Feykir - 05.10.1988, Blaðsíða 3
35/1988 FEYKIR 3
Hofsós:
Kaupfélagið tekur við Sólbæ
Fyrsti „pöbbinn”?
Nýlega hætti Bjarni Ragnars-
son rekstri söluskálans Sól-
bæjar á Hofsósi og hefur
kaupfélagið tekið við rekstr-
inum. Verður skálinn fjar-
lægður, bensínafgreiðslan færð
aft kaupfélaginu og varningn-
um komið fyrir í afmörkuðu
rými inni í verslunarhúsi þess.
Að sögn Gísla Einarssonar
nýráðins útibússtjóra er
meiningin að bensínafgreiðsla
verði opin til ca. 21 á kvöldin
alla daga og þjónusta við
viðskiptavini aukin þannig
að um nokkurs konar
kvöldsölu verði að ræða.
Algengustu dagvörur svo
sem brauð og mjólk verða til
staðar í kvöldsölunni fvrir
utan búðartíma. Er þetta
svipað fyrirkomulag og í
einni verslun KEA á Akureyri.
Gísli sagði að rými í
versluninni hafi verið gott
fyrir og veitingasalan þrengdi
því ekkert þar að. Hann
sagðist hafa ýmislegt á
prjónunum s.s. að auka
fjölbreytni í matvöru og
koma á fót góðri pöntunar-
þjónustu varðandi sérvöru,
til að svara því að ákaflega
erfitt sé að liggja með
fjölbreytta sérvöru fyrir ekki
stærri markað en Hofsós og
sveitirnar í kring.
Tveir ungir Sauðkrækingar eru nú
komnir í startholurnar með að
opna fyrsta „pöbbinn" á Króknum.
hað eru þeir .lósep Svanur
Jóhannesson og Kristján Örn
Kristjánsson sem tekið hafa
Sælkerahúsið, Aðalgötu 15 á
leigu.
Þar var áður til húsa Pizzu-og
íshúsið. en Omar Hólm og frú
hafa hætt rekstrinum. Gekk
Baldur Ulfarsson eigandi Sæl-
kerahússins frá samningi við þá
Svan og Kristján um helgina.
sem gildir til áramóta í fyrstu.
Nýi veitingastaðurinn, sem
opnaður verður á næstunni,
hel'ur hlotið nafnið Nvi Sælkerinn.
Að sögn Jóseps Svans er
meiningin að bjóða upp á allt
milli himins og jarðar í mat og
drykk, og nokkuð sem heitir
„óvæntar uppákomur”. Sagðist
hann ekki liafa trú á öðru en þeir
félagar þreyjuðu þorrann og
góuna þar til sala bjórsins
verður levfð í mars á næsta ári.
Hver er maðurinn?
Á árunum 1982 til 1986
birti Feykir óþekktar myndir
úr Héraðsskjalasafni Skag-
firðinga. Urðum við þess
varir að ýmsir höfðu gaman
af að spreyta sig á myndgát-
um þessum og bárust safninu
upplýsingar, sem leiddu til
þess að um 30% myndanna
var nafngreindur. Var það
hreint ekki slæmur árangur
og gefur ástæðu til áframhalds.
Er bæði ljúft og skylt að
þakka öllum sem glímt iiafa
við nafnagátur þessar og
gjört sér ómak að hafa
samband við Safnahúsið og
veita upplýsingar.
Nú hefur ritstjóri Feykis
veitt góðfúslegt leyfi sitt til að
halda þessum myndbirtingum
áfram og verður þá tekið til
þar sem frá var horfið á
sínum tíma. Munu myndir
þessar væntanlega birtast
einu sinni til tvisvar í mánuði.ef
rými leyfir, og förum við enn á
fjörur lesenda í þeirri von að
þeir dugi okkur sem fyrr.
Fyrir nokkru gáfu hjónin á
Reynistað á annað hundrað
myndir til Héraðsskjalasafnsins.
Nokkur hluti þeirra var
ómerktur og munum við
birta í næstu blöðum úr því
safni. Myndirnar að þessu
Nr. 155
Nr. 156
<í
sinni eru væntanlega hún-
vetnskar eða skagfirskar,
allar teknar af Arnóri
Egilssyni ljósmyndara, sem
kenndi sig við Hæli og raunar
fleiri staði.
Þeir sem kunna einhver
skil á þessum myndum eru
vinsamlegast beðnir að koma
vitneskju sinni til Safnahúss-
ins á Sauðárkróki, sími 95-
5424 H.P.
Kynntu þér
helgarpakka
Flugleiða innan-
lands hjá næstu
söluskrifstofu
félagsins, um-
boðsmanni eða
ferðaskrifstofu. FLUGLEIÐIR
I
Nr. 157
Nr. 158
Taktu nú vel eftir!
Enn erum við með frábær helgartilboð
Lambahamborgarahryggir kr. 558.- kg
Nautagúllas kr. 660.- kg
Nautasnitsel kr. 660,- kg
Stórar Kjarna pizzur kr. 329.- stk.
Kindahakk kr. 300.- kg
ÓDÝR REYKTUR LAX "
Salöt - Grænmeti - Ávextir^
Nýkominn hákarl
MIKIÐ ÚRVAL AF ÖÐRUM MATVÖRUM
ALLT ISALINN
OG LEIKFIMINA
CONVERSE körfuboltaskór
Toppurinn í
f%#P Verslunin TINDASTÓLL
I wm —I Hólavegi 16 - Sími 5119