Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 40

Jökull - 01.12.1983, Side 40
FRÁVIKSTILHNEIGING í EFNA- SAMSETNINGU BASALTS Á ÍSLANDI OG ÚTHAFSHRYGGJUNUM: Afleiðing mismunandi söfnunaraðferða og áhrifa hreyfingaferla landreksins á dreifingu berggerða Páll Imsland, Norrœnu EldJjallastöbinni I heimsbókmenntunum um bergfræði úthafsins sést oft þeirri skoðun haldið fram, að Island sé af- brigðilegt hvað varðar bergsamsetningu. A Islandi eru sýnishorn afgosbergi valin á grund- velli ýmissa jarðfræðilegra upplýsinga. Gagnabanki um íslenska gosbergið leyfir þess vegna, að stillt sé saman samsetningarþáttum þess og fjöldanum öll- um af öðrum jarð- og eldfjallafræðilegum þáttum. Sýnishorn af úthafsberginu eru hins vegar ekki val- in. Pau eru skröpuð upp og er þá tilviljun, hvað kemur í vörpuna, eða þau eru boruð upp úr botnin- um og kemur þá eingöngu upp það, sem finnst í viðkomandi örmjóu sniði. Jarðfræði hafsbotnsins er mjög illa þekkt í smáatriðum, einkum ef borið er saman við Island. Sams konar samstiliingu á sam- setningarþáttum og jarðfræðilegum þáttum, hvað þá eldfjallafræðilegum, verður því ekki komið við í tilfelli úthafsbergsins. Við samanburð kemur í ljós (tafla 1), að frum- stæða bergið á íslensku rekbeltunum og á úthafs- hryggjunum er mjög líkt. Það íslenska berg, sem helst virðist vera frábrugðið úthafshryggjaberginu á rót sína að rekja til íslensku megineldstöðvanna. Þar sem þær eru mjög lítill hluti af heildarflatarmáli gosbeltanna, eru líkur til þess, að væri skröpunarað- ferðinni beitt á íslensku rekbeltin við söfnun sýna, yrði ekki merkjanlegur munur á bergsamsetningu þessara tveggja staða. Því er hér haldið fram, að sú skoðun, að ísland sé afbrigðilegt um bergsamsetn- ingu sé röng og til komin vegna þess reginmunar sem er á söfnunaraðferðum bergs á íslensku rekbelt- unum annars vegar og á úthafshryggjunum hins vegar. Þegar litið er til tertíera hraunlagastaflans á Is- landi, virðist vera marktækur samsetningarmunur á bergi hans og ungu rekbeltanna. Megineinkenni þessa munar er, að frumstæðasta basaltið vantar í tertíera staflann. Sams konar munur kemur fram í úthafinu. Ef borið er saman basalt frá úthafshryggj- unum og sjávarbotninum utan þeirra, vantar frum- stæðasta bergið í safn hins síðamefnda. Því er hér haldið fram, að þessi munur sé í báðum tilvikum raunverulegur og eigi rót sína að rekja til þess, hvernig jarðskorpan þróast og hreyfist áður en hana rekur út úr rekbeltunum bæði á Islandi og í úthaf- inu. Við þessa þróun á sér stað bæði rek og sökk efnisagna. Sökkið gerist að langmestu leyti inni við miðju rekbeltanna, en þar er einnig mest framleiðsla á frumstæðasta basaltinu. Þetta basalt rekur því nær aldrei út úr rekbeltunum og finnst þar af leið- andi hvorki í tertíera hraunlagastaflanum á íslandi né á gamla sjávarbotninum utan við rekhryggina. Orlög þessa basalts eru að sökkva í rekbeltunum niður á meira dýpi en svo, að rof sýni það á yfirborði síðar og því finnst það hvorki á eldra sjávarbotni né í tertíera hraunlagastaflanum, þrátt fýrir djúpt rof hans. 38 JÖKULL 33. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.