Jökull


Jökull - 01.12.1983, Síða 176

Jökull - 01.12.1983, Síða 176
íjallasögu, loftslagsbreytingum o.fl. Sigurður rakti sögu gróðureyðingar í landinu, afvöldum loftslags, náttúruhamfara og mannvistar, og gerðist einn hinna fyrstu náttúruverndarmanna á nútímavísu. Sumurin 1936—38 tók Sigurður þátt í Vatnajök- ulsleiðöngrum þeirra Ahlmanns og Jóns Eyþórs- sonar, en jöklarannsóknir urðu síðar meðal stórra verkefna hans. Og sumarið 1939 tók hann þátt í fornleifarannsóknum í Þjórsárdal, sem Hekla lagði í eyði árið 1104. Síðar tók hann þátt í rannsókn Heklugossins 1947, og allra eldgosa hér á landi síðan. Doktorsritgrð Sigurðar (1944) fjallaði um „gjóskutímatal á íslandi", en með þeirri ritgerð og óteljandi öðrum síðan hóf hann þessa fræðigrein, tephro-khronologíu eða gjóskutímatal, til alþjóð- legrar viðurkenningar. Aðalrannsóknir Sigurðar Þórarinssonar tengjast semsagt þeim tveimur höf- uðskepnum, sem íslendingar hafa barizt við í 1100 ár, eldi og ís, eldfjöllum og jöklum, og með aðstoð gjóskulagarannsókna og skráðra heimilda rakti hann í mörgum bókum og ritgerðum eldgosasögu Heklu, Grímsvatna, Kötlu, Öræfajökuls og Kverk- fjalla. Sigurður Steinþórsson formaður Jarðfrteðafélags íslands. 111 ÚR KVEÐJU FRÁ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS Það voru einkum tveir þættir í starfsemi Ferða- félagsins, sem dr. Sigurður lagði til drjúgan skerf. Það voru Árbækurnar og kvöldvökurnar. Að því er varðaði hið fyrra þá var það hvorttveggja, að hann lagði margt gott til í sambandi við umsjón með því efni Árbókanna, sem snerti jarðfræði landsins og hefir orðið fyrirferðarmeira í tímans rás, og ekki síður hitt, að hann átti merkar ritgerðir í nokkrum Árbókanna. Hann var og í ritnefnd Árbókarinnar til dauðadags. Hið síðasta sem kom frá hans hendi í þessu tilliti var ritgerð um Skaftárelda, sem hann lauk við skömmu fyrir andlátið og mun birtast í Árbók yfirstandandi árs, sem helguð er minningu þessa mestu og skæðustu náttúruhamfara á íslandi á sögulegum tíma. Á kvöldvökum, sem haldnar eru nokkrar á hveijum vetri, er flutt margvíslegt efni til fróðleiks og skemmtunar. Dr. Sigurður lagði oft til efni og er það sérstaklega minnisstætt hversu lagið honum var að flytja fróðleikinn á þann hátt, að eftirtekt vakti, m.a. með því að flétta saman í máli og myndum landið, fólkið og söguna svo að stóð ljóslifandi fyrir áheyrendum. í tilefni af fertugsafmæli Ferðafélags íslands flutti dr. Sigurður það sem hann nefndi ,,lítil hugvekja á fertugsafmæli Ferðafélags íslands". Hann gaf þessari hugvekju heitið „Að lifa í sátt við landið sitt“. Þar mótaði hann í einni stuttri setningu það, sem hann taldi, að Ferðafélagið hefði í fjóra áratugi reynt að leggja af mörkum til upp- eldis þjóðarinnar. Hann sagði: „Að aðlaga sig þessu landi, læra að lifa í sátt við það og njóta þess, sem það hefur upp á að bjóða, á að vera snar þáttur í uppeldi hvers íslendings, honum til ham- ingjuauka og þjóð hans til heillar. Davíð Ólafsson forseti Ferðafélags íslands IV En þó ærin ástæða sé til að fjölyrða um vísinda- störf Sigurðar, eða dvelja við skáldskap hans og söngtexta, ætla ég einkum að minnast á og þakka honum hið ómetanlega og óeigingjarna starf hans að náttúruverndarmálum hér á landi, því einnig á því sviði vann hann flestum efekki öllum mönnum betur. Hann var okkar „grand old man“ á því sviði, faðir íslenskrar náttúruverndar. Haustið 1949 flutti hann erindi um náttúruvernd á fundi Hins íslenska náttúrufræðifélags, sem helgaður var 60 ára afmæli félagsins og rakti þar hve sáralítið hefði verið unnið að þeim málum hérlendis. Að vísu voru þá til nokkur lög og reglur á sérsviðum, svo sem fuglafriðunarlög, lög um friðun hreindýra, lög um sandgræðslu, og skógræktarlög og Þingvell- ir höfðu verið friðlýstir í nærri tuttugu ár. En engin almenn lög um náttúruvernd voru til, þó „íslensk náttúra, bæði hin dauða og lifandi, sé um margt einstæð“, svo vitnað sé í þetta erindi Sigurðar. í erindi sínu nefndi hann svo ýmis dæmi um óþarfa spjöll sem unnin hefðu verið á náttúruverðmætum landsins og að áratuginn á undan hefði meiru verið umrótað, vegna tilkomu stórvirkra vinnuvéla, en áður á mörgum öldum. Aðalniðurstaða hans var sú, að setja þyrfti sem fyrst löggjöf um almenna náttúruvernd sem heimilaði ríkisvaldinu að gera nauðsynlegar ráðstafanir til verndar dýrmætum náttúrumenjum. Þetta erindi Sigurðar vakti mikla athygli, það 174 JÖKULL 33. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.