Feykir


Feykir - 28.10.1987, Side 2

Feykir - 28.10.1987, Side 2
2 FEYKIR 35/1987 ÆEYKIlW Óháð fréttablað fyrir Noröurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95- 5253, Haukur Hafstað sími 95-5959, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Daníelsson sími 95-1018, örn Þórarinsson sími 96-73254 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 200 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf„ Sauðárkróki. leiöari —, Skólinn er byrjaður og sennilega hefur það ekki farið framhjá fólki frekar en berjaspretta og sláturtíð. Fjölmiðlar eru vanir að gera haustinu góð skil og skýra, oft skemmtilega, frá algengum haustverkum manna. En hvað gerist að liðnu hausti? Jú, berin frjósa og börn og búpeningur eru tekin á hús og fóðruð þar til snjóa leysir á ný. En er þctta svona cinfalt? Undanfarin ár hafa viðhorf til skólans og þeirrar starfsemi sem þar fer fram tekið breytingum. Á síðustu árum hefur skólanum verið ætlað að taka að sér sífellt stærra hlutverk varðandi uppeldi barna. Allt of oft heyrist: ,,Já, þessu þyrfti að koma inn í námsefni grunnskólans”. Að sjálfsögðu þarf námsefni nemenda að vera í sífelldri endurskoðun svo hægt sé að bæta við og laga en einhvers staðar þarf að setja mörk. í dag eiga börn m.a. að læra í skólanum að smyrja brauð, bursta skó og tennur, læra að hirða sig og klæða, hvernig haga á sér í umferðinni og forðast vímuefni og yfirleitt flest það sem tengist mannlegum samskiptum. Margt fleira mætti tína til sem ekki fyrirfannst í skólanámskrám áður fyrr því sjálfsagt og eðlilegt var talið að hluta af uppeldi barnanna væri sinnt heima fyrir. Elvort þessi breytta hlutverkaskipan sé góð eða slæm skal ósagt látið en hitt er öllu mikilvægara að foreldrar átti sig á þeim breytingum sem orðið hafa á skólastarfsemi og séu tilbúnir til að taka höndum saman með kennurum við uppeldi barnanna. Foreldrar verða að gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar undirstöðumenntunar á þeim kröfuhörðu tímum sem við lifum. Gagnvart þessu hafa foreldrar og aðrir verið að vakna, hægt og sígandi að vísu, og er það vel. Börnin eru framtíðin og lengi býr að fyrstu gerð. Látum ekki demba uppeldishlutverkinu alfarið á skólann svo að við fáum nú „vinnufrið”, týnum ekki börnunum okkar í villtu lífsgæðakapphlaupi. Heimilið á að vera hornsteinn fjölskyldunnar og með samvinnu heimila og skóla búum við betur að börnum okkar fyrir framtíðina. Körfubolti 1. deild: Tveir sigrar Tindastóls fyrir sunnan Tindastóll gerði góða ferð suður á land um síðustu helgi, lék tvo leiki og vann þá báða með góðum mun. Fyrri leikurinn var á föstudagskvöld í Borgarnesi við Skallagrím. Heimamenn héldu forystunni til að byrja með, en eftir því sem leið á leikinn náði Tindastóll yfir- höndinni og hélst svo til leiksloka. Lokastaðan varð 74 stig Tindastóls gegn 59 stigum Borgnesinga. Bestur leikmanna Tindastóls í þessum leik var Björn Sigtryggsson, en hann fór á kostum í vörn og sókn, skoraði 28 stig og hirti 20 fráköst. Aðrir stigaskorarar fyrir Tindastól voru Eyjólfur Sverrisson með 20 stig, Sverrir Sverrisson 11 stig, Karl Jónsson 6, Ágúst Kárason 3, og Jóhann Már Guðmundsson, Kristinn Baldvinsson og Birgir Valgarðs- son 2 stig hvor. Á laugardaginn hélt Tinda- stóll til Sandgerðis og lék við heimamenn, Reyni, en þeir tilkynntu þátttöku í