Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1983, Qupperneq 150

Jökull - 01.12.1983, Qupperneq 150
SKEIÐARÁRHLAUPIÐ 1939 Minnispunktar Ragnars Stefánssonar í Skaftafelli Skrifað samtímis atburðum Um miðjan maí 1939 veittu menn því eftirtekt hér í Skaftafelli að mjög megna jökulfýlu lagði fyrir öðru hvoru og hélst svo fram allan þann mánuð. Ekki var hægt að greina hvort þessi jökulfýla barst fram með Skeiðará, því hún virtist söm og jöfn hér heima og hún var við ána. Um miðjan maí var Skeiðará hægt vaxandi, þó vart væri hægt að fullyrða að um óeðli- legan vöxt væri að ræða. 25. maí. Nú er ljóst að hlaup er að heíjast í Skeiðará, hún vex þótt önnur vötn í nágrenninu standi í stað. Vatn í Skeiðará er nú orðið mjög dökkt, eins og hlaupvatn er vant að vera, mikil jökulfýla er af vatninu. 8. júní. í dag hefur Skeiðará vaxið allört, en frá 25. maí til 7. júní hefur verið jafn og stígandi vöxtur í ánni og að kvöldi 7. júní telja menn hér að komið sé í hana fyllilega hásumarvatn. 10. júní. Skeiðará vaxandi. Að kvöldi þess dags féll spennustaurinn í landsímalínunni vestan árinnar, en í hann var símalínan spennt yfir Skeiðará úr Skafta- fellsbrekkum, við Hrafnagil. Með þessu er símasam- bandslaust yfir Skeiðarársand. 11. júní. Fór í dag inn í Bæjarstaðaskóg. Þá féll aðaláll hlaupsins beint frá útfalli úr jökli við Jökulfell, að Grjóthól og Sniðabrekku. 12. júní. Nú hefur mikið af hlaupinu rutt sér braut austur með Jökulfelli og Bæjarstað og fellur í farveg Morsár, nokkuð austan við skóginn. Þar hefur það nú grafið burtu allháar sandöldur, sem töluverður gróður var kominn í. Einnig hefur það tekið með sér girðingu sem var á sandinum neðan við austanverðan Bæjarstaðarskóg. 15. júní. Hlaupið í verulegum vexti. Aðaláll þess fellur austur með Jökulfelli, síðan fast að Bæjarstað og í farveg Morsár við framanverðan Háls. Að Skaftafelli lendir það við Skollalág og Grjóthól. Frá hlaupinu lónar vatn inn á móts við Skoragil. Annar höfuðáll, en mikið minni klýfur sig frá á móts við Jökulfell og fellur að Skaftafelli við austan verða Sniðabrekku og Prest- skóg. Þrír smáálar kljúfa sig úr þessu vatni og falla í hlaupið á móts við Hrafnagil og Götugil. Þessir álar hafa nú fellt fjóra símastaura til viðbótar þeim sem áður var fallinn, þ.e. spennustaurinn. Jökulfýla er alltaf öðru hverju. 16. júní. Hlaupið heldur tekið að íjara. n.júní. í nótt hefur hlaupið fjarað all verulega. Þó mun vera enn meira en tvöfalt sumarvatn í Skeiðará í því. Landssíminn leggur kapp á að komið verði á símasambandi yfír sandinn svo fljótt sem hægt er. í dag sótti ég ásamt Runólfi Bjarnasyni í Selinu fjóra viðgerðarmenn vestur á miðjan Skeiðarársand. Af völdum hlaupsins var leiðin all torsótt. Hlaupið féll enn fast að hlíðum Skora á móts við Skoragil. Við urðum því að fara með hestana gegnum skóginn og hlaupið lá fast að Hálsinum framan verðum svo við urðum að fara þar upp skriðurnar og fyrir ofan Bæjar- staðarskóg, yfir Eystragil fyrir ofan Steinboga en yfir það vestra við Heitulæki. Sem hestvegur var leiðin öll hræðilega ógreiðfær. Við fórum að heiman kl. 9 að morgni en komum heim kl. 9 um kvöldið. 19. júní. Hlaupið heldur áfram að fjara en þó mjög hægt. Álarnir sem féllu um símalínuna hafa nú fjarað með öllu. Menn telja vatnið þó enn meira en fyllsta sumarvatn. I dag var byrjað að undirbúa upp- setningu á símalínunni. 20. júní fjaraði Skeiðarárhlaupið töluvert og aðfarar- nótt 21. júní fjaraði það geysimikið. Þann dag heppn- aðist að skjóta streng yfir vatnið og næsta dag komst á símasamband. Að því verki unnu 14 menn, 8 menn austan ár en 6 menn vestan ár. Enn er mikið vatn í ánni. í dag 22. júní er mikið vatn í öllumjökulám hér því að mjög heitt er í veðri. Hiti mun hafa komist í 27 stig um hádegisbil. Enn er vatn í Skeiðará óeðlilega dökkt og lítilsháttar jökulfýla er í grennd við ána. Finnst ekki annars staðar. Þetta hlaup var mikið minna en elstu menn hér muna eftir að hafi komið. Það hafði hvergi útfall úr jökli nema við Jökulfell. Farvegur þess við Hrafnagil ætla ég að hafi verið 450—500 m breiður um síma- línuna og nokkrir fremur smáir álar vestar. Aldan vestan við farveg hlaupsins virtist mér vera vel 4 m að hæð. Lengi fram eftir sumri lá svo Skeiðará fram með Jökulfelli og Bæjarstað. Hlaupið braut jökulinn dá- lítið við útfallið. Nokkurt jakahrafl sat þar eftir á sandinum eftir að hlaupið var fjarað og fáeinir stórir jakar við rætur Jökulfells. Nokkrir jakar ekki mjög stórir bárust allt fram á móts við Skaftafellsbæi. ATHUGASEMD VIÐ MINNSIPUNKTA RAGNARS í SKAFTAFELLI Meðan á Skeiðarárhlaupi stóð í byrjun árs 1982 greindi Ragnar Stefánsson mér frá þeim minnis- punktum sem hér eru birtir. Þá kom fram að hann telur hlaupið 1939 ekki hafa verið frábrugðið öðr- um Skeiðarárhlaupum á neinn hátt, að öðru leyti en því að það kom einu ári frá stórhlaupi og menn hafi ekki haft sagnir af svo litlu hlaupi í Skeiðará eða hlaupi sem hafi runnið svo rólega fram. Er athyglisvert að hann telur ekki að lón hafi tæmst ofan við Skaftafellsfjöll. Jökulfýlan af hlaupinu styður þá skoðun hans. — Þá skal þess getið að Ragnar taldi hlaupið 1939 hafa verið nokkuð á- þekkt að vatnsmagni og Skeiðarárhlaupið 1982 eða ekki hafi verið stór munur á. Helgi Bj'órnsson. 148 JÖKULL 33. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.