Feykir - 02.09.1987, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 27/1987
Fjörugur leikur á
Sigló
U.S.A.H. vann Fimmuna
Einn allra fjörugasti knatt-
spyrnuleikur sumarsins var
háður á Siglufirði á föstudegi
þegar Leiftursmenn komu í
heimsókn. Hinir fjölmörgu
áhorfendur urðu vitni að
mikilli markasúpu, því úrslitin
urðu jafntefli 4-4, nokkuð
sanngjörn úrslit þrátt fyrir þá
staðreynd að Leiftursmenn
stálu sigrinum af KS á
síðustu mínútu leiksins þegar
þeir skoruðu jöfnunarmarkið.
Leiftursliðið náði þrívegis
forystu í leiknum, fyrst á 5.
mín. þegar dæmd var óbein
aukaspyrna á KS á markteigi.
Uppúr henni skoraði Oskar
Ingimundarson. A 20. mín.
jafnaði KS, Hafþór átti þá
fast skot á markið, boltinn
lenti í varnarmanni Leifturs
og af honum í markið. Aftur
náði Leiftur forystu á 38. mín.
en Róbert Haraldsson jafnaði
fyrir KS með skalla eftir
hornspyrnu stuttu fyrir hálf-
leik. Ekki voru liðnar nema
tvær mín. af síðari hálfleik
þegar Oskar náði enn á ný
forystu fyrir Leiftur en KS-
ingar svöruðu fyrir sig 6 mín.
síðar þegar Tómas Björnsson
sendi boltann í netið. Það var
skömmu fyrir leikslok að
Jakob Kárason náði forystu
fyrir KS eftir nokkuð þunga
sókn KS. Jakob fékk send-
ingu frá hægri sem hann
afgreiddi örugglega í netið
framhjá fjölmennri vörn
Leifturs sem var illa úr
jafnvægi. Það var svo á
síðustu mínútunni sem Róbert
Gunnarsson brausteinn með
knöttinn upp allan völlinn og
náði að jafna 4-4 og
þar með var leiknum lokið.
Eins og áður sagði var
leikurinn fjörugur, dæmigerður
leikur milli þessara liða,
þegar ávallt er keyrt á fullu.
Þó var leikurinn ekki grófur
heldur frábær skemmtun
fyrir hina fjölmörgu áhorfendur
sem létu ekki hellirigningu
neitt á sig fá, enda mikið í
húfi fyrir bæði liðin.
Hvöt vann Huginn 4-0 á
Blönduósvelli sl. miðviku-
dag. Sigurinn var öruggur
eins og venjulega. Mörk
Hvatar skoruðu þeir Ingvar
Magnússon 2 og Rúnar
Guðmundsson og Ásgeir
Fimman, sem er frjáls-
íþróttakeppni milli fimm
ungmennasambanda, var hald-
in á Blönduósvelli 22. ágúst
sl. Ungmennasamböndin eru
Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga, Ungmennasam-
band Vestur-Húnvetninga,
Ungmennasamband Skaga-
fjarðar, Héraðssamband
Strandamanna og Ungmenna-
samband Dalamanna og N-
Breiðfirðinga. Þetta var í
Valgarðsson sitt markið
hvor. Hvöt mun leika
úrslitaleik 4. deildar við
Seltjarnarnesliðið Gróttu. Sá
leikur verður fyrir sunnan
um næstu helgi.
sjötta skiptið s£m mótið var
haldið og hafa A-Húnvetn-
ingar unnið oftast, eða
þrisvar. Skagfirðingar hafa
tvisvar borið sigur úr býtum.
I þetta skiptið voru það
heimamenn, USAH, sem
sigruðu með glæsibrag. Úrslit
mótsins urðu þessi:
1. USAH 309,5 stig
2. UMSS 259,0 stig
3. UDN 202,5 stig
4. HSS 183,0 stig
5. USVH 148,0 stig
Verðlaunaafhending og kaffi-
veitingar voru á Hótel
Blönduósi að móti loknu, en
verðlaun gáfu Tannlækna-
stofa Sturlu Þórðar-
sonar og Verkalýðs- og
sjómannafélag Skagastrandar.
Veður var gott á mótsdaginn
og tókst framkvæmdin
áfallalaust.
Hvöt í 3. deild á næsta ári
11. Hagyrðingaþáttur
Heilir og sælir lesendur
góðir.
Við byrjum þáttinn að
þessu sinni með fallegri
hringhendu eftir Gissur
Jónsson í Valadal:
Oft ég skunda óðs á fund
öllum blundi þjaka.
Mína stundum léttir lund
liðugt bundin staka.
Það er hér önnur hring-
henda eftir Gissur:
Vart mig stingur veiklynd þrá
vonin yngir bjarta.
Mín óþvinguð mærðarskrá
mitt við syngur hjarta.
