Feykir


Feykir - 05.10.1988, Blaðsíða 1

Feykir - 05.10.1988, Blaðsíða 1
@ raf sjá hf Sérverslanir með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki „Neyðumst til að láta skipin sigla” segir Ágúst Guðmundsson framkvæmdastjóri ÚS „ Okkur er auðvitað bölvan- lega \ið að fólk sé atvinnulaust í landi, en við neyðumst til að láta skipin sigla. Okurvextimir undanfarið hafa étið rekstrar- féð upp, fiskverðið hefur ekkert hækkað í eitt ár á meðan allur annar kostnaður hefur vaðið upp. En það er mjög hagkvæmt að sigla með karfann, sérstaklega þegar verðið er svona gott á erlendu mörkuðunum. Framlegð úr vinnslu á honum hér heima er mjög lítil. Og síðan bíðum við bara eftir því hvað útgerðin og fiskvinnslan fær úr „bjargráða- sjóðum” hans Stefán Valgeirs- sonar,” sagði Agúst Guðmunds- son framkvæmdastjóri Utgerðar- félags Skagfirðinga. Tveir af togurum US, Hegranes og Skafti munu að mestu sigla fram að áramótum. Drangey sem hefur verið að heilfrysta karfa kom með 67 tonn að aflaverðmæti 8,5 milljónir úr síðasta karfa- túrnum um helgina. Mun Drangeyjan nú fara á þorsk og afla fyrir frystihúsin, en væntanlega mun það lítið segja handa 3 húsum ef ekki fæst fiskur annars staðar frá. Drangeyjan á eftir 450 tonna þorskkvóta en Hegranes og Skafti eiga eftir 150-200 tonna þorskkvóta, eða einn góðan túr hvort skip. Allt útlit er því fyrir að síðustu mánuðir haustsins verði rýrir hjá fiskvinnslu- fólki við Skagafjörð. Síðustu vikurnar hafa hvorki Skjöldur né Hraðfrystihúsið á Hofsósi fengið hráefni til vinnslu. Hafa Hofsósingar því ekki enn getað prófað flæðilínuna nýju sem búið er koma fyrir í húsinu. I Fiskiðjunni hefur að mestu tekist að halda uppi fullri vinnu með því að vinna Skagafjörður og A-Hún: Fimm ný riðutilfelli bátafisk í verðmiklar pakkn- ingar. Skafti og Hegranes hafa selt einu sinni og gerðu góðar sölur. Skafti seldi 12. fyrra mánaðar í Bremenhafen fyrir 9,4, milljónir og var meðal- verð 63 krónur á kíló. Hegranes seldi síðan í Cuxhafen 20. sepember fyrir 12,7 milljónir og var meðal- verð enn betra en hjá Skaftanum, 66 krónur. Fór skipið síðan í slipp í Þýskalandi þar sem það var málað og einnig var gert við skrúfubúnaðinn. Vetur konungur minnti á sig í hretinu sem gekk yfir síðustu helgi. Börnin fögnuðu fyrsta snjónum og húsdýrin sömuleiðis eins og mvndin ber með sér. 4 af 5 stærstu þéttbýlisstöðunum: Telja sig hafa leyst sorpmálin til frambúðar Ekki er að sjá annað en mjög góð samvinna hafi tekist með þéttbýlisstöðum í kjördæminu um sorpeyðingu. Víðast hvar hefur ríkt vandræðaástand í þessum málum á undanförnum árum, vegna landþrengsla og annars, en nú telja forráða- menn 4ra af 5 stærstu þéttbýlisstöðunum í kjördæm- inu sig vera á góðri leið með að leysa sorpeyðingarmálin til frambúðar. Af þeirri ástæðu sé þátttaka í byggðasamlaginu sem stofnað verður á næstunni vel verjandi, en kostnaður við sorphirðingu og eyðinguna mun líklega aukast verulega með tiikomu þess. Gerð hafa verið drög að samningi um byggðasamlagið milli Sauðárkróks, Blönduóss, Skagastrandar