Feykir


Feykir - 02.09.1987, Blaðsíða 2

Feykir - 02.09.1987, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/1987 Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra Feykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95- 5253, Haukur Hafstað sími 95-5959, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Daníelsson sími 95-1018, Örn Þórarinsson sími 96-73254 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 200 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf„ Sauðárkróki. --------------------leiðarí'— Raunir viðskiptaráðheira Þessa dagana er fátt rætt meira um manna á meðal en sölu á Útvegsbankanum. Umræðan hófst þegar Samband ísl. samvinnufélaga og nokkur samstarfs- fyrirtæki óskuðu eftir kaupum á 67% hlutafjár í Útvegsbankanum og greiddi þegar í stað 5% af andvirði þess eins og hlutafjárútboðið gerði ráð fyrir. Þetta útspil samvinnumanna olli því að engu er líkara en að sprengju hafi verið varpað í hinum íslenska fjármálaheimi, ef marka má viðbrögð sumra talsmanna einkaframtaksins. Ljóst er að tilboð samvinnuhreyfingarinnar kom einkaframtaks-mönnum algjörlega í opna skjöldu. enda hefur talsmaður þeirra, Kristján Ragnarsson, viðurkennt það opinberlega. Þá má benda á að Morgunblaðið talar um það í leiðara að þörf sé á reykskynjara til að einkaframtaks-menn haldi vöku sinni. Það sem einkum virðist vaka fyrirsamvinnumönnum er að með kaupum þeirra á Útvegsbankanum skapast raunhæfur möguleiki á uppstokkun í bankakerfinu, nokkuð sem ekki hefur tekist áður. En þá er átt við samruna Samvinnubankans og Útvegsbankans og e.t.v. Alþýðubankans. Jafnframt því eru samvinnu- menn að styrkja stöðu sína í bankarekstri til lengri tima litið. I mörg ár hafa verið uppi miklar umræður í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að gera bankarekstur ódýrari og hagkvæmari hér á landi. Á þessa nauðsyn hafa stjórnmálamenn m.a. lagt mikla áheslu. En athafnir hafa ekki fylgt orðum og pólitískir hagsmunir Iátnir ráða. fremur en hagkvæmissjónarmið. Þetta kom berlega í ljós á sl. vetri þegar Utvegsbankinn var endurreistur eftir eitt mesta gjaldþrot banka hérá landi. Nú þegar fyrir liggja tvö kauptilboð í bankann reynir á pólitískt þor viðskiptaráðherra að ákveða hvoru tilboðinu skuli taka. Sú ákvörðun hefur vafist fyrir ráðherranum, enda nokkur vorkunn, þar sem að sjálfur forsætisráðherra landsins hefur hótað stjórnarslitum verði niðurstaða viðskipta- ráðherra sjálfstæðismönnum á móti skapi. Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra hefur því í máli þessu verið stillt ómaklega upp að vegg. Hver sem niðurstaða hans verður, þurfa alþingismenn og ráðherrar að vera minnugir þess að þeir eru kosnir til að stjórna og taka ákvarðanir. Þeir eiga að standa og falla með sínum gjörðum, hvað sem öllum hótunum líður. ÓF Prentsmiðjan í sveitinni Heimilislegasta prentsmiðja landsins Þegar maður kemur inn í anddyrið í prentsmiðjunni Húnaprenti á Laugabakka kemur upp sú tilfinning að maður sé að koma inn í lítið byggðasafn en ekki prent- smiðju. Þar hanga allskonar gamlir munir á veggjum og skilvinda í ágætu lagi stendur á hillu. Þegar inn úr forstofunni er komið verður manni þó ljóst að maður er áreiðanlega staddur í prent- smiðju, meira að segja nútíma prentsmiðju með offsetprentvél, setningartölvu, prentmyndavél og öðrum þeim tækjum sem nú eru notuð við prentun. Þótt nútíminn hafi greinilega haldið innreið sína er manneskju- legu andrúmslofti engan- veginn kastað á glæ. Prent- smiðjukötturinn Isbergur hring- ar sig á stól og malar makindalega. Engir