Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1983, Qupperneq 148

Jökull - 01.12.1983, Qupperneq 148
Gossaga Grímsvatna 1900—1983 í stuttu máli Haukur Jóhannesson Icelandic Museum of Natural History, P. 0. Box 5320, Reykjavík, Iceland Eldgosið í Grímsvötnum, sem stóð frá 28. eða 29. maí til 1. eða 2. júní 1983, kom flestum á óvart og hefur strax breytt hugmyndum margra jarð- fræðinga um Grímsvötn og á ef til vill eftir að marka djúp spor í sögu jarðeldarannsókna á ís- landi, líkt og Kröflueldarnir. Nú í vetur leið, hefég verið að kanna heimildir um lítt þekkt gos, sem varð skammt norðan Grímsvatna síðla árs 1933 og því kom síðasta gos eins og sending af himnum ofan. Sigurður Pórarinsson (1974) gerði ítarlega grein fyrir sögu Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Hann var ákaflega varkár í túlkun heimilda, en í ljósi nýjustu atburða er full ástæða til að endur- skoða eldgosasögu Grímsvatna. í rauninni er þörf á að fara í gegnum allar heimildir á ný, því nú má telja víst, að umbrotin í Grímsvötnum hagi sér svipað og umbrotin í Kröflu, þ. e. eldgosin komi í hrinum og að sum gos geti verið það lítil, að þau bijótist ekki upp um ísþekjuna. Hér verður að mestu stuðst við bók Sigurðar Þórarinssonar, Vötnin Stríð, þar sem enn hefur ekki gefist tími til að kanna heimildir. 1900—1910. Á þessum tíma er greint frá eldi og öskufalli nokkrum sinnum en aðeins í tvö skipti eru heimildir það traustar og glöggar að ályktanir verði af dregnar um legu gosstöðva. a. 1902—04. í árslok 1902 urðu menn á Norður- landi varir við eld í Vatnajökli og hlaup kom í Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum. í lok maí og í upphafi júní 1903 urðu svo aftur mikil umbrot í Vatnajökli. Þá kom eitt mesta Skeiðar- árhlaup, sem komið hefur nú síðustu 100—150 árin. Hlaupið stóð dagana 26. —30. maí og goss varð vart 28. maí eða um það bil er hlaupið var í hámarki. Eldgos eða eldgosa varð síðan vart öðru hvoru allt sumarið og síðast laust fyrir miðjan jan. 1904. Allnokkurt öskufall fylgdi gosinu. Talið hefur verið fullvíst að aðeins hafi gosið austan til í Þórðarhyrnu en þar sáust eldar vaka mest allan tímann. Þegar litið er á miðin sem þekkt eru á eldana, þá er augljóst, að aðalgosið hefur að líkindum verið í Grímsvötn- um og norðaustur af þeim, en einna sterkustu rökin fyrir því eru þó, að þá „komu svo mikil hlaup í Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót að fádæmum sætti“. Gos í Grímsvatnaeldstöðinni geta valdið hlaupum í þessum ám. Þetta mun vera mesta Grímsvatnagos á þessari öld. b. 1910. Um sumarið og haustið gaus einhvers staðar vestarlega í Vatnajökli, líklega í Síðujökli en því miður er aðeins eitt mið til á eldinn og verður hann því ekki staðsettur með neinni vissu. Þetta gos verður því ekki í bili a. m. k. talið með eiginlegum Grímsvatnagosum. 1913. Um miðjan apríl kom stórhlaup í Skeiðará en ekki er getið um eldgos; þess ber þó að geta að um sama leyti gaus við Heklu en það gos vakti mikla athygli á þeim tíma og dró athyglina frá hlaupinu. 1922. Mikið hlaup í Skeiðará 22. sept. til 6. okt. og eldgos hófst í Grímsvötnum þ. 29. sept. eða nokkru áður en hlaupið náði hámarki. Þorkell Þor- kelsson (1923) safnaði skipulega upplýsingum um þessi umbrot og af þeim miðum, sem nú eru þekkt, virðist sem gosið hafi í suðvesturhorni Grímsvatna- öskjunnar. Gossins varð vart framundir mánað- armótin okt. —nóv. og fylgdi því öskufall allmikið. 1933. Eldgos skammt norðaustur af Grímsvötn- um og stóð það í um 10 daga um mánaðarmótin nóv.—des.; því fylgdi ekki hlaup (Haukur Jóhannes- son, í undirbúningi). Þetta gos nefnir Sigurður Þórarinsson ekki á nafn í bók sinni. 1934. Skeiðarárhlaup hófst um 23. mars og lauk 1. apríl og var stórt. Eldgoss varð fyrst vart að kvöldi 30. mars en þá um nóttina var hlaupið í hámarki. Ekki er með vissu vitað hvenær gosinu lauk en úr byggð sást það síðast 7. apríl, en umbrot voru nokkur þ. 13. apríl er Jóhannes Áskelsson kom þangað. Allnokkurt öskufall varð og hlaup kom í Jökulsá á Fjöllum. 1938. Stórhlaup í Skeiðará 23. maí til 8. júní og þá myndaðist stór sigketill norður af Grímsvötnum og mun vatn þaðan hafa hlaupið niður í Grímsvötn og bæst við það vatn, sem þar var fyrir. Vart þarf að efast um, að gosið hafi undir áðurnefndu sigi en gosið þó ekki náð að brjótast upp í gegnum ísþekjuna — a. m. k. hefir ekki hlaupið þaðan síðan. 1939. Smáhlaup í Skeiðará í júlí og náði vöxtur- inn hámarki 15. þ. m. Sigurður telur, að tæming lóna ofan við Skaftafellsfjöll hafi orsakað hlaupið, 146 JÖKULL 33. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.