íslands- mót á síðustu stundu. Tindastóll átti að keppa við Snæfell frá Stykkishólmi þessa helgi, en þeir hættu keppni og hafa því tvö lið hætt við þátttöku í 1. deild körfuboltans, hitt liðið var USAH. Tindastóll byrjaði leikinn við Reyni af krafti og náði 18 stiga mun í byrjun Heimamenn söxuðu aðeins á forskotið og náðu að minnka muninn í 8 stig í hálfleik. í seinni hálfleik var Tindastóll ávallt betri aðilinn, munurinn var lengst af um 10 stig en undir lok leiksins jókst forskot Tindastóls og þegar flautað var til leiksloka var staðan orðin 66-46 fyrir Tindastól. Bestur í liði Tindastóls var Ágúst Kárason en hann hirti mikið af fráköstum og lék vel, einnig átti Kári Marísson þjálfari ágætan leik. Flest stig Tindastóls gerði Eyjólfur, eða 20, Björn 14, Sverrir 11, Kári 8, Kristinn 6 og Jóhann Már og Birgir 2 hvor. Næsti leikur Tindastóls er n.k. föstudag en þá kemur lið HSK á Krókinn. Leikurinn hefst kl. 20 og verður þetta mikill baráttuleikur því þessi lið, ásamt IS og UÍA, eru talin munu berjast á toppi 1. deildar í vetur. Feykir hvetur alla sem vettlingi og hönskum geta valdið að fjölmenna í Iþróttahús Sauðárkróks n.k. föstudagskvöld og hvetja Tindastól til sigurs. Norræna skólahlaupið Fyrir skömmu hlupu nem- endur Grunnskóla Sauðár- króks Norræna skólahlaupið svokallaða, en það er hlaupið af öllum skólum á Norður- löndum á svipuðum tima. Þetta er liður í norrænu samstarfi um skólaíþróttir, að frumkvæði norrænu skóla- íþróttanefndarinnar. Nefnd þessi hefur einnig staðið að sumarbúðum fyrir nemendur frá öllum Norðurlöndunum. Þetta er í fjórða skiptið sem hlaupið er og hafa nemendur frá íslandi oftast hlaupið mest og best miðað við höfðatölu, sem fyrr. Núna hlupu nær allir nemendur efra stigsins, frá 5.-9. bekk, alls um 230 nemendur. Boðið var upp á þrjár vegalengdir, 10 km, 5 km, og 2.5 km og hlupu flestir 10 kílómetrana. Tekinn var tími á þeim sem hlupu 10 km og besti tími hjá strákum var 41.42 mín, sem Sigurður Leví 9. bekk hljóp og hjá stelpum var Heba Guðmunds- dóttir 7. bekk með bestan tíma, 52.34 mín. Nemendur neðra stigsins, frá forskóladeild til 4. bekkjar, hlupu sl. mánudag og var þátttaka góð, allir nemendur hlupu, eða um 250 stykki. Krakkarnir í 1.-4. bekk hlupu 2.5 km en forskóla- krakkarnir hlupu eitthvað styttra. Ekki eru komnar heildar- tölur um hlaupið nú í ár yfir landið, en 1986 komu skólar úr Skagafirði mjög vel út og voru jafnan í fremstu röð. T.d. var það hjá 17 skólum þar sem allir nemendur tóku þátt, voru 4 úr Skagafirði. Hjá þeim skólum sem hlupu að meðaltali lengst yfir allt landið var Steinsstaðaskóli efstur með 9.69 km á nemanda. Grunnskóli Sauðár- króks efra stig í öðru sæti með 9.47 km og í þriðja sæti varð Varmahlíðarskóli með slétta 9 km að meðaltali á nemanda. Til gamans má geta að nemendur í skólum í Reykjavík hlupu að meðal- tali 3.31 km. VEGAGERÐIN Útboð Snjómokstur 1987-1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur með vörubifreiðum í Húna- vatnssýslum veturinn 1987-1988. Um er að ræða tvö útboð: 1. Blönduós - Skagaströnd - Blönduvirkj- un, (67 km). 2. Blönduós - Hvammstangi, (52 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 26. október nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. nóvember 1987. Svandís Ingimundar Vegamálastjóri.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.