prent- villupúkar eftir til að veiða. Tumi sýnir mér vélarnar og segir mér sögu hverrar og einnar. Víða að komnar. vélar með „karakter” eins og maður segir. Hvað ertu búinn að starf- rækja Húnaprent lengi? ,,Eg byrjaði áttatíu - þá hlýtur þetta að vera sjöunda árið". Og hvernig hefur gengið? ,,Bara sæmilega. Þetta var smátt fyrst en hefur alltaf Prentsmiðjukettir hafa þá náttúru að þeir nást illa á mynd. Eigendur Húnaprents: Sveinn Asgeirsdóttir. verið að auka við sig. Fyrst eignaðist ég litla borðvél sem ég notaði í fimm ár, og á tímabili var ég með tvær slíkar. Það var ekki fyrr en fyrir rúmu ári sem ég keypti þessa hér. Þá fór ég út til Danmerkur og fjárfesti í myndavélinni og prentvélinni. Þær voru áður í eigu dönsku járnbrautanna. Þessar vélar og tölvan voru algjör bylting þegar þær komu. Áður gat ég ekki sett nokkurn texta nema á ritvél - en þær eru nú með jafn margar leturgerðir og þú veist". Hvernig eru prentgæðin? Tumi fer upp í hillu og tekur fram möppur með gömlum verkefnum. ,.Þú getur nú séð það sjálfur. Fyrst var maður í vandræðum með ýmislegt, þurfti að nota gamla hausa og letur sem hafði verið prentað annarsstaðar. Það náðust auðvitað ekki alltaf 100% gæði við slíkar aðstæður. Núna er ég hinsvegar samkeppnisfær við hvern sem er hvað gæðin varðar". Tumi sýnir mér verðlauna- Tumi Arnórsson og Áslaug skjöl og hlutabréf og fleira slíkt sem hann hefur prentað, það er allt óaðfinnanleg prentun, og ekki síður eftirtektarvert hve smekk- lega skreytingunni er fyrir komið. Óvönduð uppsetning sést ekki. „En ég vil láta það koma fram að ég prenta ekki Sjónaukann" segir Tumi „það virðast margir hér halda að ég prenti hann, og mér er ekkert vel við að vera orðaður við þann frágang”. Talandi um vönduð vinnu- brög. Hvað finnst þér um breytingar í prentiðninni úr hlýi yfir í offset? „Mér finnst prentverkinu hafa hrakað að mörgu leyti, mikið af ófaglærðu fólki kemur þarna inn og óvandaðri vinnubrögð. En það þýðir ekkert að vera á móti nýjungum í faginu”. Eg þakka Tuma fyrir móttökurnar, lit yfir prent- smiðjuna og smelli mynd af þeim hjónum. Prentsmiðju- kötturinn dormar enn í stólnum sínum þegar ég fer. Prentunin heldur áfram. Eru menn að fá’ann? Veiðitölur úr laxám á Norðurlandi vestra 30. ágúst 1987: Fremri Laxá á Ásurn ........................... 13 laxar Fremri Laxá á Ásum ...................... 1131 silungur Laxá á Ásum.................................. 1126 laxar Blanda ...................................... 1205 laxar Svartá ....................................... 382 laxar Laxá á Refasveit ............................. 110 laxar Hallá ......................................... 58 laxar Víðidalsá ................................... 1300 laxar Miðfjarðará .................................. 978 laxar Vatnsdalsá .................................. 1155 laxar Vatnsdalsá silungasvæði ................. 1670 silungar Vatnsdalsá silungasvæði ....................... 93 laxar Vatnsdalsá 5. svæði ........................... 32 laxar Húseyjarkvísl................................... 90 laxar Sæmundará ..................................... 30 laxar Kolka (Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá) .......... 25 laxar Veiði í sumum ám er nú búin og má þar m.a. nefna Húseyjarkvíslina, en laxatalan þar er ekki alveg rétt þar sem ekki náðist í veiðivörð. Eins gildir um 5. svæði Vatnsdalsár, þaðan hafa ekki borist tölur í nokkurn tíma. Búist er við að hægt verði að birta lokatölur í næsta tölublaði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.