Feykir - 31.05.1989, Qupperneq 8
31. maí 1989, 20. tölublað, 9. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
Fatnaður og skór
á alla fjölskylduna
Nýjar vörur í hverri viku
Opið mánudag - föstudag kl. 10-18
og laugardag kl. 10-12
Sparta
Fataverslun - Skóbúð
Aðalgötu 20 - Sauðárkróki
Sími 5635 - 5802
Nýir baðklefar
í Varmahlíð
Þessa dagana er verið að ljúka
við gerð nýrra búnings- og
baðklefa við sundlaugina í
Varmahlíð, sem staðið hefur
yfir síðustu tvö árin. Verða
þeir teknir í notkun um miðjan
júní og mun þá aðstaða
sundlaugargesta gjörbreytast
til hins betra.
I nýju byggingunni eru
búningsaðstaða, sturtuböð
og gufubaðklefi. í bygging-
una var á sínum tíma ráðist
með það í huga að hún myndi
einnig nýtast við íþróttahús
Varmahlíðarskóla sem fyrir-
hugað er að byggja við
hliðina. Gömlu búningsklef-
arnir við sundlaugina voru
orðnir gjörónýtir og er nú
verið að mölva þá niður og
fjarlægja. Þeir voru byggðir
nokkru eftir að sundlaugin í
Varmahlíð var tekin í notkun
fyrir tæplega hálfri öld.
Ug;"r Í ÍÍEx Vii
I j 11 i
Sauðárkrókur:
Stofnun hljóðvers
í bígerð
Tveir ungir popptónlistarmenn
á Sauðárkróki, Eiríkur Hilmis-
son og Krístján Baldvinsson,
hafa fest kaup á hljóðupptöku-
tækjum og hyggjast á næst-
unni opna hljóðver. Það yrði
þá eina hljóðverið á Norður-
landi utan Akureyrar.
Þeir félagar hafa verið á
hrakhólum með húsnæði og
orðið að láta sér lynda
kjallarann í Villa Nova til
þessa, en eygja annað og
betra húsnæði á næstunni.
Síðustu vikur hafa þeir notað
til að kynnast tækjunum, sem
þeir segja af fullkomnustu
gerð, og unnið að smærri
verkefnum.
„Þetta byggist á hugsjón
og engu öðru. Sumir hafa
áhuga fyrir hestum og kaupa
sér hest og það sem honum
fylgir, en við lifum og
hrærumst í músíkinni og
viljum ýmislegt á okkur
leggja hennar vegna. Ég á
ekki von á að við verðum
neinir milljónamæringar á
þessu. Við erum hinsvegar
hinir bjartsýnustu og teljum
okkur eiga ýmsa möguleika á
nægum verkefnum. Það er
búið að vera nóg að gera hjá
okkur á þessum undirbún-
ingstíma og ég á ekki von á
öðru en full þörf sé á þessari
framleiðslu”, sagði Eiríkur
Hilmisson í samtali við
Feyki.
Margir tónlistarmenn hafa
átt sér æðstan drauma að
eignast hljóðver. Það hefði
einhvern tíma þótt saga til
næsta bæjar að slík starfsemi
hreiðraði um sig á ekki stærri
stað en Sauðárkróki, eins og
nú stefnir í.
Vegaframkvæmdir í kjördæminu í sumar:
Aðaláherslan á bundna slitlagið
„Framkvæmdir verða heldur
minni í ár en undanfarin ár og
áætlunin gerði ráð fyrir. Við
syndguðum upp á náðina í
fyrra og erum að taka það út
núna”, sagði Jónas Snæbjöms-
Soroptista-
félag
Sl. laugardag var haldinn í
Hótel Áningu á Sauðárkróki
stofnfundur Soroptimistaklúbbs
Skagafjarðar, en soroptimistar
er alþjóleg samtök kvenna af
svipuðum toga og rotarysamtök
karla. Helstu markmið eru
mannúðar- og líknarmál, auk
þess að vinna að auknum
réttindum kvenna, friði, vináttu
og skilningi manna á meðal.
Heiðursgestur hátíðarinnar var
sýslumaður Skagfirðinga Hall-
dór Þ. Jónsson og fulltrúar frá
starfandi félögum kvenna í
Skagafirði. Á myndinni sjást
stofnfélagar í hinum nýja
klúbbi. Þær eru 20 úr ýmsum
starfsstéttum í Skagafirði. For-
maður var kjörin Ingunn
Sigurðardóttir.
son umdæmisstjóri vegagerðar-
innar. Til stofnæða íkjördæm-
inu fara á þessu ári 110
milljónir og 20 til þjóðbrauta.
Jónas sagði að ísumaryrði
lögð höfuðáhersla á lagningu
bundins slitlags á þá vegar-
kafla sem undirbyggðir voru
á síðasta ári. Þannig munu
Hvammstangabúar efiir sumarið
aka á „teppi” frá afleggjar-
anum og inn í bæ, 5
kílómetra leið. Á Norður-
landsvegi í Víðidal verður
bundinn sex kílómetra spotti
við Víðihlíð. Á Vatnsskarði
verður lagt á fjóra kílómetra
og verður Vatnsskarðið þá
allt orðið bundið.
