Feykir - 07.02.1990, Page 8
7. febrúar 1990, 5. tölublað, 10. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
Utsölunni lýkur
laugardaginn 10. febrúar
Stóraukinn afsláttur - allt að 70%
SPARTA fataverslun - skóbúð
Aðalgötu 20 - Símar 35802, 35635
Lárus Helgason afhendir tækin fyrirhönd Kivvanisklúbbsins, en
Elísabet Sigurgeirsdóttir forstöðumaður félagsstarfs aldraðra
veitir því viðtöku.
Kiwanisklúbburinn Borgin
Gefur sjónvarp til
öldrunarheimilisins
Sauðárkróksbær vill eignast
verðandi lystisnekkju
Kiwanisklúbburinn Borgir á
Blönduósi hefur gefið félags-
starfi aldraðra á Blönduósi
sjónvarps- og myndbandstæki
og skáp undir þessa góðu
gripi. Tækjunum hefur verið
valinn staður í samkomusaln-
um í Hnitbjörgum, sem er
dvalarheimili fyrir aldraða og
stendur á lóð Héraðshælisins
Félagsstarf aldraðra er
mikið á Blönduósi og kemur
fólkið reglulega saman í
salnum á Hnitbjörgum. Þar
vinnur fólkið að föndri og
Atvinnuleysisdagar í janúar
voru 1620 og er það mesta
atvinnuleysi sem mælst hefur
síðan fastráðningasamningar
fiskvinnslufólks tóku gildi
fyrir nokkrum árum. Til
samanburðar voru atvinnu-
leysisdagar i janúar í fyrra
1496.
„Það sem munar mestu
þarna er að atvinnulausir
verkamenn eru fleiri en áður
23 í stað 13, og nú eru flestir
skráðra almennt verkafólk.
ýmsu fleiru og oft koma
góðir gestir í heimsókn, m.a.
kemur fólk úr hinum ýmsu
klúbbum og félögum á
staðnum reglulega til þess að
eiga glaða stund með þeim
öldruðu.
I Kiwanisklúbbnum Borg-
um á Blönduósi er á annan
tug félaga og hittist hópurinn
reglulega. Þeir félagar safna
fé eftir ýmsum fjáröflunar-
leiðum og rennur það til
líknar- og menningarmála.
þannig að atvinnuleysi er
orðið staðreynd. Atvinnu-
leysi í janúar slagar upp í
stærstu toppana þegar fisk-
vinnslufólkið var allt saman
inni í skráningunni. Reyndar
bjóst ég við meira atvinnu-
leysi í mánuðinum en raun
varð á, ég býst við að þetta sé
eitthvað að lagast, þó að hægt
fari”, sagði Matthías Viktors-
son hjá atvinnumiðlun Sauðár-
króksbæjar.
Bæjarstóm Sauðárkróks ákvað
á fundi sínum í síðustu viku að
verða við tilmælum hafnar-
stjómar, að ganga til samninga
við Steingrím Garðarsson um
kaup á Tý SK-33, seni kominn
er í úreldingu. Týr þykir
merkilegt skip, er annar
tveggja báta sinnar gerðar
sem eftir eru í landinu.
A bæjarstjórnarfundinum
kom fram að æskilegt hefði
verið að málið hefði komiðtil
kasta muna- og minjanefndar,
en þar sem mjög skammur
tími væri til stefnu, þyldi
málið enga bið. Einn bæjar-
fulltrúa greindi frá þeirri
vitneskju sinni að falast hefði
verið eftir bátnum hjá
Steingrími af aðilum sem
hugðust gera TY að lysti-
snekkju.
Bæjarstjómarmönnum sýnd-
ist ekki grundvöllur að
kaupa Tý dýrum dómum,
þrátt fyrir að í bátnum væru
feykjur
Garðarolla á
Holtavörðuheiði
Þegar flugbjörgunarsveita-
menn frá Hvammstanga
voru að leika sér á snjósleð-
um um síðustu helgi, og
brugðu sér í Tröllakirkju sem
er fjall í nágrenni Holtavörðu-
heiðar, urðu þeir varir við
kind í svokölluðu Miklagili.
