Feykir - 02.09.1987, Blaðsíða 5
27/1987 FEYKIR 5
Heimsókn frá Köge til Sauðárkróks
- Feyldr spjallar við nokkra krakka frá Köge
Dagana 18.-23. ágúst sl.
voru í heimsókn 12 krakkar
frá Köge, vinabæ Sauðár-
króks í Danmörku og dvöldu
þau hér frá þriðjudegi til sunnu-
dags, nema á fimmtudeg-
inum þegar þau fóru í
Mývatnssveit. Þau voru á
aldrinum 11-16 ára og var
einn fulltrúi frá hverjum
skóla, en 12 grunnskólar eru
í Köge. Köge er í kringum 36
þúsund manna bær, um 200
krn frá Kaupmannahöfn.
A miðvikudeginum var
farið í fyrirtæki á Sauðár-
króki og þau skoðuð, s.s.
Steinullarverksmiðjuna, Fisk-
iðjuna, Loðskinn, Hitaveit-
una o.fl. Að loknum þessum
skoðunarferðum var farið í
reiðtúr.
Að kveldi föstudagsins var
haldið diskótek fyrir dönsku
krakkana í félagsaðstöðu
Gagnfræðaskólans þar sem
jafnaldrar þeirra á Króknum
áttu með þeim skemmtilega
stund.
Daginn eftir, á laugardegi,
var farið í skoðunarferð um
Skagafjörð og komið við í
Glaumbæ. Síðan fór hópur-
inn út í Drangey. Héðan fóru
svo Danirnir á sunnudegi
áleiðis til Reykjavíkur og
þótti heimsóknin takast með
afbrigðum vel. Hópurinn
gisti í Gagnfræðaskólanum á
meðan á dvölinni stóð og
snæddi í nýju og glæsilegu
eldhúsi skólans.
Að sögn Björns Sigur-
björnssonar skólastjóra, sem
var leiðsögumaður hópsins
ásamt Margréti Bjömsdóttur,
eru heimsóknir sem þessar
nauðsynlegar á milli vina-
bæjanna og sagði Björn að
frá Sauðárkróki myndu fara
krakkar á næsta ári til
einhvers vinabæjar Sauðár-
króks. ,,Þá er hugmyndin að
fara með t.d. heilan bekk úr
Grunnskólanum” sagði Bjöm.
Blaðamaður Feykis hitti
fjóra krakka frá Köge á
laugardeginum að lokinni
Drangeyjarferð og spurði
þau út í ferðina hingað og
ýmislegt fleira. Þau hétu
Anders Sörensen 13 ára,
Anne Lauritsen 16 ára,
Maria Larsen 11 ára og Jen
Pedersen 15 ára.
Þau voru fyrst spurð
hvernig þeim hefði líkað
dvölin á Sauðárkróki:
„Þetta er búið að vera
mikil upplifun að sjá ísland,
allt öðru vísi en í Danmörku.
Dvölin hér hefur verið
frábær”.
Hvað hefur verið skemmti-
legast?
„Það hefur svo margt verið
skemmtilegt og erfitt að gera
upp á milli. Það er öruggt að
þetta verður ógleymanleg
ferð. Við hlökkum mikið til
að sjá Geysi á morgun”.
(Krakkarnir komu við hjá
Geysi á sunnudeginum á
leiðinni suður. - Innskot
blm.).
Hafíð þið komið til íslands
áður?
,;Nei, aldrei”.
Á að koma aftur seinna?
„Já, kannski þegar við
verðum eldri”.
Hvemig hugsuðuð þið ykkur
Island áður en þið fóruð frá
Danmörku?
„Við héldum að það yrði
mjög kalt. Við vissum að hér
væri stórkostleg náttúra og
stijálbýli, þ.e. bæimir litlir
og fátt fólk”.
Hvemig finnst ykkur krakkam-
ir hérna í skólanum?
„Þetta er fínn skóli og
krakkarnir hafa tekið mjög
vel á móti okkur. Flestirgátu
nú ekki talað dönsku við
okkur svo við töluðum ensku
og það gekk vel. Diskótekið
var gott og vel skipulagt,
frábær lög”.
Voru það sömu lögin og þið
heyrið í Danmörku?
„Nei, það var ekki. Við
höfum lítið heyrt af þessum
lögum en þau voru góð”.
Hvað er vinsælast í Dan-
mörku núna?
Kim Larsen er vinsæll og
svo hefur Withney Houston
verið að slá í gegn. Depeche
Mode, Genesis, Europe og
Madonna eru einnig vinsæl”.
Þekkið þið eitthvað af
íslenskri músík?
„Nei ekki svo mikið”. Þá
gall við í einni; „Eg hefheyrt í
Bubba Morthens”.
Með þessum orðum lauk
viðtalinu og krakkarnir ruku
í matinn hjá Önnu Rósu og
Bíbí.
Krakkarnir frá Köge, frá vinstri Maria Larsen, Anne Lauritsen,
Jen Pedersen og Anders Sörensen.
í RAFTÆKJADEILD
20” Thompson sjónvarpstæki
m/fjarstýringu
verð kr. 36.630.- stgr.
FRIGOR FRYSTISKÁPAR
200 Itr. kr. 28.661.- stgr.
275 Itr. kr. 31.863.- stgr.
380 Itr. kr. 35.634.- stgr.
460 Itr. kr. 39.154.- stgr.
Bauknecht, AEG og Snoweap
kæliskápar í úrvali
Höfum fengið söluumboð
fyrir Young Chong
píanó og flygla.
Verð frá kr. 95.000.-
Allar upplýsingar í
raftækjadeild
Mikið úrval af iömpum og
Ijóstækjum tekið upp
næstu daga
- í KJÖTDEILD -
Kynning á Hraunbergslæri föstudaginn 4. september kl. 16.00-18.00
Kynningarverð