Feykir - 07.02.1990, Qupperneq 6
6 FEYKIR 5/1990
Mikið var að gerast í körfuboltanum um helgina. Auk leikja
meistaraflokks karla lék kvennalið Tindastóls í bikarkeppninni
og 7. og 9. flokkur félagsins tóku þátt í fjölliðamótum. Keppnin
í 7. flokki fór fram á Sauðárkróki. Tindastóll tapaði. þar
naumlega fyrir Njarðvík en sigraði IR örugglega. Keppni 9.
flokks fór fram á Húnavöllum. Tindastóll vann þar öruggan
sigur á USAH og Þór, sigraði Olafsvíkinga með þrem stigum,
en tapaði með fimm stigum fyrir KR. Strákarnir biðu síðan afhroð
gegn Val, dauðþreyttir í síðasta leik. B-lið Stúdenta kom í Síkið
til keppni í Bikarkeppni kvenna. Stúdínur unnu Tindastól í
báðum leikjunum, 40:28 og 39:37. A myndinni er Berglind
Pálsdóttir Tindastóli i þann veginn að skora án þess að IS-
stúlkur fái vörnum við komið.
Sigur og tap í körfunni
Tap og sigur var uppskera
vikunnar lijá úrvalsdeildarliöi
Tindastóls í körfunni. Sigur
vannst á Þórsurum í Síkinu á
föstudagskvöldið 92:80, en dugði ekki
til að vinna upp 30 stiga muninn frá
fyrri bikarleiknum, er Tindastóll
því úr leik í keppninni. Keflvík-
ingar reyndust Sauðrækingum
síðan ofjarlar i deildarleik suður
með sjó á sunnudagskvöldið,
lokatölur urðu 92:73.
Vilji Tindastólsmanna til að
vinna upp 30 stiga muninn frá
fyrri leiknum við Þór, kom
greinilega fram í leik liðsins í
fyrri hálfleiknum. Galiinn var
bara sá að það var eins og það
ætti að skora þessi 30 stig í sömu
sókninni. Þórsararnir léku hins
vegar skynsamlega og höfðu
örugga forustu í leikhléi 37:25.
Þar með var raunar bikar-
draumur Tindstóls úr sögunni
og miðað við það var frammi-
staða liðsins í seinni hálfleiknum
einstök. Stólarnir pressuðu þá
mjög vel í vörninni og voru
ákveðnir í sóknarleiknum. Gleymdu
sér reyndar þar stundum og sáu
ekki við hraðaupphlaupum
Þórsara, sem þeir skoruðu úr
ófáum i leiknum.
Nýi kaninn í Tindastólsliðinu
fékk úr litlu að moða i fyrri
hálfleiknum og var beinlínis
klaufalegur eins og raunar
félagar hans með tölu. I seinni
hlutanum fann hann sig svo að
um munaði og gaman verður að
fylgjast með honum í næstu
leikjum. Sturla átti i heild góðan
leik, og Valur og Sverrir voru
drjúgir á köflum. Valur var i
strangri gæslu mest allan leikinn,
en komst samt sterkur frá
honum.
Lee skoraði 29 stig, Sturla 24,
Sverrir og Valur 13 hvor. Björn
8, Stefán 4 og Ólafur 1. Konráð
var geysilega atkvæðamikill hjá
Þórsurum skoraði 29 stig og
Kennard kom næstur með 22.
Fyrri hluti leiksins i Keflavík
var jafn og munaði þar mestu
um slaka hittni Keflvíkinga,
segja heimildir Feykis. í byrjun
seinni hálfleiks fékk Lee í
Tindastólsliðinu sína fjórðu
villu og gat því lítið beitt sér eftir
það. Sturla Örlygsson varsáeini
sem sýndi sitt rétta andlit í
leiknum. Hann lék frábærlega í
seinni hlutanum og hélt Stólun-
um á floti. Þegar leið að
leikslokum settu Keflvikingar
óþreytta menn inná og pressuðu
þreytta gestina allan völlin.
Valur Ingintundarsson átti af-
spyrnu slakan leik og að þessu
samantöldu þarf vart að spyrja
að leikslokum.sigur Kefivíkinga
var öruggur 92:73.
Sturla skoraði 26 stig, Lee 22,
Valur 9, Sverrir 5, Olafur 4.
Björn 3, Kristinn og Stefán 2
hvor. Guðjón gerði 22 stig fyrir
Keflavík og Magnús 20. Þess má
geta að Guðjón hitti einungis í
einu af 10 skotum sínunt í fyrri
hálfleik, mjög óvenjulegt hjá
þessum lúshittna leikmanni.
Næsti leikur Tindastóls í
Urvalsdeildinni verður í Sand-
gerði annað kvöld, en síðan
verður hlé á keppninni fram
undir mánaðamót vegna bikar-
keppninnar.