og Hvamms- tanga. Hefur samningurinn hlotið samþykki á öllum stöðunum og verður boðað til formlegs stofnfundar á næstunni. Að sögn Guðmundar Sigvaldasonar sveitarstjóra á Skagaströnd hefur verið ákveðið að einn aðili frá hverjum stað skipi stjórn byggðasamlagsins. Það verður síðan rekið fyrir þjónustugjöld sem lögð verða á sveitarfélögin eftir ákveðnum reglum. Ekki hefur enn verið ákveðið með staðsetningu sorpeyðingar, eða á hvern hátt sorpinu verður eytt. Tveir staðir hafa aðallega verið nefndir, í nágrenni Sauðárkróks og Blönduóss og standa yfir samningaviðræður við land- eigendur. Sveinn H. Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi sagði að sú aðferð sem líklega yrði ofan á við eyðinguna, væri urðun og þar með mundu 4 opnar brennslur á sorpi verða lagðar niður. Hefði komið til tals að festa kaup á sorpbifreið sem bæði getur pressað inn á sig heimilissorp og losað gáma á staðnum. Sveinn segir samvinnu sveitarfélaga viðsorpeyðingu færst í vöxt. Þá séu endurnýtingarmálin mjög til umræðu og alltaf séu að koma fram nýjar aðferðir við endurvinnsluna. Nýlega hafi Þjóðverjum tekist að vinna olíu úr plasti og náð 800 kílóum af olíu úr einu tonni af plasti, en aðferðin við það sé enn of dýr. Riðutilfelli voru nýlega stað- fest á 2 bæjum til viðbótar í Austur-Húnavatnssýslu, hæði í Sveinsstaðahreppi og er talið að það 3ja sé til staðar á bæ í Vatnsdal. Þá hafa fundist 2 ný tilfelli í Skagafirði, eitt í Staðarhreppi og annað í Seyluhreppi. Annar bærinn í Sveinsstaðahreppi var á skrá sauðfjárveikivama og á bænum í Seyluhreppi var skorið niður vegna riðu 1975. Að sögn Sigurðar Sigurðar- sonar dýralæknis á Keldum var ákveðið á fundi í síðasta mánuði að allt fé á bæjum þar sem riða hefur fundist 1983 eða síðar verði skorið í haust eða næsta haust. Er fastlega gert ráð fyrir að um 28 þúsund fjár verði skorið í haust vegna samninga um riðuniðurskurð eða svipað og á síðasta hausti. Þar af er stórt svæði á Austurlandi þar sem 22 þúsund fjár var haustið 1985, en aðeins verður um 5000 fjár eftir þegar niðurskurðarsamningum hefur verið framfylgt. Er stefnt að fjárskiptum á svæðinu öllu. Þá verður allt fé í Svarfaðardal skorið. Fé verður fargað á nokkrum bæjum í Skagafirði og Húnavatnssýslum í haust vegna riðutilfella sem upp komu í fyrrahaust og á síðasta vori. Ljóst er að í einstaka tilfellum gefst bændum kostur á að bíða til næsta hausts með förgun. Ekki hefur verið gengið til samn- inga við þá bændur sem riða var staðfest hjá á dögunum. Sigurður vill brýna fyrir bændum á riðuveikisvæðum að selja ekki fé á milli bæja og eins að hýsa ekki fé frá öðrum. Þá sé mikilvægt að bændur láti dýralækni vita sjái þeir eitthvað grunsam- legt og mun hann þá skoða kindurnar þeim að kostnaðar- lausu. Ef slátrað er heima sé líka nauðsynlegt að kalla á dýralækni til heilasýnatöku í svipuðum tilfellum. Skal bændum bent á að frysta hausana ekki og náist ekki fljótlega í dýralækni geymist hausar betur ef sett er í þá formalín.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.