I Skagaftrði verður bundið
í Blönduhlíðinni, frá Mið-
húsum og fram að Víðivöllum,
sex kílómetrar. Einnig verður
fimm kílómetra vegarkafli
um Hegranes lagður bundnu
slitlagi, frá Vesturósi Héraðs-
vatna og yfir á Garðssand.
Þá verður haldið áfram að
undirbyggja veginn í Blöndu-
hlíðinni, frá Víðvöllum og
fram að Uppsölum, en
vegurinn færist á þessum
kafla niður að bökkum
Héraðsvatna. Á þjóðbraut-
um í kjördæminu er eina
verkefnið sem eitthvað kveður
að á Skagafjarðarvegi fram
Lýtingsstaðahrepp, en þar
verður fjögurra kólómetra
vegarkafli frá Varmalæk að
Mælifelli undirbyggður, og
er stefnt að lagningu slitlags
að ári.
Eins og áður sagði verður
lokið lagningu bundins slit-
lags á Vatnsskarð í sumar og
þá aðeins eftir að leggja á
Bólstaðarhlíðarbrekkuna, sem
samkvæmt áætlun á að
leggjast af á næstu árum. Til
stendur að breyta veginum
þannig að í stað þess að hann
beygir í dag inn í Þverárdal-
inn, beygi hann til vesturs
niður í Svartárdalshlíðina og
liggi síðan skáhallt niður
hlíðina til norðurs og komi
inn á núverandi veg beint
fyrir ofan Bólstaðarhlíð.
Þetta verður væntanlega ekki
á dagskrá fyrr en eftir 4 -5 ár,
að sögn Jónasar.
feykjur
Af óslátruðum
Fyrirsögn í Víkurblaðinu á
dögunum, tengd verkfallinu,
vakti nokkra athygli, en þar
sagði að fjós væru að fyllast
af óslátruðum kálfum. Þetta
þótti kúnstug útlegging á
orðinu lifandi. Ritstjóri Víkur-
blaðsins segir að það orð
hefði reyndar verið enn
undarlegra í þessu tilviki, þar
sem vandamálið var ekki að
kálfarnir væru lifandi, heldur
að ekki var hægt að slátra
þeim. Þvíyrðistaðiðviðþetta
orðalag með óslátruðu kálf-
ana og það talið nákvæmt og
gott.
Jóhannes ritstjóri segir
þessa orðnotkun, óslátraður
í staðinn fyrir lifandi bjóða
upp á ýmsa möguleika.
Samanber: Hláturinn lengir
ósláturtíðina, eða, þarnaertu
óslátraður kominn, nú eða,
sjaldan launar kálfur óslátrun,
eins og vel eigi við í þessu
tilfelli.
Krabbastígur
Margir kannast eflaust við
það að skilaboð geta aðeins
skolast til í gegnum símann.
Slíkt hefur líklega gerst þegar
húseigandi einn á Sauðár-
króki fékk fasteignasölu á
Akureyri til að selja eignina.
í auglýsingu frá fasteigna-
sölunni sem birtist í Degi sl.
föstudag, stóð nefnilega: Á
Sauðárkróki, einbýlishús
v/Krabbastíg, 3ja herb.
o.s.frv. Fyrir ókunnuga er
þessi auglýsing nánast sem
gestaþraut, því Króksarar
hafa ekki haft slíkt dálæti á
kröbbum né öðrum skrið-
kvikindum að þeir hafi nefnt
göturnar eftir þeim, þó er
Drekahlíð til í Hlíðahverfinu.
Á mynd með auglýsingunni
mátti greinilega sjá að hér
átti að standa Kambastígur,
og er það auðvitað allt annar
handleggur.
Fengu enga
launauppbót
Beiðni sex kennara við
Grunnskólann á Sauðárkróki
um launauppbót kom til
afgreiðslu á síðasta bæjarstjórn-
arfundi og var hafnað. Beiðnin
var tilkomin vegna þess að
kennaramir telja húsaleigu-
hlunnindi sem nokkrir sam-
kennarar þeirra hafa notið
ekkert annað en beina launa-
uppbót. Miklar umræður urðu
um málið í bæjarstjórn og þar
kom fram að bæjarfulltrúar vilja
fylgja eftir þeirri samþykkt sem
ekki komst til framkvæmda á
sínum tíma. Hún kveður á um að
frá og með 1. september nk.
verði dregið úr húsaleigustyrkjum
þannig að fyrsta árið verði greitt
50% af húsaleigu og síðan annað
árið 25%. Þess má geta að þeir
sem njóta húsaleigustyrks í
bænum eru auk kennara,
starfsmenn sjúkrahússins og
fóstrur. Allt fólk sem komið
hefur til starfa í bæinn.