Sjómenn Skagstrendings í björgunarskólann:
„Erum fylgjandi endurmenntun”
„Við erum mjög fylgjandi
endurmenntun og viljum gera
allt sem í okkar valdi stendur
til að bæta öryggismál
sjómanna okkar”, sagði Sveinn
Ingólfsson framkvæmdastjóri
Skagstrendings, sem rang-
feðraður var í síðasta blaði,
sagður vera Kjartansson.
Nær hver einasti sjómaður
Skagstrendings hefur sótt
Björgunarskóla sjómanna,
sem Slysavarnarfélag Islands
stendur fyrir. Skipverjar á
Arnari byrjuðu árið með
vikunámskeiði í skólanum
og í lok janúar voru þeir á
Örvari á sams konar nám-
skeiði. „Strákarnir eru mjög
ánægðir með þessi námskeið
og það er skoðun okkar að
þetta séu alveg bráðnauðsyn-
legir hlutir”, sagði Sveinn.
Þess má geta að þaulvanir
sjómenn, sem verið hafa ásjó
í 30-40 ár og talið sig bera
nokkurt skyn á björgunarmál
sjómanna, hafa komist að
þeirri niðurstöðu á nám-
skeiðunum, að í raun hefðu
þeir orðið hálf ósjálfbjarga
þegar á reyndi.
Þrír á Blönduslóðum
Systkinin frá Syðra-Vallholti, Gunnar lengst til hægri.
Haustið 1988 fórum við þrír,
Pétur Pálmason á Reykjavöllum,
Jón Guðmundsson frá Breið og
undirritaður, í forvitnisferð
vestur að Blönduvirkjun. Þar
nutum við frábærrar leiðsagnar
Garðars Þormars hjá Lands-
virkjun, bæði ofan og neðan,
ellegar innan jarðar. Eftir þessa
ferð urðu nokkrar vísur til og
langar mig að biðja Feyki að
birta þær, þótt Iangt sé um liðið.
I haust fórum við Pétur aðra
ferð um virkjunarsvæðið. Jón
frá Breið var þá heima, í hans
stað voru komdir þeir Ottó Geir
í Viðvík og Pétur á Hjaltastöðum.
Garðar Þormar stóð fyrir sínu
sem fyrr, og var hinn mesti
fræðaþulur um virkjunina og
höfðum við bæði fróðleik og
ánægju af. Síðustu fjórar
visurnar eru frá þeirri ferð og
hvati jteirra geigvænlegt myrkrið í
jarðgöngunum bakvið stöðvar-
húsið, þegar Garðar hafði
stöðvað bílinn og slökkt Ijósin
— á þriðja hundrað metra undir
jarðskorpunni.
Fram á heiði héldu þrir
höldar, lif að kanna,
sjá það hvað í Blöndu býr
og bætir hagi manna.
Á yfirreið um auðnin stríð,
í afar breiðum vagni,
virtist heiðin liarla víð,
hcimameið að gagni.
Á Kúluheiði kappalið
keppist við að virkja
auri litað ísvatnið,
sem allt mun lif þó styrkja.
Um heiði fram er starfað strítt,
stjórnsöm liönd að verki.
Hvert eitt afl og orka nýtt,
ærið manndóms merki.
Stíflugarðar standa breitt,
straumi varna leiðir.
Sumurn er í hamsi heitt,
hér er margt sent rneiðir.
Þegar vatni lokast leið,
sent laust um aldir streymdi,
er heimabyggðin hnípin — reið,
hana annað drevmdi.
í högum leit hún hestastóð,
á heiðum breiður fjárins.
En nú er orðið allt úr móð,
— allt í vanda fárins.
Vatn sent ýfir flóa — fen,
fyllir laut og draga,
í ásýnd landsins eins og ben,
ekki hugþekk saga.
En framtak andans —framabraut,
finnur ótal leiðir,
og leysir hverja lífsins þraut,
— úr lykkjuföllum greiðir.
Inni í fjallsins iðrum sér
orkuhúsið standa.
Allt sem fyrir augun ber
á sér leystan vanda.
Tíminn þegar teygist ótt,
tendrast ljós í dalnunt.
Mun þó bjart þótt mjög sé nótt.
myrk í fjallasalnum.
Að lokum vil ég þakka það,
— og þykir ekki mikið —
leiðsögn þína um þennan stað,
og þar með er lokastrikið.
Á öllu virðist vera lag,
viskudisir harðar,
þó er ntyrkt unt rniðjan dag,
í miðjum viðjum jarðar.
Traust er undir styrkri stoð,
sterkum hug að beita,
en mjúkt er undir værðar voð,
viljirðu þangað leita.
Þú mátt áfram — enn unt sinn,
enginn bannar leiðir.
En gættu þó að þér maður minn,
því myrkrið að þér sneiðir.
Er dagar liða ljómar sól,
löngum yfir dalnurn,
og veitir yl um byggð og ból,
sem býr i fjallasalnum.
Gunnar Gunnarsson.