Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 162

Jökull - 01.12.1983, Side 162
Mynd 2. Þórðarhyrna, 1659 m, 16. júní 1981. Ljósm.: Bragi Hannibalsson. Reyndist sú leið ágæt, sprungulaus, og fljótlega komið upp í snjó, sem þó var illilega holóttur eða líkastur þéttu, stórgerðu freðmýrarþýfi er náði að minnsta kosti 10-15 km inn ájökul. Þoka byrgði alla fjallasýn, en var ekki dimm, þó að dálítið rigndi í svipaðri hæð og kvöldið áður er við snerum við. Þegar við höfðum ekið um 20 km sást til Pálsfjalls og reyndist það vera í 7-8 km fjarlægð. Var ákveðið að halda þangað og tjalda. Gengið var á fjallið og sást þaðan kvos á að giska 1-2 km, suðaustan við fjallið með tjörn í botni. Var litur vatnsins einkennilega dökkblár. Enn eitt dæmið um baráttu elds og íss um yfirráð yfir lendum Vatnajökuls. Annað var það af Pálsfjalli séð, er vakti furðu, en það var lagskipting ísstálsins í geilinni umhverfis fjallið. Neðri hlutinn var gamalt samfellt ísstál er náði upp í 2/3-3/4 af allri hæðinni, en þar fyrir ofan skipti allt í einu yfir í reglulega lagskiptan ís, er var miklum mun snjólegri en undirlagið. Ekki datt okkur í hug nein skýring á þessu er við stóðum þarna, en er ég undirritaður var að skoða mynd að þessu flaug mér í hug, hvort skýringin gæti verið sú, að á hlýviðriskaflanum á fyrri hluta þessarar aldar hafi hjarnmörk náð upp fyrir Pálsfjall einhvern tíma, en síðan þegar kólnaði aftur hafi hjarnmörk ekki náð að Pálsfjalli og því hafi hvert snjólagið eftir annað hlaðist ofan á ísinn, sem getur þá hæglega verið mörgum árum eða jafnvel áratugum eldri en næsta lag fyrir ofan. En þá vaknar sú spurning hvort hjarnmörk gætu hugsanlega hafa náð þessari hæð. Pálsfjall er 1335m yfir sjó og ragar vart hærra yfir núverandi jökulborð en 80 m. Síðan eru á að giska 10-20 m niður aðgamla ísnum þannig að hjarnmörk hefðu orðið að ná 1240-1300 m, til þess að þetta gæti staðist og er það um 100 m hærra en mældist árin 1936-38 á Hoffellsjökli og Heina- bergsjökli. Þetta var nú útúrdúr. Næsta morgun sem var mánudagur var komið skínandi veður og var nú tekið saman og haldið að Geirvörtum og vorum við komin þangað upp úr kl. 8 í glampandi sólskini. Gengum við á nyrðri hnjúkinn og nutum útsýnisins. Segja má að sjónarsviðið hafi náð yfir alla V-Skaftafellssýslu ásamt Skeiðarár- jökli, Skeiðarársandi og Skaftafellsfjöllum. Græna- lón með syndandi ísjaka virtist þarna skammt fyrir neðan í suðaustri og Hágöngur enn nær í suðvestri. Ennfremur sáum við vel Þórðarhyrnu, álíka langt undan og Hágöngur en í þveröfuga átt eða í norð- austri. Neðsti hluti Skaftár var eins og glitrandi silfurband, en Skaftafellsfjöllin komu og fóru fram úr þoku er lá yfir Oræfajökli og nágrenni. Frá Geir- Mynd 3. Ketillinn austan við skála JÖRFI í Kverk- fjöllum, 17. júní 1981. Ljósm.: Valdimar Valdi- marsson. 160 JÖKULL 33. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.