Eins og flestir vita hefur
verið mikið um að vera vegna
landbúnaðarsýningarinnar, sem
nú er nýlokið. Húsnæðiðsem
hún var haldin í og gengur
undir nafninu Reiðhöllin er
eins og margt annað, fram-
kvæmd sem ekki eru allir
sammála um. Næstu tvær
vísur eru gott sýnishorn af
því. Jóhann Guðmundsson
frá Stapa í Lýtingsstaða-
hreppi telur gott að geta
brugðið sér í húsaskjól með
klárana. Hann kveður svo,
hringhent:
Reisur víða um fjöllin fríð
fjörga lýða sinni.
En geri hríð og garra tíð
gott er að ríða inni.
Jón Sigurðsson bóndi í
Skollagróf í Hrunamanna-
hreppi er ekki alveg eins
jákvæður í garð Reiðhallar-
innar, og óttast að hallar-
reiðin verði ekki öllum jafn
holl. Hann yrkir svo, hring-
hent:
Fer ég létt um fjallaleið
fjötrum sprett af sinni.
En heims í þéttri hallarreið
hef ég pretta kynni.
Nú þegar landsmenn hafa
fengið þá umdeildu sendingu
er nefnist skattseðill og
flestar skattskýrslur hafa
borist til viðtakenda er ekki
úr vegi að rifja upp þrjár
vísur eftir Jónas frá Hof-
dölum, en þær mun hann
hafa skrifað aftan á skatt-
skýrsluna eitt árið sem hann
var vörður við Grundar-
stokksbrú:
Eignin mín er smærri en smá
smygluð staup og hálfgleymd
kvæði.
Tekjuhliðin lægri en lá
lítið kaup og sultarfæði.
Vanhöld eru, veikluð trú,
viljans stálið sundum brotið.
Þetta er næstum þrotabú
það hefur vonum lengur
flotið.
Smátt fer orð af auðlegð
minni
aldrei var ég margálna.
En hangi svona á horriminni
húsgangs milli og bjargálna.
Næsta vísa er eftir Olínu
Jónasdóttur og er hún gerð
þegar skáldkonan var að
gera við bilaðan glugga á
herbergi sínu og gekk henni
það illa:
Mér finnst eitt og annað
bresta
á það sem ég frekast kaus.
En eitthvað með því allra
versta
er að vera karlmannslaus.
Þar sem nú er að verða
stutt í að sláturtíð hefjist er
rétt að rifja hér upp vísur sem
ortar voru á Sláturhúsi KS á
Sauðárkróki, reyndar fyrir
nokkuð mörgum árum síðan.
Egill Helgason á Sauðár-
króki hefur unnið mörg
haust á sláturhúsinu og ort
margar vísuna, enda vel
hagmæltur. Eitt sinn byrjaði
hann svona:
Sómamaður Sigmundur
situr á Vindheimonum.
Ofurlítið álútur
á hann barn í vonum.
Hólmfríður Jónasdóttir tók
upp hanskann fyrir unga
bóndann og orti til Egils:
Þó að skáldin þjóðum hjá
þiggi ást af konum.
Gálgamaður Egill á
aldrei barn í vonum.
En það stóð ekki á svari
hjá Agli:
Vísur eyrum dilla dátt
dá þær ljóðavinir.
En skáldin geta allt eins átt
ómerkinga og hinir.
Næsta vísa sem er hring-
henda sannar okkur að oft
geta haustmorgnar verið
fallegir. Höfundur er Konráð
Vilhjálmsson:
Geisli braust í gegnum ský
glitra haustsins rúnir.
Skín í austri ung og ný
ársól laust við brúnir.
Þar sem nú er að verða
stutt í göngur og réttir er ekki
úr vegi að enda þáttinn með
vísum sem tengdar eru þeim,
og er reyndar ætlun mín að
gera slíku efni betri skil í
næsta þætti. Magnús Gísla-
son frá Vöglum í Blönduhlíð
kveður svo:
Dvínar valla vakin þrá
vísna snjalli söngur.
Heiðin kallar okkur á
enn í fjallagöngur.
Ama hrindir sérhvert sinn
sorg í skyndi dvínar.
Lífsins yndi ég ávallt finn
innan um kindur mínar.
Við látum Jón Tryggvason
í Ártúnum í Blöndudal eiga
síðustu vísuna að þessu sinni.
Mun hún vera gerð á
ferðalagi síðsumars um Ey-
vindarstaðaheiði.
Þó að húmi og hausti senn
hitna fornar glóðir.
Þegar gamlir gangnamenn
ganga um þessar slóðir.
Verið þið sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
Simi 95-7154
Skólaritvélin
I ár
Brother AX 10
Fislétt og meðfærileg
Full af tækninýjungum
m.a. 40 stafa
leiðréttingarminni
Verð aðeins kr. 22.500.-
Greiðslukjör
STUÐULL sf.
Skagfirðingabraut 6b - simi 95-6676