Jökull


Jökull - 01.12.1983, Síða 175

Jökull - 01.12.1983, Síða 175
ÚR MINNINGARGREINUM I KVEÐJA FRÁ JÖKLARANNSÓKNAFÉLAGI ÍSLANDS í suddarginingu á vordegi 1947 bar fundum okkar Sigurðar Pórarinssonar fyrst saman. Ég var staddur austur við Þjórsártún er þar staðnæmdist vörubíll, sem var að koma autan af Rangárvöllum, bílstjórinn þurfti að ná tali af Olvi bónda, en ég lenti á tali við glaðlegan og viðmótsþýðan farþega bílsins. Brátt áttaði ég mig á, að hér var enginn annar á ferð en jarðfræðingurinn dr. Sigurður Þór- arinsson, sem legið haíði langdvölum á vorin og sumrin fyrir stríð uppi á Hoífellsjökli. Annars fannst mér ég þekkja hann einna best af orðspori sem latínuhestinn mikla frá M. A. Stúdentspróf hafði hann tekið þar 1931, í nokkur ár á eftir gengu sögur í skólanum um námsafrek hans og kunnáttu. Sumarið 1934 kannaði hann verksummerki eftir Dalvíkurjarðskjálftann (júní ’34). Hann gleymdist því ekki alveg norður þar, hann Sigurður eða Siggi hjá Ryel, eins og hann var venjulegast nefndur innan skólans og á Akureyri. Að loknum þessum fyrsta fundi hugsaði ég: Það er gaman að mæta Sigurði, ég verð að hitta hann aftur. Og enn man ég taumana í andliti hans, „öskurykið“ eins og það var kallað þá, nú gjóska. Gjóskan merkti sér mann- inn snemma. Sem alþjóð veit var Sigurður braut- ryðjandi í öskulagarannsóknum og vann frábært vísindaafrek á því sviði. í þetta sinn var Sigurður að koma austan frá Heklueldum, en þeir brunnu þá glatt. Hann var á leið til Reykjavíkur og taldi sig lánsaman að ná í bíl, sem var að fara alla leið vestur á Selfoss. Mér varð að von minni, Sigurði mætti ég aftur. Hef átt með honum liðlega 30 ára samstarf innan vébanda Jöklarannsóknafélags íslands. Fyrst und- ir formennsku Jóns Eyþórssonar og síðar dr. Trausta Einarssonar, en frá árinu 1969 hefur Sig- urður veitt félaginu forstöðu. Kynnin eru því allná- in og ávallt verið ánægjuleg í hópi áhugasamra sjálfboðaliða. Sigurður var afburðaíjölhæfur og traustur. Eftir hann liggja á þriðja hundrað greinar og bækur. Ekki eru tök á að ræða um þær hér, en þó verð ég að nefna eina: Vötnin stríð. Hann var frábær fyrirlesari, setti niðurstöður náttúruvísinda fram á skýran og augljósan hátt. Átök elds og ísa, og svo afleiðingarnar, mótun lands og þjóðar, rakti Sig- urður á hugljúfan og listrænan hátt. Ljóð hans og vísur eru fyrir löngu orðnar landfleygar og bera ljósan vott um gamansemi hans og glettni. Það var svo sem engin neyð að vera veðurtepptur á Vatna- jökli einn til tvo daga ef Sigurður var með í för. Nú á kveðjustund, er við í Jöklarannsóknafé- laginu kveðjum formann okkar, félaga og vin, Sig- urð Þórarinsson, sækja margar minningar á hug- ann, enn stendur óhaggað spakmæl Hávamála: „. . . orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan getr.“ Sigurjón Rist varaformaöur. II ÚR KVEÐJU FRÁ JARÐFRÆÐAFÉLAGI ÍSLANDS Rannsóknavettvangur Sigurðar virðist hafa ráðizt snemma: vorið 1934 kom hann heim frá Sví- þjóð, þar sem hann var við nám, og rannsakaði ummerki Grímsvatnagossins og Skeiðarárhlaups- ins. Þar með var vakinn áhugi hans á Vatnajökli og Grímsvötnum, sem entist ævilangt. Sama sum- ar hóf hann rannsóknir á öskulögum í jarðvegi, og á mómýrum almennt, með það fyrir augum að rekja gróðursögu landsins með frjókornagreiningu. Varð það upphafið að aðalþætti ævistarfs hans, gjóskulagarannsóknum, sem hafa opnað dæma- laust frjósaman rannsóknavettvang sem tengist forleifafræði, byggðasögu, gróðurfarssögu, eld- JÖKULL 33. ÁR 173
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.