Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 163

Jökull - 01.12.1983, Side 163
vörtum var svo haldið að Þórðarhyrnu. Þar sem færið var nú orðið afar þungt vegna sólbráðar fórum vtð vestan við hrygginn, sem Hyrnan er upp úr og skildum farangurinn eftir er komið var á móts við Hyrnuna og brunuðum á lausum sleðunum alveg upp að efstu brekku suðvestan megin og gengum upp. Af Þórðarhyrnu var geysimikið útsýni, enda telur Pétur Þorleifsson hana „eitt allra besta út- sýnisfjall á Vatnajökli", og sáum við í litlum sjón- auka allt vestur á Botnssúlur, Hlöðufell og fjöllin við Langjökul. I austri sáum við Mávabyggðir, Mikil og Þuríðartind, Oræfajökul og Skaftafellsfjöll voru í þoku, en hreinsuðust áður en haldið var niður. Með berum augum sáum við skálann og nýja mastrið á Svíahnúk eystri, en Kverkfjöll sáum við ekki vegna þoku er lá norðan til á jöklinum. A Þórðarhyrnu dvöldum við í 2-3 klst. í sólbaði og við landslags- skoðun. Síðan var haldið niður að farangri og tjald- að því að ekki þótti ráðlegt að halda áfram í svo þungu færi. Lögðum við okkur í um 2 klst. en ekki tókst öllum að sofna. Um kl. 18 byrjaði að frysta og var ákveðið að taka sig upp og halda á Grímsfjall. Ekið var eftir áttavita því að þoka var lögst yíir og komið snjóíjúk. Rétt um leið og stefnubreyting var gerð norðan Háubungu rákumst við á slóð eftir Grímsvatnaleiðangur Jörfi, se'm var á ferðinni rúmri viku áður og gátum við fylgt henni það sem eftir var að skálanum á Svíahnúk eystri. A þriðjudaginn voru íshellarnir við Saltarann skoðaðir og fundum við þar gufubað er þeir Jörfa- menn höfðu útbúið. Eitthvað hafði inngangurinn í hellana breyst því að við gátum ekki fylgt göngustíg í hellunum sem hafði greinilega verið aðalinn- gangurinn rúmri viku áður. Sést á því hve fljótt þetta getur breyst. Síðan var ekið niður í Vötn að Vatnshamri. Undir honum var allstór tjörn og lá gönguslóð þvert yfir norðurhluta á henni um sex metrum sunnan við enda hennar. Hafði vatnið því stækkað talsvert frá því þarna hafði verið gengið fyrir um hálfum mánuði. Um kvöldið varsvoekið til Kverkfjalla og tók ferðin um 3 1/2 klst. Ekið var eftir áttavita því þoka var yfir jöklinum fyrstu tvo þriðj- ungana af leiðinni, en eftir það fór að móta fyrir Kverkfjöllum. Um miðnætti gengum við niður í ketilinn austan við skálann. Brekkan niður að vatn- inu var mikið til auð og reyndist auðveld niður- göngu. Neðan við hana tók við nokkuð breitt, flatt fjöruborð er vætlaði sjóðheitt vatn upp úr. Handan vatnsins blasti við þverhníptur ísveggur sem hrundi úr annað slagið með tilheyrandi hávaða og gusu- gangi. Láta mun nærri að samfelldur ísveggur hafi umlukið um helming vatnsins eða rúmlega það, en Mynd 4. Setið að snæðingi í hinum vistlega skála JÖRFI í Kverk§öllum. Ljósm.: Bragi Hannibals- son. hinn helminginn brattar auðar hlíðar. Sjálft vatnið var íslaust að kalla. A miðvikudag, sem var 17. júní, ókum við yfir á Austurfjöllin, gengum á 1920 m hnjúkinn og hnjúka nvrst á Austurfjöllunum. Einnig var ekið um Vesturfjöllin og gengið á hnjúka við Kverkina. Valdimar ók svo hringinn í kringum ketilinn og var aðeins örmjór hryggur milli sprungna frá katlinum annars vegar og Kverkjökulsins hins vegar. Að lok- um var gengið í Hveradalinn efri og upp á hrygginn vestan hans. Svo var snjórinn lítill við skálann að aka varð yfir 15-25 m autt haft vestan undir bæjar- hólnum, til þess að komast norður á Vesturfjöllin og er þetta verulegur munur frá því er ég kom þarna um mánaðamótin maí-júní 1977. Þá varaðeins koll- urinn á hólnum auður og vatnið í katlinum alþakið jökum svo að hvergi sá í auða vök. Um kvöldið var svo ekið eftir slóðinni okkar frá kvöldinu áður á Grímsfjall oggist þarog tóksú ferð um 2 l/4klst. Kl. 5 var vaknað og búist til ferðar heim. Hrímþoka var þegar litið var út fýrst, en rétt áður en við lögðum af stað birti og sást þá vel til Öræfajökuls og Esjufjalla. Heimferðin gekk vel af því að við höfðum slóð Jörfa að aka eftir. Ekki þótti ráðlegt að fylgja slóðinni alla leið svo við breyttum um stefnu er við höfðum ekið um 35 km frá Svíahnúk eystri og komum á okkar slóð eftir um 3 1/2 km akstur og fylgdum henni það sem eftir var og tók ferðin frá Svíahnúk niður á jökulrönd um 4 klst. Er við höíðum komið sleðum og farangri fyrir var ekið í Jökulheima og borðað. Síðan var ekið heirn og skoðaður gígur norðaustan Þóris- tinds og Hrauneyjafoss hinn nýi í leiðinni. Komið var til Reykjavíkur um kl. 21 eftir mjög skemmtilega og velheppnaða ferð. Bragi Hannibalsson. JÖKULL 33. ÁR 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.