Næsta landeigenda Jóni
bónda á Melum var gert
viðvart og hélt hann á
vettvang. Ekki hafði hann
langt farið þegar í ljós komu
fjórar kindur í eigu hans
sjálfs, og kindin í Miklagili
var á sínum stað. Reyndist
hún vera alla leið frá
Hólmavík, líklega móðir
tveggja lamba sem heimtust
á Bálkastöðum í Staðarsveití
haust.
Otrúlegt þykir að kind frá
Hólmavík gangi á þessum
slóðurn. Hún þarf að fara
fyrir tvo firði, um .120
verðmætir hlutir, frá Sóló-
eldavéþ upp í skipsvélina
sjálfa. Ahugi eigenda bátsins
þyrfti að koma til við
varveislu hans, þar sem ljóst
væri að kaupverð hans yrði
smámunir hjá því sem kosta
yrði upp á hann sem
safngrip. I því sambandi
benti einn bæjarfulltrúa á þá
staðreynd að þrátt fyrir að
kílómetra leið. Leikur jafnvel
grunur á að Hólmvíkingar
hafi ekið þessari kind í
Holtavörðuhciðina, hún hafi
verið aðgangshörð í görðun-
um hjá þeim í vor.
Gula spjaldið!
Forráðamenn Ungmenna-
félagsins Tindastóls eru síður
en svo ánægðir með þau skil
sem orðið hafa á félagsgjald-
inu. Gíróseðlar voru sendir
út í ágúst sl. og hafa einungis
130 af 530 verið greiddir. Eru
það innan við 25%, sem þætti
einhversstaðar léleg skatt-
heimta.
Birgir Rafnsson gjaldkeri
félagsins er samt vongóður
um að gjöldin skili sér og það
fyrr en seinna. „Það verður
bara að sýna fólkinu gula
spjaldið, það hafa allir gott af
því, en auðvitað vill enginn fá
það rauða, enda meinhollt
talið”. Með þeim orðum eru
allir félagsmenn og velunnar
Tindastóls hvattir til að gera
Gilsstofan hefði fengist fyrir
lítið þá væri frágangur
hennar ekki lengra kominn en
raun bæri vitni. „Verði
einhver vandræði með varð-
veislu skipsins sem safngrips,
þá höfum við alltént fyrir
augunum að Ernan er orðin
talsvert einmana á Borgar-
sandinum”, varð honum að
orði.
skil á félagsgjaldinu hið
fyrsta. Þeim sem kynnu að
hafa glatað gíróseðlinum er
bent á reikning númer nr.
16366 í Búnaðarbankanum á
Sauðárkróki. Félagsgjald full-
orðinna er krónur 2000 og
barna 750.
VAH fyrst til
að samþykkja
'Verkalýðsfélag Austur- Húna-
vatnssýslu var fyrst verka-
lýðsfélaga í landinu til að
samþykkja nýgerða kjara-
samninga ASI og VSÍ, sem
undirritaðir vom með fyrir-
vara um samþykki félaga nú
fyrir helgina.
Á félagsfundi í VAH á
Blönduósi sl. föstudagskvöld
vom samningarnir samþykktir
með 30 atkvæðum gegn
tveimur. Feyki hefur ekki
tekist að afla sér frétta um
það hvenær fundað verður
um samningana í öðrunt
verkalýðsfélögum í kjördæm-
mu.
GÆÐAFRAMKÖLLUN
GÆDAFRAMKOLLUN
BÓKABtJÐ
BRYNJARS
MO.
Janúar á Sauðárkróki:
Mesta atvinnuleysi
um árabil
Vélbáturinn Týr, verður hann safngripur eða lystisnekkja?