Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 177

Jökull - 01.12.1983, Side 177
var síðan flutt í útvarp og svo prentað í Nátt- úrufræðingnum í byrjun næsta árs og mun örugg- lega öðru fremur hafa orðið til þess að þáverandi menntamálaráðherra bað Sigurð um að undirbúa löggjöf um náttúruvernd. Að þeim drögum feng- num var svo Sigurði og Ármanni Snævarr lagapró- fessor falið að semja frumvarp til laga um nátt- úruvernd og höfðu þeir um það samráð við Finn Guðmundsson fuglafræðing, sem vann við Nátt- úrugripasafnið eins og Sigurður. Frumvarpið var lagt fram þremur árum seinna eftir mikla vinnu og samráð við fleiri góða menn og varð að lögum vorið 1956. Þar með var stigið eitt stærsta skrefið í náttúruverndarmálum sem við höfum tekið til þessa. En öll byrjun er erfið og einkum fólgin í því að plægja og undirbúa jarðveginn, það fengu Sigurð- ur og þeir sem sátu með honum í Náttúru- verndarráði fyrstu árin að reyna. Þó þokaðist smám saman ýmislegt í rétta átt, ekki síst fyrir atbeina og eldmóð þeirra Sigurðar og Finns, og það var einmitt Sigurður sem átti frumkvæðið að mörgum málum sem Náttúruverndarráð hóf strax að vinna að, þó lausn á þeim fengist ekki alltaf strax, og nægir þar að nefna hugmyndirnar um þjóðgarða í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum sem komu báðar frá honum. Sigurður átti sæti í Náttúruverndarráði frá stofn- un þess til dauðadags og vann ráðinu lengur og betur en nokkur annar, að öllum þeim góðu mönnum ólöstuðum sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Hann hafði alltaf brennandi áhuga á þeim málum, var alltaf hugmyndaríkur og boðinn og búinn til að leggja fram þá vinnu sem til þurfti til að koma þeim hugmyndum í framkvæmd. Auk þess hjálpuðu rannsóknir hans mikið til við þau störf, niðurstöður þeirra skýrðu ýmislegt og gerðu mönnum t.d. kleift að gera sér betur grein fyrir þeirri gífurlegu eyðingu gróins lands sem orðið hefur hér á landi frá landnámi. Eyþór Einarsson formaður Náttúruvemdarráðs. V Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var Þjóð- minjasafni íslands einn mesti haukur í horni allra þeirra, sem ekki voru fasttengdir safninu. Til fárra hafa fornleifafræðingar safnsins oftar leitað með vandamál, sem snerta aldursákvarðanir fornminja og fáir utan hins þrönga hóps eiginlegra fornleifa- fræðinga hafa unnið íslenskri fornleifafræði meira gagn en Sigurður gerði. Þessi samvinna hófst 1939 með rannsóknunum í Þjórsárdal. Sigurður Þórarinsson tók þátt í hinum umfangsmiklu fornleifarannsóknum þar og var það markmið hans að greina aldur öskulagsins, sem lagði dalinn og fleiri sveitir í eyði og olli þarmeð einni mestu byggðaröskun íslandssögunnar. Birti hann niðurstöður rannsókna sinna í greinum í ritinu Forntida gárdar og síðar í doktorsritgerð sinni (1945), en þótt hann kæmist að annarri niðurstöðu en sagnfræðingar og fornleifafræðingar sýndi aðferð hans, að hér var komið inn á braut, sem haldið skyldi áfram á. Þarmeð hófst hin mikilsverða samvinna fornleifafræðinga og jarð- fræðinga, þar sem hinir fyrri hafa frekar verið þiggjandi og hafa þó hvorir stutt aðra. Að hætti góðra vísindamanna hvikaði Sigurður ekki frá niðurstöðum rannsókna sinna fyrr en hann hafði fundið lausn gátunnar, sjálft öskulagið sem vantaði til að allt félli í ljúfa löð og sást hér heiðarleiki hans gagnvart vísindunum. Sigurður gerði fjölmargar rannsóknir á tíma- setningu fornminja, sem fornleifafræðingum hafa síðan reynst ómetanlegar. Hann kannaði öskulög í rústum og mannvirkjum á ferðum sínum um land- ið, skrifaði skýrslur um þær og kom þannig upp mikilsverðu neti rannsóknarniðurstaða. Oft á tíð- um tók hann þátt í rannsóknarferðum ásamt forn- leifafræðingum, nú síðast á liðnu hausti austur í Skaftártungu, þar sem í ljós kom fornkuml, sem sérstaka alúð þurfti að leggja við rannsókn á sök- um öskulaga, sem tímasett gátu grafirnar. Það var yndi af slíkri samvinnu. Hér sameinaðist vísinda- maðurinn og húmanisti í einum og sama mannin- um og mátti á stundum ekki sjá, hvor hinum var æðri í huga Sigurðar. Sigurður Þórarinsson tilheyrði í raun hinni gömlu kynslóð náttúrufræðinga, sem reyndi að gera sér sem gleggsta grein fyrir baráttusögu þjóð- arinnar fyrir tilveru sinni í 1100 ár í erfiðu landi. í rannsóknum sínum á náttúrusögu og þróun nátt- úrufars var manneskjan, fólkið í landinu á umliðn- um öldum og áhrif náttúrunnar á búsetuna ævin- lega það sem hvað mestu skipti. Þór Magnússon þjóðminjavörður. JÖKULL 33. ÁR 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.