kom bara inn á, stal boltanum af honum í tvígang og skoraði. Glæsileg innkoma hjá Shiran, sem sýndi það svo um munar að hann er kominn til að vera. Lið KFÍ stóðst raunina í Þorlákshöfn og kom heim með tvö dýrmæt stig. Og nú er komið að þér, lesandi góður: Næsti leikur KFI er á laugar- daginn (10. febr.) kl. 13.30 og gestir að þessu sinni er lið Leiknis í Reykjavík, sem er nú í fjórða sæti ásamt Þór. Það er kominn tími til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að koma og hjálpa til með hvatn- ingarorðum og trommum en fyrst og fremst mætingu í í- þróttahúsið á Torfnesi - komið og hjálpið Isfirðingum alla leið á toppinn. Þeir eiga ekkert minna skilið, þó að ég riti það hér sjálfur. Afram KFI, áfram Isafjörður! Gaui Þ. ÞORRABLÓT í HOLTI Myndir: Sigríður Magnúsdóttir, Kirkiubóli i Valbiófsdal Þorrablót Mosvallahrepps var haldið I Holti í Önundarfirði sl. laugardagskvöld og voru meðfylgjandi myndir teknar þá. Blótið var fjörugt og fólk úr byggðunum í kring fjölmennti. í nýútkomnu fréttabréfi Önfirðingafélagsins í Reykjavík segir svo m.a. um þorrablótin í Mosvallahreppi: „Kvenfélag Mosvallahrepps sá um þorrablótin frá 1960. Hófst þá fagnaðurinn eftir hádegi og komu þá ávallt saman ungir sem aldnir, yngstu nokkurra mánaða og elstu um áttrætt. Hvert heimili lagði til sinn mat í trogum. Eftir borðhald var spiluð „framsóknarvisf, síðan var verðlaunaafhending. Að lokum var stiginn dans undir harmon- ikkuleik og gjarnan tekinn „vísnamars“. Ymis skemmtiatriði voru, m.a. gamanvísur eða annálar eftir bræðurna Guðmund Inga og Halldór Kristjánssyni á Kirkjubóli og hefur Brynjólfur Árnason á Vöðlum oftast flutt vísurnar með söng og undirspili. Um kvöldmat- arleytið var borið fram kaffi og meðlæti og spjallað þar til kvöld- mjaltir kölluðu fólkið heim um kl. 20.30. Sú nýbreytni varð að árið 1975 var blótið haft um kvöld og fenginn harmonikkuleikari frá Þingeyri og gestum gert að greiða kr. 1.000 í inngangseyri, en Kvenfélagið hafði staðið undir kostnaði og séð um undirbúning. Árið 1979 var bæjum í Flateyrarhreppi boðin þátttaka í fyrsta sinn. HendrikTausen sá um matinn 1980 og 1981 en síðan hafa nefndarmenn séð um matinn. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hætta að hafa börnin með og bjóða í staðinn ætt- ingjum og vinum í nærliggjandi sveitarfélögum að vera með.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.