Alþýðublaðið - 22.10.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1924, Blaðsíða 3
máiatéiag, fræðslatélag, skemt- anatéiag o. s. frv Aiþýðan á að erfa aaðvalds- ríkið. Hún verður að búa sig urtdir það. að taka við þaim arfí. Húa verður að vita, hvað hún vlll, og hafa þrek og hugrekki til þess áð íramkvæma það. Þvf að eins getur hún tekið yfírráð framieiðsiatækjánna í sfn- 'ar hendur, að hún ððlist meirl félags- og stjórnmála-þroska en hún hefir nú. Hann fær hún mað alþýðufélögum. Sjómannafélag í Hafnarfirði. Hafnarfjöröur er bær með því nær 3000 íbúa, er lifa a8 mestu á fiskveiöum og vinnu þeirri, er þær skapa. Stórskipaútvegur er þar að myndast sumpart meö inn- lendum eöa útlendum eigendum. Um leiÖ og skipunum fjölgar í pláasinu, fjölgar vinnandi fólki bæði til sjós og lands. Hafnarfjöröur hlýtur að vaxa að fólksfjölda með aukinni fram- leiðslu. Verkalýðurinn hlýtur því að líta kringum sig og sjá, hvert stefnir. Hafl hann engin samtök um að sjá sínum hag borgið, er hætt við, að atvinnurekendurnir noti sér samtakaleysi hans og skamti kaupiö eftir eigin geðþótta án tillits til, hverjar þarfir manna eru. Verkamenn hafa lengi hrft samtök sín á meðal, sem því mið- ur ekki alt, af hafa geta fylgst með stéttarbræðrum sínum í Reykja- vík í kröfunum, en sennilega stafar það mest af langvarandi atvinnu- leysi. Verkakonur þær, er fisk- vinnu stunda, hafa ekki enn mynd- að neinn sérstæöan félagsskap, en sá félagsskapur, hlýtur að mynd- ast fyrr eða síðar. Sjómenn hafa áður fyrr myndað fólag þarna, en það leið undir lok, mest vegna þess, að stórskipaútvegur hvarf úr plássinu. Við skipaaukningu þá, sem nú er að verða í plássinu, er tölu- verð hreyflng meðal sjómanna fyrir því að mýnda félagsskap, sjáandi fram á það, aö ekki er örugt, að kaupgjald það, sem gildir milli sjómanna og útgerðar- manna í Reykjavík, verði ávalt látið gilda í Hafnarfirði (samanber kaupgjald verkamanna síðast liðið ár). í flrðinum þarf að myndast fastur félagsskspur, sem getur gert bindándi samninga fyrir sína hönd eða ákvarðanir um káup- gjald á sama hátt og sjómenn í Reykjavík. Annaö verður ekki trygt í framtíðinni. Á fimtudaginn verður fundur um þetta mál í Goodtemplarahús- inu í Hafnarfirði. Vonandi láta sjómenn þetta mál til sín taka með fullri festu og einurð, Sœfari. Sið landa sýn. ----- (Prh.) 11. Hrað sknln borgir? Ritstjóri >Social Demokratenst var enn eigi kominn, er ég hafði lokið að skoða mig um bekki í húsakynnum blaðsins. Bað óg þá að skila til hans, að ég kæmi um kvöldið, því aö annaðhvort var að reyna að ná í hann þá eða ekki, því að óg ætlaði að halda áfram ferð minni morguninn eftir.Var mér og sagt, að hann væri aö jafnaði viðstaddur eftir kl. tíu á kvöldin og til þesB, er blaðinu væri lokið um kl. tvö; Ég kom þess vegna aftur um kl. hálf elleíu um kvöldið. Hitti óg þá fyrir ungan mann, laglegan og fjðrlegan, og spurði hann eftir Marinus Kristensen ritstjóra; hann kvaðst heita svo. Ég glápti á hann. Hann hló og kvaðst vel skilja, að mór yrði starsýnt á sig; óg hefði náttúrlega haldið, að ritstjóri að svo gömlu og stóru blaöi og þar á ofan stjórnarblaði hlyti að vera gamall og gráhæröur, gildur og þungur af virðuleik, og svo væri þettanærri því unglingur, að eins þrjátíu og þriggja ára að aldri. Ég greindi honum erindi mitt, og þotti hon- um gott að frétta af flokksbróður sínum, að hann væri kominn heill yfir haflð. Þegar ég hafði sagt honum deili á mér og ferðum mínum, kvaðst hann hafa verið heppinn, að fundum okkar hefði borið saman, því að hann væri prentari eins og ég og liti á alla prentara eins og gamla vini sína; >prentari er Jón Baldvinason«, bætti hann við. Spurði hann mig síðan ýmsra tíðinda að heiman, en ég gat þess sem minnistæðast var, Krossanesshneykslisins, árferð- ÍBÍns og lágengisins og meiðyrða- málsins á hendur Alþýðublaðinu út af gengismálinu, og þótti hou- um ekkert ótrúlegt, úr því að íhaldsstjórn væri í landinu. Áður ég færi, gengum við upp í prent- smiðjuna, og var þar nú unnið af fullum krafti og hraða. Éar hitti óg við vinnu formann prentarafé • lagsins danska, Július Schröder, sem er einn af nýju ríkisþings- mönnunum frá í vor, sem leið. Ég sá á öllu, að ég myndi verða tll taf&r þarna, ef ég dveld- ist lengur, og vissi af reynslu, hversu ónotalegar tafir geta verið við blað, sem á að fara að koma út. Ég kvaddi því og fór. Ég labb- aði í hægðum mínum til gesthúss- ins og virti fyrir mór götulífið, sem enn var í fullu fjöri, þótt kotnið væri að lágnætti, enda var laugardagskvöld. Upp úr Tivoli gusu skoteldar í öllum regnbog- ans litum, og þegar ég gekk þar hjá, streymdi manntjöldinn þar út þúsundum sam n. Voru allflestir í hópnum með n ialita ioftbelgi í bandi, og var einkennilegt að s]á þessa fylkingu, er kom þarna út masandi og hlæjandi; sást þar greinilega, hvab mennirnir eru hver öðrum líkir, hversu létt mönnum er að gleyma öllum óeðlilegum stóttamun, þegar þeir verða fyrir sameiginlegum áhrif- um. — Mörgum er illa við borgir og festa þá hugann við það, sem borgarlífið hefir í för með sér, en gleyma því, að alt er það eldra en borgirnar, þótt meira beri á því þar eu í strjálbýli. Hins vegar fær margt gott líf í borgum, sem dauðadæmt er í strjálbýlinu, eink- um alt, sem reist er á samneyti og Bamstarfi margra, Stórvirki rísa ekki nema í borgum eða þar, sem borgir eru til, því að þeim orkar enginn einstaklingur. — Borgirnar hafa sitt hlutverk. Þær eiga að kenna mönnum að vinna saman. Pær eiga að sýna mannkyninu mátt samtakanna. Kirkjur þeirra, hallir og önnur stórhýsi, brautir og brýr, hafnarvirki og jámbrautar- stöðvar — ált talar þetta til gests borgarinnar og ssgir: Retta er ávöxtur af samstarfi borgarbúa. Sameiginleg nautn lista og lífs- þæginda í hinurn miklu samkomw

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.