Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 164

Jökull - 01.12.1983, Side 164
Annar og þriðji gosdagur í Eyjum Ég var rétt kominn niður á jörðina í tvöföldum skilningi úr leiðangri fréttamanna til Heimaeyjar þriðjudagsmorgunn 24. janúar, þegar næsta kall kom. Þessi 24. janúar var öðru vísi en bræður hans. Árið var 1973 og Heimaey nýklofm að austanverðu af jarðeldi. Símtal ofan úr Háskóla tók fljótt af og ég þar með orðinn skutilsveinn ágæts vísinda- manns, Arne Noe-Nygaards, frá kóngsins Kaupin- höfn. Þeir kollegar Arne og Sigurður Þórarinsson ætluðu til Vestmannaeyja. Hægri hönd Sigurðar var fylgdarmaður hans um langt skeið, Halldór Ólafsson, — síðar einn af hallamælingameisturum Kröfluelda. Flugmálastjórn léði tvíhreyflu sína á miðviku- dagsmorgun og þótti okkur Sigurjón flugmaður harla vel klæddur til ferðarinnar. Hann bar hatt og var í hvítri skyrtu með bindi, — flaug eins og engill. Við komuna til Eyja var ljóst að gosið var í rénun. Syðri hluti sprungunnar var óvirkur. Enn voru Kirkjubæirnir heilir. Okkur var skilað í ver- búðir ísfélagsins þar sem við skyldum búa. Stundu síðar héldum við snarlega þaðan uppfyrir Helgafell og niður með gosstöðvunum að vestanverðu. Aldrei þessu vant var rauða skotthúfan ekki á höfði Sigurðar. Allir bárum við byggingarvinnuhjálma, sem helst líktust Bretahjálmunum úr síðustu heimsstyrjöld. Altént var þó hjálmurinn Sigurðar gulur. Þarna var reynt að komast eins nærri eldunum og gæruúlpurnar leyfðu. „Það má fara nær“, sagði Sigurður, er ég snéri undan, og hann gaf Arne olnbogaskot. Ekki vissu þeir af hraunklessunum tveimur sem skullu með þyti á vikrinum milli mín og þeirra, enda voru þeir alllangt undan við gíg- hrúgöldin. Við Kirkjubæina var nokkur mannfjöldi með tvo vörubíla að bjarga úr húsunum. Þar voru líka fréttamenn er svifu á Sigurð og vildu endilega vita hve lengi gosið myndi standa. Ekki vildi Sigurður segja nákvæmlega til um það, en ýjaði að 2 — 3 mánuðum. Sá danski Sagði: „Vi máler tiden efterpá — við mælum tímann eftir gos“ og frétta- mennirnir nóteruðu það og kinkuðu kolli. Enginn minntist á framtíð bæjarins. í þeim efnum voru allir jafn óvissir og kvíðnir. Vindátt gat ekki verið svona hagstæð lengi. Hvað myndi gerast í fyrsta suðaustanveðrinu? Angi af svari kom fyrr en varði. Meðan við dvöldum við Kirkjubæina sló fyrir austangjólu og gjallmolar byrjuðu að falla við hús- in. Mannskapurinn færði sig um stund en við flýttum okkur niður að sjó þar sem hraunkantur- inn mjakaðist skáhallt eftir ströndinni og gjósku- sprengingar voru í sjó frammi. Undir nóttina brunnu fyrstu húsin austast í bænum. Um kvöldið vildi Sigurður ólmur fara austur að Kirkjubæjarrústunum. Þar stjákluðum við í hita og svækju með tenntar húsarústirnar kolsvartar í baksýn, berandi í rauðan eldvegginn. Stuttu eftir komu okkar niður í ísfélag heyrðust smellir á þakinu. Herbergjadyr við ganginn í hús- inu voru rifnar upp hver á fætur annarri og menn hópuðust út á ganginn. „Assgotinn, þá er það byrjað", sagði einhver. Sigurður var manna fyrstur út á gang. Hann gerði engan stans. Hélt niður og út með úlpuna á öxlunum. Á eftir honum geystist Halldór og veifaði stígvélapari Sigurðar, hrópandi nafn hans. Hjálm- urinn gleymdist alveg. Ég held að Halldór hafi náð Sigurði á sokkaleistunum úti á götu. Arne Noe- Nygaard brosti breitt meðan við gengum niður. Er út kom var ljóst að gjóskufallið var minna en menn héldu. Fyrsta stóra áhlaupið kom ekki fyrr en næsta kvöld. Þá höfðu menn þegar áhyggjur af inn- siglingunni og upp undir tuttugu hús urðu eldin- um að bráð. Þá nótt dömluðum við á Lóðsinum gegnum roðin gufuský vestan við hraunstálið til að lóða dýpið. Beljandinn frá gosstöðvunum yfirgnæfði önnur hljóð og kvikustrókar gnæfðu yfir hraun og gufu. Glöggt mátti sjá hvernig glóandi gjósku lagði yfir bæinn. Menn sögðu fátt og vísindamennirmr okkar tveir voru sérdeilis þungir á brún, jafnvel afundnir. Snortnir vísindamenn hljóta jafnan að vera góð- ir fræðimenn og nytsamir. Ari Trausti Guðmundsson 162 JÖKULL 33. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.