Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 180

Jökull - 01.12.1983, Side 180
þegar honum þótti lágkúran keyra um þverbak. Hann var dagfarsprúður maður, hæglátur og glettinn og sást sjaldan skipta skapi. Hann var mjög glöggur og fljótur að átta sig og fundvís á áhugaverð rannsóknarefni. í góðum félagsskap var hann oft hrókur alls fagnaðar, enda söngvinn og hnyttinn í tilsvörum. Þorleifur Einarsson. XV í huga þjóðarinnar var Sigurður Þórarinsson hin sanna ímynd hins lifandi og starfandi jarðvís- indamanns. Hver kannast ekki við myndina af Sigurði, þar sem hann hleypur upp um fjöll og firnindi, kvikur og léttur, með rauðu skotthúfuna sína, sem var hans aðalsmerki. Alltaf kominn fyrst- ur manna á staðinn, þar sem náttúruöflin höfðu látið til skarar skríða. Þannig var Sigurður, náttúr- an og öll hin landmótandi öfl, eitt og hið sama, ein órjúfanleg heild. Sigurður kenndi land- og jarðfræðinemum al- menna jarðfræði á fyrsta ári. Það fylgdi því mikil tilhlökkun og eftirvænting að fá að fylgjast með fyrirlestrum hjá Sigurði Þórarinssyni sjálfum. Fyrir flestum okkar var hann hin lifandi ímynd jarðvísindanna. Sigurður var víðforull og með hon- um „ferðuðumst" við ekki einungis um allt ísland, heldur allar heimsins álfur, frá: „Reykjavík og Rawalpindi, Rangoon, Súdan, Bonn, Kashmir“. (S.Þ.) Til að sýna okkur sem fjölbreyttast landslag, var hann einatt með litskyggnur úr ferðum sínum og iðulega skaut hann inn á milli hnyttnum frásögn- um, þjóðsögum og athugasemdum sem gæddu fyrirlestrana lífi. Fyrirlestrar Sigurðar fjölluðu ekki einungis um jarðfræði, heldur fléttaði hann þar inn í frásagnir af siðum og menningu hinna ýmsu þjóða sem jarðkúluna byggja, s.s. eskimóum, indí- ánum, Sjerpum, Japönum og svona mætti lengi telja. Stutt var í glettnina og var hún ekki síður á eigin kostnað, en annarra. Auðgi ímyndunaraflsins var alveg ótrúlegt. Einu sinni sem oftar vorum við „stödd“ með Sigurði uppi við Grímsvötn, þar sem hann lýsti á listilegan hátt, hvernig sigketillinn yfir Grímsvötnum myndast við Skeiðarárhlaup. „Og hugsið ykkur svo, þegar sigið hefst“, sagði hann, „hvernig jökulhellan dettur allt í einu niður um nokkra tugi metra í senn. Mig hefur alltaf langað til að sitja á jökulhellunni, meðan hún sígur. Það hlýtur að vera stórkostlegt. Hún tekur allt í einu að síga „púms“, og svo aftur „púms“ og maður fær flugferð enn á ný“. í anda fylgdumst við hugfangin með þessari flugferð, þar sem Sigurður sat á miðri hellunni og hélt báðum höndum um rauðu skott- húfuna sína. Jarðfræðinám byggist ekki síður á ferðalögum en bóknámi, því sjón er sögu ríkari. Á vorin fóru fyrsta árs jarð- og landfræðinemar ávallt í einnar viku námsferð með Sigurði um Suðurland. Þar hlutu menn sína eldskírn. Þessi ferð er ógleyman- leg, því Sigurður bjó yfir ótrúlegri þekkingu á landi og landsháttum, hvort sem um var að ræða hæð á fjalli, nafn á bæ eða ábúenda, að ekki sé minnst á þjóðlegan fróðleik. Hversu oft hafði Hekla gosið? Var þetta „landnámslagið“? Hvers vegna verða Skeiðarárhlaup eða hvernig er umhorfs á Mýr- dalssandi í Kötlugosi? Það var sama um hvað var spurt. Sigurður hafði ávallt svar á reiðum höndum, en þótt fræðin sætu í fyrirrúmi, var oft slegið á léttari strengi. Mikið var sungið og voru kvæði eftir Sigurð jafnan vinsælust. Sigurður söng gjarnan með, sérstaklega ef sungin voru kvæði eins og „Ennþá geymist það mér í minni, María, María . . . “, eða „Land veit ég langt og mjótt . . . “ Þegar textarnir sem við kunnum höfðu verið marg endurteknir og ekkert sérstakt bar fyrir í landslaginu, tók Sigurður til sinna ráða. Hann kenndi okkur viðlag, en gerðist sjálfur forsöngvari og urðu þá heilu kvæðin jafnvel til á staðnum. Jarð- og landfræðinemar við Háskóla íslands. 178 JÖKULL 33. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.