Feykir


Feykir - 07.02.1990, Qupperneq 3

Feykir - 07.02.1990, Qupperneq 3
5/1990 FEYKIR 3 Hörður Gunnar Ólafsson dægurlagahöfundur: Kom fyrst fram á stúkuskemmtun Væntanlega bíða einhverjir næsta laugardagskvölds með spenningi, þegar fram fer úrslitakeppni í söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Eins og kunnugt er á Hörður Gunnar Olafsson frá Sauðárkróki eitt laganna sex sem berjast um sæti í Evrópusöngvakeppninni í Júgóslavíu í vor. Samkvæmt nýlegri vitneskju Feykis kom Hörður þessi, sem kunnari er hér um slóðir sem Bassi, fyrst fram opinberlega á stúku- skemmtun í Gúttó fyrir margt löngu. „Gúttó” þar sem fundir Eilífðarblómsins fóru fram. Lomberspilararnir Birgir á Kornsá, Ingvar á Eyjólfsstöðum Agúst á Geitaskarði og Jón á Hofi. Lomberspilarar líflegir Þetta rifjaðist upp á dögunum fyrir Stefáni Olafs- syni, Stebba póst eins og hann var kallaður: „Jóhann Olafsson var formaður í Eilífðarblóminu nr. 128 á þessum tíma. Við vorum skipaðir saman í skemmti- nefnd, ég, Bassi og Siggi Ráðu, vorum þá í kringum 10 ára aldurinn og Hilmar Kiddu sem var heldur yngri var líka í nefndinni. Skemmtinefndin varð fljót- lega sammála um að okkar skerfur til skemmtunar í stúkunni yrði pottþétt hljóm- sveitarprógram. Bítlaæðið var nýgengið í garð og við vorum vitanlega komnir inn á þá línu. Bassi var sá eini okkar sem byrjaður var að spila á hljóðfæri, þá í læri drjúgum stundum hjá Svenna Inga frænda sínum, helsta hljóm- sveitarkappanum á Króknum á þeim tíma. Við hinir sem áttum ekki hljóðfæri, urðum okkur út um þau sem dg annan Hörður með fyrsta gítarinn sinn „alvörugrip”, eins og hann sagði þegar myndin af honum og Óla bróður hans var tekin. Óli var þekktur söngvari á árum áður. sviðsbúnað án teljandi erfið- leika. Til að mynda fórum við Bassi niður í kjallara i pósthúsinu, þar sem ég vissi af gnægð af pappakössum. Skárum við okkur myndar- legt pappaspjald og skrifuðum á með tússpenna stórum stöfum: THE BEATLES. Þessu spjaldi var komið fyrir á áberandi stað á sviðinu í Gúttó. Stóra stundin rann upp og bítlahljómsveitin mikla birtist á sviðinu. Siggi spilaði á gítar eins og Bassi, Hilmar minnir mig að hafi spilað á rafmagnsorgel og ég á trommur. Síðan djöfluðumst við á sviðinu og þóttumst leggja okkur ógurlega fram í spilamennskunni. Sviðsfram- koman hjá Sigga var meira að segja svo mögnuð að við vorum hræddir um að á hverri stundu hrykki hann út af sviðinu. Það var það eina sem olli okkur vandræðum. Ég man ekki betur en við þættum mjög frambærilegir músikantar og það voru ekki nema þeir allra klókustu sem uppgötvuðu að við vorum með plötuspdara bak við”, sagði Stefán Ólafsson þegar hann rifjaði þetta bernsku- brek stráka í Eilífðarblóminu nr. 128. Hörður sagðist muna vel eftir þessu og þetta hefði sjálfsagt verið fyrsta skiptið sem hann kom fram opinber- lega. Fyrsta alvöruhljómsveit- in sem hann spilaði með, var svo þegar hann í 6. bekk barnaskólans, spilaði ásamt gagnfraðaskólastrákum á skóla- böllum í gaggó. Þeir spila lomber af kappi nokkrir áhugamenn í Austur- Húnvatnssýslu. Oftast spila þeir tvisvar í mánuði og er þar jafnan mikið fjör. Fyrrum var lomber mikið spilaður m.a. í Vatnsdal og víðar, en um margra ára skeið lá þessi spilamennska að mestu niðri. Hin síðari ár hefur hún verið endurvakin á nokkrum stöðum á landinu. Lomber er flókið spil að sjá, enda reglur um margt gjörólíkar því sem er í öðrum spilum. T.d. fer það eftir sögnum hvaða spil eru hæst. Þeir sem spilið kunna segja liins vegar það auðlært og skemmtilegt. Fyrrum var jafnan spilað upp á peninga. Nú nota menn plastteninga a.m.k. þar sem spilað er á opinberum stöðum, enda peningaspil bönnuð. Það fer síðan eftir því upp á hve hátt bit er spilað hvort um mikinn gróða eða tap er að ræða. MÓ. SAMVINNUBÓKIN Nafnvextir Samvinnubókar eru nú 19% Ársávöxtun er því 19.90% SAMVINNUBÓKIN Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga t1

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.